Samkeppnin harðnar gríðarlega hjá Gylfa á næstu dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 17:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu í æfingaleik á móti Blackpool á dögunum. Getty/Nathan Stirk Gylfi Þór Sigurðsson valdi það að æfa með Everton í stað þess að koma til móts við íslenska landsliðið og missir því að leikjunum við England og Belgíu. Gylfi þarf að sýna sig og sanna fyrir knattspyrnustjóranum Carli Ancelotti sem ætlar sér að dæla miðjumönnum inn í leikmannahópinn á næstunni. Það er því ljóst að samkeppnin á miðju Everton liðsins mun líta allt öðruvísi út eftir nokkra daga en hún var á síðustu leiktíð. Gylfi fékk mikið að spila undir stjórn Ancelotti á síðustu leiktíð en ítalski stjórinn færði Gylfa aftur á móti mun aftar á völlinn. Fabrizio Romano, sem er oftast á undan með fréttirnar, segir frá því að Everton sé að vinna að því að fá þrjá leikmenn á næstu dögum. Everton updates. #EFC- The board is planning medicals for Allan [done deal].- Last details completed and green light arrived from Real Madrid for James Rodriguez, confirmed and here-we-go! - Talks progressing with Watford to sign also Doucouré [personal terms agreed].— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2020 Paul Joyce hjá enska blaðinu The Times hefur líka heimildir fyrir því að þessir þrír miðjumenn séu á leiðinni á Goodison Park. Leikmennirnir sem um ræðir eru Abdoulaye Doucouré, sem kemur frá Watford, James Rodríguez sem kemur frá Real Madrid og Allan sem kemur frá Napoli á Ítalíu en þeir eru allir sagði kosta um tuttugu milljónir punda. Frakkinn Abdoulaye Doucouré er 27 ára gamall og hans besta staða er á miðri miðjunni þótt hann geti bæði spilað framar og aftar. Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er 29 ára gamall og spilar sem sóknarmiðjumaður. Hann getur spilað á vængnum en besta staða hans er í holunni. Brasilíumaðurinn Allan er 29 ára gamall og spilar á miðri miðjunni eða sem varnartengiliður. Everton would be willing to accept offers for Gylfi Sigurdsson, Theo Walcott, Bernard, Fabian Delph, Yannick Bolasie, Sandro Ramirez and Muhamed Besic. (Source: The Times)#EFC pic.twitter.com/sokSJVN93L— The Gwladys Street (@TheGwladysSt) September 3, 2020 Everton mun hlusta á tilboð í Gylfa sem hefur verið orðaður við bandarísku deildina. Það er því mikið undir hjá Gylfa í byrjun tímabilsins ætli hann að spila sig inn í hlutverk hjá Everton liðinu. Gylfi er ekki sá eini sem svitnar yfir þessum fréttum frá Paul Joyce. Theo Walcott, Fabian Delph og Bernard eru allir til sölu sem og þeir Mohamed Besic, Sandro Ramírez og Yannick Bolasie sem hafa verið lengi á leiðinni í burtu frá Everton. Carlo Ancelotti spilaði oftast með tvo miðjumenn í leikkerfinu 4-4-2 á síðustu leiktíð og áttu þeir báðir að halda stöðu. Ancelotti gæti skipt í 4-2-3-1 til að koma þriðja miðjumanninum inn en það er ljóst að það verða margir um hituna hjá Everton á komandi leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson valdi það að æfa með Everton í stað þess að koma til móts við íslenska landsliðið og missir því að leikjunum við England og Belgíu. Gylfi þarf að sýna sig og sanna fyrir knattspyrnustjóranum Carli Ancelotti sem ætlar sér að dæla miðjumönnum inn í leikmannahópinn á næstunni. Það er því ljóst að samkeppnin á miðju Everton liðsins mun líta allt öðruvísi út eftir nokkra daga en hún var á síðustu leiktíð. Gylfi fékk mikið að spila undir stjórn Ancelotti á síðustu leiktíð en ítalski stjórinn færði Gylfa aftur á móti mun aftar á völlinn. Fabrizio Romano, sem er oftast á undan með fréttirnar, segir frá því að Everton sé að vinna að því að fá þrjá leikmenn á næstu dögum. Everton updates. #EFC- The board is planning medicals for Allan [done deal].- Last details completed and green light arrived from Real Madrid for James Rodriguez, confirmed and here-we-go! - Talks progressing with Watford to sign also Doucouré [personal terms agreed].— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2020 Paul Joyce hjá enska blaðinu The Times hefur líka heimildir fyrir því að þessir þrír miðjumenn séu á leiðinni á Goodison Park. Leikmennirnir sem um ræðir eru Abdoulaye Doucouré, sem kemur frá Watford, James Rodríguez sem kemur frá Real Madrid og Allan sem kemur frá Napoli á Ítalíu en þeir eru allir sagði kosta um tuttugu milljónir punda. Frakkinn Abdoulaye Doucouré er 27 ára gamall og hans besta staða er á miðri miðjunni þótt hann geti bæði spilað framar og aftar. Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er 29 ára gamall og spilar sem sóknarmiðjumaður. Hann getur spilað á vængnum en besta staða hans er í holunni. Brasilíumaðurinn Allan er 29 ára gamall og spilar á miðri miðjunni eða sem varnartengiliður. Everton would be willing to accept offers for Gylfi Sigurdsson, Theo Walcott, Bernard, Fabian Delph, Yannick Bolasie, Sandro Ramirez and Muhamed Besic. (Source: The Times)#EFC pic.twitter.com/sokSJVN93L— The Gwladys Street (@TheGwladysSt) September 3, 2020 Everton mun hlusta á tilboð í Gylfa sem hefur verið orðaður við bandarísku deildina. Það er því mikið undir hjá Gylfa í byrjun tímabilsins ætli hann að spila sig inn í hlutverk hjá Everton liðinu. Gylfi er ekki sá eini sem svitnar yfir þessum fréttum frá Paul Joyce. Theo Walcott, Fabian Delph og Bernard eru allir til sölu sem og þeir Mohamed Besic, Sandro Ramírez og Yannick Bolasie sem hafa verið lengi á leiðinni í burtu frá Everton. Carlo Ancelotti spilaði oftast með tvo miðjumenn í leikkerfinu 4-4-2 á síðustu leiktíð og áttu þeir báðir að halda stöðu. Ancelotti gæti skipt í 4-2-3-1 til að koma þriðja miðjumanninum inn en það er ljóst að það verða margir um hituna hjá Everton á komandi leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira