Skilnuðum fjölgar og ástæðan oftar ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. september 2020 21:00 Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Getty Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og oftar en áður virðist ástæða skilnaðar andlegt eða líkamlegt ofbeldi að sögn sóknarpresta. Heimilisofbeldismálum þar sem lögregla er kölluð til fjölgaði um 15 prósent milli ára. Á fyrstu átta mánum ársins fjölgaði þeim sem sóttu um skilnað hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu samanborið við síðustu ár. Svipuð þróun hefur komið fram í öðrum löndum og er hún þá rakin til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Það sama á við um heimilisofbeldi en ekki hafa fleiri tilfelli þess verið tilkynnt í einum mánuði en í maí síðan árið 2015. Frá janúar til ágúst eru tilfellin 609 á öllu landinu en voru á sama tíma í fyrra 518 og 555 árið 2018. Sóknarprestar segjast finna fyrir þessari breytingu. Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Vísir/HÞ „Við erum svolítið hrædd um að það sé að aukast og það sýnir sig bæði hér og annars staðar. Mjög mikið af því fólki sem kemur hingað vegna hjónabandserfiðleika er að eiga við ofbeldisvanda,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. „Það er ekki endilega það fólk sem er að tilkynna ofbeldið til lögreglunnar sem kemur til okkar,“ segir Guðrún. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju tekur undir þetta. „Það er mjög algengt, það kvartar ekki endilega yfir að það sé ofbeldi en það lýsir hegðun sem er klárlega ofbeldi og oft er mikill munur á upplifun fólks á ákveðinni hegðun í sambandi.“ Arna segir að viss hegðun einkenni þá sem beita ofbeldi. „Mörg þeirra sem beita aðrar manneskjur ofbeldi eru oft gríðarlega kvíðið og óöruggt fólk sem finnst það þurfa að hafa fulla stjórn á öllum aðstæðum alltaf og setja alla inn í þann ramma,“ segir Arna. Guðrún segir að enn þá gefi hún fleiri saman en komi í ráðgjöf vegna hugsanlegs skilnaðar þrátt fyrir að margir hafi frestað hjónavígslum vegna faraldursins. „Mörg halda uppá hann og gifta sig en ætla síðan að halda blessunarathöfn næsta ár og stóra veislu.“ Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Tengdar fréttir Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29 Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00 Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og oftar en áður virðist ástæða skilnaðar andlegt eða líkamlegt ofbeldi að sögn sóknarpresta. Heimilisofbeldismálum þar sem lögregla er kölluð til fjölgaði um 15 prósent milli ára. Á fyrstu átta mánum ársins fjölgaði þeim sem sóttu um skilnað hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu samanborið við síðustu ár. Svipuð þróun hefur komið fram í öðrum löndum og er hún þá rakin til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Það sama á við um heimilisofbeldi en ekki hafa fleiri tilfelli þess verið tilkynnt í einum mánuði en í maí síðan árið 2015. Frá janúar til ágúst eru tilfellin 609 á öllu landinu en voru á sama tíma í fyrra 518 og 555 árið 2018. Sóknarprestar segjast finna fyrir þessari breytingu. Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Vísir/HÞ „Við erum svolítið hrædd um að það sé að aukast og það sýnir sig bæði hér og annars staðar. Mjög mikið af því fólki sem kemur hingað vegna hjónabandserfiðleika er að eiga við ofbeldisvanda,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. „Það er ekki endilega það fólk sem er að tilkynna ofbeldið til lögreglunnar sem kemur til okkar,“ segir Guðrún. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju tekur undir þetta. „Það er mjög algengt, það kvartar ekki endilega yfir að það sé ofbeldi en það lýsir hegðun sem er klárlega ofbeldi og oft er mikill munur á upplifun fólks á ákveðinni hegðun í sambandi.“ Arna segir að viss hegðun einkenni þá sem beita ofbeldi. „Mörg þeirra sem beita aðrar manneskjur ofbeldi eru oft gríðarlega kvíðið og óöruggt fólk sem finnst það þurfa að hafa fulla stjórn á öllum aðstæðum alltaf og setja alla inn í þann ramma,“ segir Arna. Guðrún segir að enn þá gefi hún fleiri saman en komi í ráðgjöf vegna hugsanlegs skilnaðar þrátt fyrir að margir hafi frestað hjónavígslum vegna faraldursins. „Mörg halda uppá hann og gifta sig en ætla síðan að halda blessunarathöfn næsta ár og stóra veislu.“
Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Tengdar fréttir Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29 Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00 Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29
Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00
Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00