„Gylfi er alltof góður til að fara til Bandaríkjanna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson er að hefja sitt fjórða tímabil hjá Everton. getty/Richard Sellers Bjarni Guðjónsson segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé alltof góður fyrir MLS-deildina í Bandaríkjunum. Líklegt er að Everton fái þrjá miðjumenn til sín áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst sem þrengir stöðu Gylfa hjá liðinu. James Rodríguez er við það að ganga í raðir Everton og líklegt þykir að Allan og Abdoulaye Doucouré fari einnig til bláa liðsins í Bítlaborginni. „Sögurnar sem maður heyrir frá Everton eru að þeir eru að reyna að manna miðjuna betur og fjölga miðjumönnum í hópnum. Staðan hjá Gylfa í fyrra var kannski ekki alveg orðin eins og við höfðum vonast eftir þannig að það er ljóst að samkeppnin er mikil og er að aukast hjá honum,“ sagði Bjarni í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Gylfi hefur m.a. verið orðaður við D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Bjarni segir alltof snemmt fyrir Gylfa að fara til Bandaríkjanna núna. „Mitt mat er að hann er alltof góður til að fara til Bandaríkjanna. Eins og sagan hans [Waynes] Rooney þegar hann fór þangað yfir, spilaði þarna í tvö ár áður en hann fór til Derby til að fá aftur meiri kraft í leikinn sinn. Það var greinilegt að hann saknaði ákefðarinnar og ástríðunnar sem er í Englandi. Það kæmi mér á óvart ef Gylfi færi til Bandaríkjanna núna,“ sagði Bjarni. Gylfi er á meðal þeirra leikmanna sem gáfu ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Bjarni skilur afstöðu Gylfa en segir að hann hefði ekki átt að þurfa að taka þessa ákvörðun sjálfur. „Mér finnst pínu erfitt að setja þessa stráka í þessar aðstæður. Þeir eru að keppast um að vera í sínum liðum úti í stórum og sterkum deildum þannig ég skil þá. En mér finnst að ákvörðunin eigi að vera hjá Knattspyrnusambandinu,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni um stöðu Gylfa hjá Everton Enski boltinn Tengdar fréttir Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni James Rodriguez mun skrifa undir hjá Everton á morgun samkvæmt heimildum BBC. Þá eru miðjumennirnir Abdoulaye Doucoure og Allan einnig á leiðinni. 2. september 2020 21:00 Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Bjarni Guðjónsson segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé alltof góður fyrir MLS-deildina í Bandaríkjunum. Líklegt er að Everton fái þrjá miðjumenn til sín áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst sem þrengir stöðu Gylfa hjá liðinu. James Rodríguez er við það að ganga í raðir Everton og líklegt þykir að Allan og Abdoulaye Doucouré fari einnig til bláa liðsins í Bítlaborginni. „Sögurnar sem maður heyrir frá Everton eru að þeir eru að reyna að manna miðjuna betur og fjölga miðjumönnum í hópnum. Staðan hjá Gylfa í fyrra var kannski ekki alveg orðin eins og við höfðum vonast eftir þannig að það er ljóst að samkeppnin er mikil og er að aukast hjá honum,“ sagði Bjarni í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Gylfi hefur m.a. verið orðaður við D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Bjarni segir alltof snemmt fyrir Gylfa að fara til Bandaríkjanna núna. „Mitt mat er að hann er alltof góður til að fara til Bandaríkjanna. Eins og sagan hans [Waynes] Rooney þegar hann fór þangað yfir, spilaði þarna í tvö ár áður en hann fór til Derby til að fá aftur meiri kraft í leikinn sinn. Það var greinilegt að hann saknaði ákefðarinnar og ástríðunnar sem er í Englandi. Það kæmi mér á óvart ef Gylfi færi til Bandaríkjanna núna,“ sagði Bjarni. Gylfi er á meðal þeirra leikmanna sem gáfu ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Bjarni skilur afstöðu Gylfa en segir að hann hefði ekki átt að þurfa að taka þessa ákvörðun sjálfur. „Mér finnst pínu erfitt að setja þessa stráka í þessar aðstæður. Þeir eru að keppast um að vera í sínum liðum úti í stórum og sterkum deildum þannig ég skil þá. En mér finnst að ákvörðunin eigi að vera hjá Knattspyrnusambandinu,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni um stöðu Gylfa hjá Everton
Enski boltinn Tengdar fréttir Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni James Rodriguez mun skrifa undir hjá Everton á morgun samkvæmt heimildum BBC. Þá eru miðjumennirnir Abdoulaye Doucoure og Allan einnig á leiðinni. 2. september 2020 21:00 Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni James Rodriguez mun skrifa undir hjá Everton á morgun samkvæmt heimildum BBC. Þá eru miðjumennirnir Abdoulaye Doucoure og Allan einnig á leiðinni. 2. september 2020 21:00
Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30
„Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46
Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51
Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15