Tvöfalt fleiri hringja í Hjálparsímann Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2020 13:56 Rauði krossinn hefur fjölgað sjálfboðaliðum úr tveimur í allt að tólf til að manna Hjálparsímann þessa dagana. Á tveimur vikum hefur símtölum í hjálparsímann 1717 fjölgað gífurlega. Í þessari viku voru símtölin tæplega fimm hundruð en fyrir tveimur vikum voru þau 250. „En vegna álags höfum við ekki náð að skrá öll símtölin niður þannig að þetta gæti verið hærri tala og við finnum að símtölunum fjölgar með hverjum degi,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Við finnum fyrir kvíða í fólki sem hringir inn og þetta eru allir aldurshópar, kannski svolítið meira af eldra fólki.“ Brynhildur segir hluta símtalanna koma til vegna álags á símanúmerið 1700. Margir séu með spurningar varðandi veiruna, sóttkví og ferðabann. Sjálfboðaliðar sem starfa við Hjálparsímann reyna að svara spurningum eftir bestu getu en að sjálfsögðu ekki spurningum sem varða heilsufar. „Fólk er áhyggjufullt og óöruggt. Margar spurningar sem við fengum í gær voru um hættusvæðin og fólk sem hefur verið að ferðast á þessum svæðum er í vafa hvort það eigi að fara í sóttkví eða ekki. Sumir þurfa bara að fá að tala við einhvern um þetta, velta þessu fyrir sér með öðrum og fá hughreystingu.“ Mikið álag frá ársbyrjun Venjulega eru tveir á vakt á Hjálparsímanum en síðustu daga eru 5-12 manns á vakt. Að mestu eru þetta sjálfboðaliðar en starfsmenn Rauða krossins hafa einnig verið færðir úr öðrum verkefnum til að manna símann. Frá því í ársbyrjun hefur símtölum fjölgað verulega miðað við sama tíma á síðasta ári. Það kemur ef til vill ekki á óvart miðað við það sem hefur gengið á; verkföll, vont veður og veira. Í febrúar hafði yfir 900 manns samband við Hjálparsímann, bæði í gegnum síma og netspjall. Flestir hafa samband vegna kvíða og þunglyndis. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvígs í febrúar. Á síðasta ári voru þau 53 en voru 70 í nýliðnum febrúarmánuði. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Á tveimur vikum hefur símtölum í hjálparsímann 1717 fjölgað gífurlega. Í þessari viku voru símtölin tæplega fimm hundruð en fyrir tveimur vikum voru þau 250. „En vegna álags höfum við ekki náð að skrá öll símtölin niður þannig að þetta gæti verið hærri tala og við finnum að símtölunum fjölgar með hverjum degi,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Við finnum fyrir kvíða í fólki sem hringir inn og þetta eru allir aldurshópar, kannski svolítið meira af eldra fólki.“ Brynhildur segir hluta símtalanna koma til vegna álags á símanúmerið 1700. Margir séu með spurningar varðandi veiruna, sóttkví og ferðabann. Sjálfboðaliðar sem starfa við Hjálparsímann reyna að svara spurningum eftir bestu getu en að sjálfsögðu ekki spurningum sem varða heilsufar. „Fólk er áhyggjufullt og óöruggt. Margar spurningar sem við fengum í gær voru um hættusvæðin og fólk sem hefur verið að ferðast á þessum svæðum er í vafa hvort það eigi að fara í sóttkví eða ekki. Sumir þurfa bara að fá að tala við einhvern um þetta, velta þessu fyrir sér með öðrum og fá hughreystingu.“ Mikið álag frá ársbyrjun Venjulega eru tveir á vakt á Hjálparsímanum en síðustu daga eru 5-12 manns á vakt. Að mestu eru þetta sjálfboðaliðar en starfsmenn Rauða krossins hafa einnig verið færðir úr öðrum verkefnum til að manna símann. Frá því í ársbyrjun hefur símtölum fjölgað verulega miðað við sama tíma á síðasta ári. Það kemur ef til vill ekki á óvart miðað við það sem hefur gengið á; verkföll, vont veður og veira. Í febrúar hafði yfir 900 manns samband við Hjálparsímann, bæði í gegnum síma og netspjall. Flestir hafa samband vegna kvíða og þunglyndis. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvígs í febrúar. Á síðasta ári voru þau 53 en voru 70 í nýliðnum febrúarmánuði. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent