Íslenski boltinn

Þróttur Vogum og Njarðvík halda í við toppliðin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hermann Hreiðarsson er þjálfari Þróttar V.
Hermann Hreiðarsson er þjálfari Þróttar V. mynd/þróttur v

Tveir leikir fóru fram í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Þar unnu Þróttur Vogum og Njarðvík góða sigra. Með því halda þau í skottið á topplið deildarinnar.

Þróttur Vogum vann öruggan 3-0 sigur á botnliði Völsungs á heimavelli í dag. Leikskýrslan er ekki búin að skila sér inn á vef Knattspyrnusamband Íslands og því enn óvíst hverjir skoruðu mörkin.

Þróttur V. er í 3. sæti með 25 stig, þremur stigum á eftir toppliði Kórdrengja og Selfoss sem eiga þó leik til góða. Völsungur er sem fyrr á botni deildarinnar með sjö stig.

Þá vann Njarðvík frábæran útisigur með KF á Siglufirði. Lokatölur þar 4-2 gestunum í vil. Ivan Prskalo, Bergþór Ingi Smárason, Bessi Jóhannsson og Kenneth Hogg skoruðu mörk Njarðvíkur á meðan Oumar Diouck og Sævar Gylfason skoruðu mörk heimamanna.

Njarðvík er í 5. sæti með 24 stig á meðan KF er sæti neðar með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×