Vill ekki draga of víðtækar ályktanir af tilraun Rússa með bóluefni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. september 2020 12:56 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. Allir þátttakendur í frumtilraun bóluefnis sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn kórónuveirunni án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í breska læknatímaritinu Lancet. Í úrtakinu voru 76 manns. Fylgst með þeim í fjörutíu daga og höfðu flestir myndað mótefni við veirunni innan þriggja virkna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir varhugavert að draga ályktanir af tilrauninni á þessu stigi. „Þessar rannsóknir eru ekki komnar mjög langt. Þetta eru nokkrir einstaklingar. Allt of fáir einstaklingar til að hægt sé að draga nokkra ályktun af slíkri rannsókn. Það verður að rannsaka þúsundir og tugi þúsunda einsaklinga áður en maður fer að leggja mark á niðurstöðunar, en þetta kannski er ágætis byrjun,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Rannsaka þurfi stóra hópa svo hægt sé að taka mark á niðurstöðum. „Það þarf að rannsaka mjög stóra hópa til þess að hægt sé að leggja mark á það, þannig maður er ekkert að velta sér upp úr þessu umfram rannsókn á öðrum bóluefnum núna. Það eru fullt af öðrum bóluefnum á svipuðum stað,“ sagði Þórólfur. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40 þúsund þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefni fyrir lok árs. Búast ekki við bólusetningum fyrr en á næsta ári Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar segjast ekki búast við bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. „Ég held að menn þurfi bara að sjá hverju fram vindur. Við eigum eftir að fá niðurstöður úr þessum rannsóknum. Það getur vel verið að stórar rannsóknir sýni að bóluefni virki ekki alveg eins vel og menn héldu eða að það komi fram alvarleg aukaverkun og þá dettur það bara upp fyrir sig, þá er ekkert meira gert.“ „Þannig það er langt í það að maður geti sagt eitthvað endanlegt. En auðvitað lofar þetta góðu að menn skuli vera komnir svona langt. Það er bara mjög ánægjulegt,“ sagði Þórólfur. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. 88 eru í einangrun og fækkar þeim um átta á milli daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. Allir þátttakendur í frumtilraun bóluefnis sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn kórónuveirunni án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í breska læknatímaritinu Lancet. Í úrtakinu voru 76 manns. Fylgst með þeim í fjörutíu daga og höfðu flestir myndað mótefni við veirunni innan þriggja virkna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir varhugavert að draga ályktanir af tilrauninni á þessu stigi. „Þessar rannsóknir eru ekki komnar mjög langt. Þetta eru nokkrir einstaklingar. Allt of fáir einstaklingar til að hægt sé að draga nokkra ályktun af slíkri rannsókn. Það verður að rannsaka þúsundir og tugi þúsunda einsaklinga áður en maður fer að leggja mark á niðurstöðunar, en þetta kannski er ágætis byrjun,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Rannsaka þurfi stóra hópa svo hægt sé að taka mark á niðurstöðum. „Það þarf að rannsaka mjög stóra hópa til þess að hægt sé að leggja mark á það, þannig maður er ekkert að velta sér upp úr þessu umfram rannsókn á öðrum bóluefnum núna. Það eru fullt af öðrum bóluefnum á svipuðum stað,“ sagði Þórólfur. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40 þúsund þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefni fyrir lok árs. Búast ekki við bólusetningum fyrr en á næsta ári Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar segjast ekki búast við bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. „Ég held að menn þurfi bara að sjá hverju fram vindur. Við eigum eftir að fá niðurstöður úr þessum rannsóknum. Það getur vel verið að stórar rannsóknir sýni að bóluefni virki ekki alveg eins vel og menn héldu eða að það komi fram alvarleg aukaverkun og þá dettur það bara upp fyrir sig, þá er ekkert meira gert.“ „Þannig það er langt í það að maður geti sagt eitthvað endanlegt. En auðvitað lofar þetta góðu að menn skuli vera komnir svona langt. Það er bara mjög ánægjulegt,“ sagði Þórólfur. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. 88 eru í einangrun og fækkar þeim um átta á milli daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13