Minnst 500 þyrftu að mega koma saman svo menningarlíf blómstri á ný Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2020 20:00 Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Tvö hundruð mega koma saman frá og með morgundeginum og nálægðartakmörk verða miðuð við einn metra. Þjóðleikhússtjóri segir að til að menningarlífið fari að blómstra á ný þurfi 500 manns að mega koma saman. Auglýsing heilbrigðisráðherra um rýmri samkomutakmarkanir tekur gildi á miðnætti. Þá mega tvö hundruð koma saman. Tveggja metra reglan verður afnumin og í staðinn verða fjarlægðartakmörk miðuð við einn metra. Strandar á eins metra reglunni Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands segir rýmri samkomutakmarkanir auðvelda skólahald að því leyti að hægt verður að opna á milli rýma. Málin strandi þó á eins metra reglunni, en ekki sé hægt að útfæra skólahald að fullu í staðnámi vegna hennar. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG.STÖÐ2 Þjóðleikhússjóri segir rýmkunina jákvætt skref. Nú verður hægt að setja á svið sýningar í minni sölum leikhússins. 200 manna takmark geri leikhúsinu þó ekki kleift að sýna á stóra sviðinu. „Til að hægt sé að draga tjöldin frá hér á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þurfa hátt í 500 manns að mega koma saman,“ „Um leið og það er komið þá getum við byrjað að sýna Kardimommubæinn, Framúrskarandi vinkonu og þessar stóru sýningar og þá fyrst verður menningarlífið komið af stað af fullum krafti,“ sagði Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Hlakkar til að draga tjöldin frá Aðspurður hvað sé því til fyrirstöðu að taka annað hvert sæti úr umferð og leyfa 200 manns í stóra salinn sem að jafnaði tekur rúmlega 500 manns - segir hann það meðal annars stranda á kostnaði. „Þessar stóru sýningar eru auðvitað kostnaðarsamar á hverju kvöldi þannig það þarf bara ákveðinn fjölda til að standa undir kostnaði við hvert sýningarkvöld,“ sagði Magnús Geir. „Mín trú og minn skilningur á samtölum við aðra í menningargeiranum er sá að það þurfi að fara með markið upp í svona 500 manns og helst að nándarreglan verði valkvæð til þess að menningarlífið fari af stað af fullum krafti.“ Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælinga. Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00 Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30 Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. 4. september 2020 11:19 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Tvö hundruð mega koma saman frá og með morgundeginum og nálægðartakmörk verða miðuð við einn metra. Þjóðleikhússtjóri segir að til að menningarlífið fari að blómstra á ný þurfi 500 manns að mega koma saman. Auglýsing heilbrigðisráðherra um rýmri samkomutakmarkanir tekur gildi á miðnætti. Þá mega tvö hundruð koma saman. Tveggja metra reglan verður afnumin og í staðinn verða fjarlægðartakmörk miðuð við einn metra. Strandar á eins metra reglunni Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands segir rýmri samkomutakmarkanir auðvelda skólahald að því leyti að hægt verður að opna á milli rýma. Málin strandi þó á eins metra reglunni, en ekki sé hægt að útfæra skólahald að fullu í staðnámi vegna hennar. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG.STÖÐ2 Þjóðleikhússjóri segir rýmkunina jákvætt skref. Nú verður hægt að setja á svið sýningar í minni sölum leikhússins. 200 manna takmark geri leikhúsinu þó ekki kleift að sýna á stóra sviðinu. „Til að hægt sé að draga tjöldin frá hér á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þurfa hátt í 500 manns að mega koma saman,“ „Um leið og það er komið þá getum við byrjað að sýna Kardimommubæinn, Framúrskarandi vinkonu og þessar stóru sýningar og þá fyrst verður menningarlífið komið af stað af fullum krafti,“ sagði Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Hlakkar til að draga tjöldin frá Aðspurður hvað sé því til fyrirstöðu að taka annað hvert sæti úr umferð og leyfa 200 manns í stóra salinn sem að jafnaði tekur rúmlega 500 manns - segir hann það meðal annars stranda á kostnaði. „Þessar stóru sýningar eru auðvitað kostnaðarsamar á hverju kvöldi þannig það þarf bara ákveðinn fjölda til að standa undir kostnaði við hvert sýningarkvöld,“ sagði Magnús Geir. „Mín trú og minn skilningur á samtölum við aðra í menningargeiranum er sá að það þurfi að fara með markið upp í svona 500 manns og helst að nándarreglan verði valkvæð til þess að menningarlífið fari af stað af fullum krafti.“ Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælinga.
Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00 Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30 Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. 4. september 2020 11:19 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00
Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30
Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. 4. september 2020 11:19