Botnlanginn fjarlægður úr Víði Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2020 18:01 Víðir lét ekki verki sem hann byrjaði að finna fyrir stöðva sig í að njóta þess að vera í fríi í síðustu viku. Einkennin fóru hins vegar versnandi og endaði hann á að gangast undir uppskurð á mánudag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, gekkst undir botnlangauppskurð á mánudag eftir að einkenni í kviðarholi sem hann byrjaði að finna fyrir í hálendisferð í síðustu viku fóru versnandi. Líðan hans er góð og býst hann við að koma aftur til starfa í næstu eða þarnæstu viku. Fyrstu einkennin gerðu vart við sig þegar Víðir var staddur upp á hálendi í fríi í síðustu viku. Hann var grunlaus um að verkurinn í kviðarholinu væri botnlangabólga og kláraði ferðina. „Svo fór ég til læknis um helgina og þetta ágerðist. Það endaði með að ég var skorinn núna á mánudaginn og tekinn úr mér botnlanginn, stokkbólginn,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann er nú heima að jafna sig eftir aðgerðina en segist hafa það gott. Honum hafi verið ráðlagt að hvíla sig í sjö til fjórtán daga og býst við að koma aftur til starfa í lok næstu viku eða byrjun þarnæstu. Mikið hefur mætt á Víði í kórónuveirufaraldrinum þar sem hann hefur að miklu leyti verið andlit aðgerða stjórnvalda ásamt sóttvarna- og landlækni. Hann tengir botnlangakastið nú ekki við álag síðustu mánaða. „Ég held að þetta sé nú bara tilviljun. Ég veit ekki til þess að þetta tengist neinu álagi svona botnlangabólga. Ég held að þetta sé eitthvað annað,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, gekkst undir botnlangauppskurð á mánudag eftir að einkenni í kviðarholi sem hann byrjaði að finna fyrir í hálendisferð í síðustu viku fóru versnandi. Líðan hans er góð og býst hann við að koma aftur til starfa í næstu eða þarnæstu viku. Fyrstu einkennin gerðu vart við sig þegar Víðir var staddur upp á hálendi í fríi í síðustu viku. Hann var grunlaus um að verkurinn í kviðarholinu væri botnlangabólga og kláraði ferðina. „Svo fór ég til læknis um helgina og þetta ágerðist. Það endaði með að ég var skorinn núna á mánudaginn og tekinn úr mér botnlanginn, stokkbólginn,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann er nú heima að jafna sig eftir aðgerðina en segist hafa það gott. Honum hafi verið ráðlagt að hvíla sig í sjö til fjórtán daga og býst við að koma aftur til starfa í lok næstu viku eða byrjun þarnæstu. Mikið hefur mætt á Víði í kórónuveirufaraldrinum þar sem hann hefur að miklu leyti verið andlit aðgerða stjórnvalda ásamt sóttvarna- og landlækni. Hann tengir botnlangakastið nú ekki við álag síðustu mánaða. „Ég held að þetta sé nú bara tilviljun. Ég veit ekki til þess að þetta tengist neinu álagi svona botnlangabólga. Ég held að þetta sé eitthvað annað,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira