Holland vann Pólland | Noregur tapaði heima | Öll úrslit kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 20:50 Steven Bergwijn fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Eric Verhoeven/Getty Images Öllum átta leikjum Þjóðadeildarinnar í kvöld er nú lokið. Holland vann góðan 1-0 sigur á Póllandi og Noregur tapaði 1-2 gegn Austurríki á heimavelli. Í riðli 1 í A-deild voru tveir áhugaverðir leikir í kvöld. Steven Bergwijn, leikmaður Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, tryggði Hollendingum 1-0 sigur með góðu marki þegar hann stýrði fyrirgjöf Hans Hateboer í netið eftir rúman klukkutíma leik. Var þetta hans fyrsta landsliðsmark. Fleiri urðu mörkin ekki og Hollendingar tóku því stigin þrjú. Þá gerðu Ítalía jafntefli við Bosníu og Hersegóvínu, lokatölur 1-1. Staðan var markalaus að loknum fyrri hálfleik en Edin Džeko, leikmaður Roma á Ítalíu, kom gestunum yfir á 57. mínútu leiksins. Tíu mínútum síðar jafnaði Stefano Sensi metin fyrir Ítalíu og þar við sat. Í riðli 1 í B-deild töpuðu lærisveinar Lars Lagerback 2-1 fyrir Austurríki á heimavelli. Michael Gregoritsch kom gestunum yfir þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Marcel Sabitzer tvöfaldaði forystu þeirra eftir rúman tíu mínútna leik í síðari hálfleik og róðurinn því orðinn þungur fyrir norska liðið. Erling Braut Håland minnkaði muninn á 66. mínútu nær komust heimamenn ekki. Lokatölur því 2-1 fyrir Austurríki sem var án síns besta leikmanns, David Alaba. Í hinum leik riðilsins gerðu Rúmenía og Norður-Írland 1-1 jafntefli. Önnur úrslit Skotland 1-1 ÍsraelSlóvakía 1-3 TékklandLitáen 0-2 KasakstanHvíta-Rússland 0-2 Albanía Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Öllum átta leikjum Þjóðadeildarinnar í kvöld er nú lokið. Holland vann góðan 1-0 sigur á Póllandi og Noregur tapaði 1-2 gegn Austurríki á heimavelli. Í riðli 1 í A-deild voru tveir áhugaverðir leikir í kvöld. Steven Bergwijn, leikmaður Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, tryggði Hollendingum 1-0 sigur með góðu marki þegar hann stýrði fyrirgjöf Hans Hateboer í netið eftir rúman klukkutíma leik. Var þetta hans fyrsta landsliðsmark. Fleiri urðu mörkin ekki og Hollendingar tóku því stigin þrjú. Þá gerðu Ítalía jafntefli við Bosníu og Hersegóvínu, lokatölur 1-1. Staðan var markalaus að loknum fyrri hálfleik en Edin Džeko, leikmaður Roma á Ítalíu, kom gestunum yfir á 57. mínútu leiksins. Tíu mínútum síðar jafnaði Stefano Sensi metin fyrir Ítalíu og þar við sat. Í riðli 1 í B-deild töpuðu lærisveinar Lars Lagerback 2-1 fyrir Austurríki á heimavelli. Michael Gregoritsch kom gestunum yfir þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Marcel Sabitzer tvöfaldaði forystu þeirra eftir rúman tíu mínútna leik í síðari hálfleik og róðurinn því orðinn þungur fyrir norska liðið. Erling Braut Håland minnkaði muninn á 66. mínútu nær komust heimamenn ekki. Lokatölur því 2-1 fyrir Austurríki sem var án síns besta leikmanns, David Alaba. Í hinum leik riðilsins gerðu Rúmenía og Norður-Írland 1-1 jafntefli. Önnur úrslit Skotland 1-1 ÍsraelSlóvakía 1-3 TékklandLitáen 0-2 KasakstanHvíta-Rússland 0-2 Albanía
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira