Fyrsta haustlægðin: Hafa séð það svartara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2020 19:30 Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu kíkti á aðstæður ásamt syni sínum eftir ofankomuna sem fylgdi lægðinni. Vísir/Tryggvi Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða. Appelsínugul veðurviðvörun var í gildi í nótt á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Varað hafði verið við því að sauðfé gæti lent í vandræðum vegna ofankomu Bændur á svæðinu höfðu áhyggjur af snjókoma í 300-400 metrum yfir sjávarmáli eins og til dæmis í Þeistareykjafrétt, þar sem tíu sentimetra snjólag lá á jörðinni eftir nóttina. Veðrið þar virðist hins vegar ekki hafa verið jafn slæmt og verstu spár gerðu ráð fyrir. „Við vorum orðnir smeykir í gær þegar það var kominn appelsínugul viðvörun og óvissustig almannavarna. Bæði held ég að það hafi orðið hlýrra en var og minni vindur þannig að þetta slapp til,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu sem kíkti á stöðu mála eftir nóttina ásamt fréttamanni og syni sínum, Arnari Inga, í dag. Þeistareykjaafréttin er í 400 metra hæð og þar var alhvít jörð í dag. Íslenska kindin lætur ekki smá hausthret hrella sig.Vísir/Tryggvi. „Þetta er hefur sloppið til. Við erum hérna í svona 400 metra hæð og það hefur gránað og sett niður örlítinn snjó en þetta fer nú þegar líður á daginn. Við sjáum það að féð er ekkert farið að hópast hér að heldur hefur það bara haft frið í skjól.“ Þannig að þið hafið séð það svartara? „Já, við höfum séð það miklu svartara en þetta. Ef veðrið hefði ekki komið 2012 þá hefðu menn sennilega ekkert verið að kippa sér upp við þetta,“ segir Sæþór. Þarna vísar Sæþór í aftakaveður sem gerði árið 2012 á svæðinu, með þeim afleiðingum að þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi. Það er ólíku saman að jafna og nú, þó að óneitanlega sé það kuldalegt að sjá kindurnar á beit í snjónum. „Það er hrakið náttúrúlega blautt og því líður ekkert vel. Það er alltaf slæmt að fá svona hret en í sjálfu sér er sauðkindin alveg magnað fyrirbæri og með góða ull og það fer að létta til og birta þegar líða fer á daginn. Ég held að þetta verði allt í fínalagi.“ Landbúnaður Veður Þingeyjarsveit Dýr Tengdar fréttir Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða. Appelsínugul veðurviðvörun var í gildi í nótt á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Varað hafði verið við því að sauðfé gæti lent í vandræðum vegna ofankomu Bændur á svæðinu höfðu áhyggjur af snjókoma í 300-400 metrum yfir sjávarmáli eins og til dæmis í Þeistareykjafrétt, þar sem tíu sentimetra snjólag lá á jörðinni eftir nóttina. Veðrið þar virðist hins vegar ekki hafa verið jafn slæmt og verstu spár gerðu ráð fyrir. „Við vorum orðnir smeykir í gær þegar það var kominn appelsínugul viðvörun og óvissustig almannavarna. Bæði held ég að það hafi orðið hlýrra en var og minni vindur þannig að þetta slapp til,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu sem kíkti á stöðu mála eftir nóttina ásamt fréttamanni og syni sínum, Arnari Inga, í dag. Þeistareykjaafréttin er í 400 metra hæð og þar var alhvít jörð í dag. Íslenska kindin lætur ekki smá hausthret hrella sig.Vísir/Tryggvi. „Þetta er hefur sloppið til. Við erum hérna í svona 400 metra hæð og það hefur gránað og sett niður örlítinn snjó en þetta fer nú þegar líður á daginn. Við sjáum það að féð er ekkert farið að hópast hér að heldur hefur það bara haft frið í skjól.“ Þannig að þið hafið séð það svartara? „Já, við höfum séð það miklu svartara en þetta. Ef veðrið hefði ekki komið 2012 þá hefðu menn sennilega ekkert verið að kippa sér upp við þetta,“ segir Sæþór. Þarna vísar Sæþór í aftakaveður sem gerði árið 2012 á svæðinu, með þeim afleiðingum að þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi. Það er ólíku saman að jafna og nú, þó að óneitanlega sé það kuldalegt að sjá kindurnar á beit í snjónum. „Það er hrakið náttúrúlega blautt og því líður ekkert vel. Það er alltaf slæmt að fá svona hret en í sjálfu sér er sauðkindin alveg magnað fyrirbæri og með góða ull og það fer að létta til og birta þegar líða fer á daginn. Ég held að þetta verði allt í fínalagi.“
Landbúnaður Veður Þingeyjarsveit Dýr Tengdar fréttir Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14
Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19