Minnst 500 þyrftu að mega koma saman svo menningarlíf blómstri á ný Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2020 20:00 Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Tvö hundruð mega koma saman frá og með morgundeginum og nálægðartakmörk verða miðuð við einn metra. Þjóðleikhússtjóri segir að til að menningarlífið fari að blómstra á ný þurfi 500 manns að mega koma saman. Auglýsing heilbrigðisráðherra um rýmri samkomutakmarkanir tekur gildi á miðnætti. Þá mega tvö hundruð koma saman. Tveggja metra reglan verður afnumin og í staðinn verða fjarlægðartakmörk miðuð við einn metra. Strandar á eins metra reglunni Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands segir rýmri samkomutakmarkanir auðvelda skólahald að því leyti að hægt verður að opna á milli rýma. Málin strandi þó á eins metra reglunni, en ekki sé hægt að útfæra skólahald að fullu í staðnámi vegna hennar. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG.STÖÐ2 Þjóðleikhússjóri segir rýmkunina jákvætt skref. Nú verður hægt að setja á svið sýningar í minni sölum leikhússins. 200 manna takmark geri leikhúsinu þó ekki kleift að sýna á stóra sviðinu. „Til að hægt sé að draga tjöldin frá hér á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þurfa hátt í 500 manns að mega koma saman,“ „Um leið og það er komið þá getum við byrjað að sýna Kardimommubæinn, Framúrskarandi vinkonu og þessar stóru sýningar og þá fyrst verður menningarlífið komið af stað af fullum krafti,“ sagði Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Hlakkar til að draga tjöldin frá Aðspurður hvað sé því til fyrirstöðu að taka annað hvert sæti úr umferð og leyfa 200 manns í stóra salinn sem að jafnaði tekur rúmlega 500 manns - segir hann það meðal annars stranda á kostnaði. „Þessar stóru sýningar eru auðvitað kostnaðarsamar á hverju kvöldi þannig það þarf bara ákveðinn fjölda til að standa undir kostnaði við hvert sýningarkvöld,“ sagði Magnús Geir. „Mín trú og minn skilningur á samtölum við aðra í menningargeiranum er sá að það þurfi að fara með markið upp í svona 500 manns og helst að nándarreglan verði valkvæð til þess að menningarlífið fari af stað af fullum krafti.“ Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælinga. Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00 Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30 Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. 4. september 2020 11:19 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vakt frá 22. desember Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira
Tvö hundruð mega koma saman frá og með morgundeginum og nálægðartakmörk verða miðuð við einn metra. Þjóðleikhússtjóri segir að til að menningarlífið fari að blómstra á ný þurfi 500 manns að mega koma saman. Auglýsing heilbrigðisráðherra um rýmri samkomutakmarkanir tekur gildi á miðnætti. Þá mega tvö hundruð koma saman. Tveggja metra reglan verður afnumin og í staðinn verða fjarlægðartakmörk miðuð við einn metra. Strandar á eins metra reglunni Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands segir rýmri samkomutakmarkanir auðvelda skólahald að því leyti að hægt verður að opna á milli rýma. Málin strandi þó á eins metra reglunni, en ekki sé hægt að útfæra skólahald að fullu í staðnámi vegna hennar. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG.STÖÐ2 Þjóðleikhússjóri segir rýmkunina jákvætt skref. Nú verður hægt að setja á svið sýningar í minni sölum leikhússins. 200 manna takmark geri leikhúsinu þó ekki kleift að sýna á stóra sviðinu. „Til að hægt sé að draga tjöldin frá hér á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þurfa hátt í 500 manns að mega koma saman,“ „Um leið og það er komið þá getum við byrjað að sýna Kardimommubæinn, Framúrskarandi vinkonu og þessar stóru sýningar og þá fyrst verður menningarlífið komið af stað af fullum krafti,“ sagði Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Hlakkar til að draga tjöldin frá Aðspurður hvað sé því til fyrirstöðu að taka annað hvert sæti úr umferð og leyfa 200 manns í stóra salinn sem að jafnaði tekur rúmlega 500 manns - segir hann það meðal annars stranda á kostnaði. „Þessar stóru sýningar eru auðvitað kostnaðarsamar á hverju kvöldi þannig það þarf bara ákveðinn fjölda til að standa undir kostnaði við hvert sýningarkvöld,“ sagði Magnús Geir. „Mín trú og minn skilningur á samtölum við aðra í menningargeiranum er sá að það þurfi að fara með markið upp í svona 500 manns og helst að nándarreglan verði valkvæð til þess að menningarlífið fari af stað af fullum krafti.“ Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælinga.
Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00 Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30 Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. 4. september 2020 11:19 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vakt frá 22. desember Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira
Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00
Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30
Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. 4. september 2020 11:19