109 þúsund fjár slátrað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. september 2020 19:35 Haustslátrun hófst hjá Sláturfélagi á Suðurland í morgun þegar um átta hundruð lömbum var slátrað. Engir atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi koma í sláturtíðina eins og undan farin ár vegna kórónuveirunnar. Sláturfélag Suðurlands reiknar með að slátra um 109 þúsund fjár þetta haustið en sláturtíðin mun standa yfir í tvo mánuði. Um 160 starfsmenn hafa verið ráðnir til að vinna í sláturtíðinni, sem tekur um tvo mánuði. „Við mönnum sláturtíðina bæði með fólki, sem er búsett hér á Íslandi og erlendis frá. Það leit ekkert vel út á köflum að ráða í öll þessi störf, en það hefur ræst vel úr því, við erum búin að fá nóg af fólki alla vega. Útlendingarnir eru ekki komnir til starfa enn þá, þeir eru þó komnir til landsins en þeir þurfa að fara í seinni sýnatöku í dag og á morgun og koma væntanlega til vinnu á mánudag,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi hafa síðustu ár komið sérstaklega til landsins til að vinna við sláturtíðina en þeir koma ekki í ár vegna kórónuveirunnar. Benedikt segir að sláturhúsið sé lokað öllum nema starfsfólki og bændur fá ekki að fylgja fé sínu til slátrunar eins og alltaf hefur verið leyft. En hvað með afurðaverð til bænda, af hverju er það ekki komið? „Það er bara erfitt að ákveða það þegar markaðir eru eins og þeir eru en það fer að koma.“ Benedikt segir að sláturtíðin sé alltaf einn af skemmtilegustu tímunum hjá Sláturfélaginu. „Já, það er bara spenningur og tilhlökkun með góða tíð, sem vonandi verður, vonandi að veðrið verði líka gott alla tíðina,“ segir Benedikt. Um 109 þúsund fjár verður slátrað í sláturhúsinu á Selfossi á næstu tveimur mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Árborg Réttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Fleiri fréttir Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Sjá meira
Haustslátrun hófst hjá Sláturfélagi á Suðurland í morgun þegar um átta hundruð lömbum var slátrað. Engir atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi koma í sláturtíðina eins og undan farin ár vegna kórónuveirunnar. Sláturfélag Suðurlands reiknar með að slátra um 109 þúsund fjár þetta haustið en sláturtíðin mun standa yfir í tvo mánuði. Um 160 starfsmenn hafa verið ráðnir til að vinna í sláturtíðinni, sem tekur um tvo mánuði. „Við mönnum sláturtíðina bæði með fólki, sem er búsett hér á Íslandi og erlendis frá. Það leit ekkert vel út á köflum að ráða í öll þessi störf, en það hefur ræst vel úr því, við erum búin að fá nóg af fólki alla vega. Útlendingarnir eru ekki komnir til starfa enn þá, þeir eru þó komnir til landsins en þeir þurfa að fara í seinni sýnatöku í dag og á morgun og koma væntanlega til vinnu á mánudag,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi hafa síðustu ár komið sérstaklega til landsins til að vinna við sláturtíðina en þeir koma ekki í ár vegna kórónuveirunnar. Benedikt segir að sláturhúsið sé lokað öllum nema starfsfólki og bændur fá ekki að fylgja fé sínu til slátrunar eins og alltaf hefur verið leyft. En hvað með afurðaverð til bænda, af hverju er það ekki komið? „Það er bara erfitt að ákveða það þegar markaðir eru eins og þeir eru en það fer að koma.“ Benedikt segir að sláturtíðin sé alltaf einn af skemmtilegustu tímunum hjá Sláturfélaginu. „Já, það er bara spenningur og tilhlökkun með góða tíð, sem vonandi verður, vonandi að veðrið verði líka gott alla tíðina,“ segir Benedikt. Um 109 þúsund fjár verður slátrað í sláturhúsinu á Selfossi á næstu tveimur mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Árborg Réttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Fleiri fréttir Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Sjá meira