Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu slapp með skrekkinn í upphafi leiks á móti Englandi á Laugardalsvellinum í dag.
Harry Kane hélt að hann hefði komið enska landsliðinu í 1-0 á Laugardalsvellinum strax á sjöttu mínútu leiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Flestir eru hins vegar á því að þetta hafi verið rangur dómur hjá serbneska aðstoðardómaranum og að íslenska liðið hafi sloppið þarna við sannkallaða martraðarbyrjun.
Harry Kane kom boltanum í markið á fjærstöng eftir fyrirgjöf Raheem Sterling frá vinstri og eins og sjá má hér á myndbandinu hér fyrir neðan þá átti markið líklega að standa.
Það er engin Varsjá í gangi á þessum leik og því gátu myndbandadómararnir ekki komið þeim ensku til bjargar í þessu atviki.