„Gylfi er alltof góður til að fara til Bandaríkjanna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson er að hefja sitt fjórða tímabil hjá Everton. getty/Richard Sellers Bjarni Guðjónsson segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé alltof góður fyrir MLS-deildina í Bandaríkjunum. Líklegt er að Everton fái þrjá miðjumenn til sín áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst sem þrengir stöðu Gylfa hjá liðinu. James Rodríguez er við það að ganga í raðir Everton og líklegt þykir að Allan og Abdoulaye Doucouré fari einnig til bláa liðsins í Bítlaborginni. „Sögurnar sem maður heyrir frá Everton eru að þeir eru að reyna að manna miðjuna betur og fjölga miðjumönnum í hópnum. Staðan hjá Gylfa í fyrra var kannski ekki alveg orðin eins og við höfðum vonast eftir þannig að það er ljóst að samkeppnin er mikil og er að aukast hjá honum,“ sagði Bjarni í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Gylfi hefur m.a. verið orðaður við D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Bjarni segir alltof snemmt fyrir Gylfa að fara til Bandaríkjanna núna. „Mitt mat er að hann er alltof góður til að fara til Bandaríkjanna. Eins og sagan hans [Waynes] Rooney þegar hann fór þangað yfir, spilaði þarna í tvö ár áður en hann fór til Derby til að fá aftur meiri kraft í leikinn sinn. Það var greinilegt að hann saknaði ákefðarinnar og ástríðunnar sem er í Englandi. Það kæmi mér á óvart ef Gylfi færi til Bandaríkjanna núna,“ sagði Bjarni. Gylfi er á meðal þeirra leikmanna sem gáfu ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Bjarni skilur afstöðu Gylfa en segir að hann hefði ekki átt að þurfa að taka þessa ákvörðun sjálfur. „Mér finnst pínu erfitt að setja þessa stráka í þessar aðstæður. Þeir eru að keppast um að vera í sínum liðum úti í stórum og sterkum deildum þannig ég skil þá. En mér finnst að ákvörðunin eigi að vera hjá Knattspyrnusambandinu,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni um stöðu Gylfa hjá Everton Enski boltinn Tengdar fréttir Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni James Rodriguez mun skrifa undir hjá Everton á morgun samkvæmt heimildum BBC. Þá eru miðjumennirnir Abdoulaye Doucoure og Allan einnig á leiðinni. 2. september 2020 21:00 Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Bjarni Guðjónsson segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé alltof góður fyrir MLS-deildina í Bandaríkjunum. Líklegt er að Everton fái þrjá miðjumenn til sín áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst sem þrengir stöðu Gylfa hjá liðinu. James Rodríguez er við það að ganga í raðir Everton og líklegt þykir að Allan og Abdoulaye Doucouré fari einnig til bláa liðsins í Bítlaborginni. „Sögurnar sem maður heyrir frá Everton eru að þeir eru að reyna að manna miðjuna betur og fjölga miðjumönnum í hópnum. Staðan hjá Gylfa í fyrra var kannski ekki alveg orðin eins og við höfðum vonast eftir þannig að það er ljóst að samkeppnin er mikil og er að aukast hjá honum,“ sagði Bjarni í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Gylfi hefur m.a. verið orðaður við D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Bjarni segir alltof snemmt fyrir Gylfa að fara til Bandaríkjanna núna. „Mitt mat er að hann er alltof góður til að fara til Bandaríkjanna. Eins og sagan hans [Waynes] Rooney þegar hann fór þangað yfir, spilaði þarna í tvö ár áður en hann fór til Derby til að fá aftur meiri kraft í leikinn sinn. Það var greinilegt að hann saknaði ákefðarinnar og ástríðunnar sem er í Englandi. Það kæmi mér á óvart ef Gylfi færi til Bandaríkjanna núna,“ sagði Bjarni. Gylfi er á meðal þeirra leikmanna sem gáfu ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Bjarni skilur afstöðu Gylfa en segir að hann hefði ekki átt að þurfa að taka þessa ákvörðun sjálfur. „Mér finnst pínu erfitt að setja þessa stráka í þessar aðstæður. Þeir eru að keppast um að vera í sínum liðum úti í stórum og sterkum deildum þannig ég skil þá. En mér finnst að ákvörðunin eigi að vera hjá Knattspyrnusambandinu,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni um stöðu Gylfa hjá Everton
Enski boltinn Tengdar fréttir Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni James Rodriguez mun skrifa undir hjá Everton á morgun samkvæmt heimildum BBC. Þá eru miðjumennirnir Abdoulaye Doucoure og Allan einnig á leiðinni. 2. september 2020 21:00 Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni James Rodriguez mun skrifa undir hjá Everton á morgun samkvæmt heimildum BBC. Þá eru miðjumennirnir Abdoulaye Doucoure og Allan einnig á leiðinni. 2. september 2020 21:00
Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30
„Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46
Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51
Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15