Hafþór Júlíus lofar því að láta nettröllin líta illa út í Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig vel niður eins og sést á þessari mynd af Instagram síðu hans. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að breyta sér úr kraftlyftingamanni í hnefaleikamann. Það hafa margir gagnrýnt kappann fyrir hnefaleikatilþrifin hans hingað til og mótherji hans í Las Vegas hefur sem dæmi ekki miklar áhyggjur. Hafþór Júlíus hefur aftur á móti þegar bætt sig mikið á stuttum tíma og er núna kominn í miklu betra hnefaleikaform en hann var í byrjun. Fjallið er orðinn svo kokhraustur að hann er farinn að sýna heilmikið frá hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. Hafþór var nefnilega óhræddur við að sýna mikið af sér í hnefaleikahringnum á dögunum og gefa þá fyrrnefndum gagnrýnendum tækifæri til að skjóta á hann á ný. View this post on Instagram Sparring video up on my YouTube channel! Click fast. Link is in my bio!! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 1, 2020 at 8:38am PDT Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti mörgum ólíkum hnefaleikaköppum á æfingunni en þeir áttu það þó sameiginlegt að vera svipað háir og væntanlegur mótherji hans sem er Eddie Hall. „Ég náði nokkrum góðum höggum en fékk líka nokkur góð högg. Í síðasta bardaganum þá leyfði ég Skúla að ná nokkrum höggum á mig. Ég verð líka að vera vanur að fá högg. Ég ætla að undirbúa mig fyrir allt og það mun ekkert koma mér á óvart í Las Vegas,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég að berjast við æfingafélaga einu sinni í viku núna og hina dagana þá er ég að æfa tækniþættina. Ekki endilega hraða heldur frekar fótavinnu og að hreyfa sig rétt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í lok æfingarinnar. Hann beindi síðan orðum sínum til allra nettröllanna en það er nóg af þeim hjá svona frægum manni. „Það eru margir að skrifa það á netinu að ég sé svo seinn og þungur á mér, að ég sé aumkunarverður og að ég sé hitt og þetta. Þið megið segja það sem þið viljið. Á næsta ári mun ég fagna sigri og ég get ekki beðið eftir að sýna að þið höfðuð rangt fyrir ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af Hafþóri Júlíusi að berjast. watch on YouTube Box Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að breyta sér úr kraftlyftingamanni í hnefaleikamann. Það hafa margir gagnrýnt kappann fyrir hnefaleikatilþrifin hans hingað til og mótherji hans í Las Vegas hefur sem dæmi ekki miklar áhyggjur. Hafþór Júlíus hefur aftur á móti þegar bætt sig mikið á stuttum tíma og er núna kominn í miklu betra hnefaleikaform en hann var í byrjun. Fjallið er orðinn svo kokhraustur að hann er farinn að sýna heilmikið frá hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. Hafþór var nefnilega óhræddur við að sýna mikið af sér í hnefaleikahringnum á dögunum og gefa þá fyrrnefndum gagnrýnendum tækifæri til að skjóta á hann á ný. View this post on Instagram Sparring video up on my YouTube channel! Click fast. Link is in my bio!! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 1, 2020 at 8:38am PDT Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti mörgum ólíkum hnefaleikaköppum á æfingunni en þeir áttu það þó sameiginlegt að vera svipað háir og væntanlegur mótherji hans sem er Eddie Hall. „Ég náði nokkrum góðum höggum en fékk líka nokkur góð högg. Í síðasta bardaganum þá leyfði ég Skúla að ná nokkrum höggum á mig. Ég verð líka að vera vanur að fá högg. Ég ætla að undirbúa mig fyrir allt og það mun ekkert koma mér á óvart í Las Vegas,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég að berjast við æfingafélaga einu sinni í viku núna og hina dagana þá er ég að æfa tækniþættina. Ekki endilega hraða heldur frekar fótavinnu og að hreyfa sig rétt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í lok æfingarinnar. Hann beindi síðan orðum sínum til allra nettröllanna en það er nóg af þeim hjá svona frægum manni. „Það eru margir að skrifa það á netinu að ég sé svo seinn og þungur á mér, að ég sé aumkunarverður og að ég sé hitt og þetta. Þið megið segja það sem þið viljið. Á næsta ári mun ég fagna sigri og ég get ekki beðið eftir að sýna að þið höfðuð rangt fyrir ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af Hafþóri Júlíusi að berjast. watch on YouTube
Box Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sjá meira