Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 14:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. Þá verði tveggja metra reglan eins og hún er núna afnumin og í stað þess verði nálægðarmörk miðuð við einn metra. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur leggur einnig til að leyfilegur fjöldi gesta í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði 75 prósent af hámarksfjölda í stað 50 prósent eins og nú er. Þá verði íþróttaleikir með snertingu áfram leyfðir með 200 manna hólfaskiptingu og eins metra reglu, auk þess sem sviðslistasýningar verði leyfðar með að hámarki 200 áhorfendum og eins metra reglu. Engin breyting verði hins vegar á opnunartíma skemmtistaða en Þórólfur leggur áfram til að þeir verði opnir til ellefu á kvöldin, líkt og verið hefur undanfarna mánuði. Einn metri ásættanlegur Eins metra reglan, sem nú er aðeins í gildi í skólum landsins, mun að mati Þórólfs liðka til við ýmislegt í samfélaginu. Þá segir hann að niðurstöður úr rannsóknum sem berist nú sýni að eins metra fjarlægð milli manna minnki líkur á smiti fimmfalt. Það telur Þórólfur ásættanlegt. Grímuskylda verður óbreytt frá því sem verið hefur, utan þess að nú miðast fjarlægðarmörk við einn en ekki tvo metra. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að breytingarnar taki gildi mánudaginn 7. september. Það er nokkuð fyrr en áætlað var en núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra um sóttvarnaraðgerðir átti að gilda til 10. september. Þórólfur telur jafnvel von á að nýja auglýsing ráðherra verði birt strax í dag. Þá gerir Þórólfur ráð fyrir að nýju aðgerðirnar verði endurskoðaðar tveimur til þremur vikum eftir að þær taka gildi á mánudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. 3. september 2020 09:48 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. Þá verði tveggja metra reglan eins og hún er núna afnumin og í stað þess verði nálægðarmörk miðuð við einn metra. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur leggur einnig til að leyfilegur fjöldi gesta í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði 75 prósent af hámarksfjölda í stað 50 prósent eins og nú er. Þá verði íþróttaleikir með snertingu áfram leyfðir með 200 manna hólfaskiptingu og eins metra reglu, auk þess sem sviðslistasýningar verði leyfðar með að hámarki 200 áhorfendum og eins metra reglu. Engin breyting verði hins vegar á opnunartíma skemmtistaða en Þórólfur leggur áfram til að þeir verði opnir til ellefu á kvöldin, líkt og verið hefur undanfarna mánuði. Einn metri ásættanlegur Eins metra reglan, sem nú er aðeins í gildi í skólum landsins, mun að mati Þórólfs liðka til við ýmislegt í samfélaginu. Þá segir hann að niðurstöður úr rannsóknum sem berist nú sýni að eins metra fjarlægð milli manna minnki líkur á smiti fimmfalt. Það telur Þórólfur ásættanlegt. Grímuskylda verður óbreytt frá því sem verið hefur, utan þess að nú miðast fjarlægðarmörk við einn en ekki tvo metra. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að breytingarnar taki gildi mánudaginn 7. september. Það er nokkuð fyrr en áætlað var en núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra um sóttvarnaraðgerðir átti að gilda til 10. september. Þórólfur telur jafnvel von á að nýja auglýsing ráðherra verði birt strax í dag. Þá gerir Þórólfur ráð fyrir að nýju aðgerðirnar verði endurskoðaðar tveimur til þremur vikum eftir að þær taka gildi á mánudag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. 3. september 2020 09:48 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07
Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. 3. september 2020 09:48
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32