Harma að gerðardómur hafi ekki leiðrétt launin Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 18:01 Gerðardómur taldi í greinargerð sinni vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetnir í launum. Stjórn Fíh harmar að ekki hafi verið tekið frekara mið af þeim rökum í niðurstöðunni. Vísir/Vilhelm Rúmlega milljarður króna sem gerðardómur ákvað að ríkið skuli fá heilbrigðisstofnunum til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga dugar ekki til að leiðrétta launin til samræmis við viðmiðunarstéttir að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún harmar að gerðardómur hafi ekki leiðrétt laun hjúkrunarfræðinga. Greinargerð og niðurstaða gerðardóms sem var skipaður vegna kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins var gerð opinber í gær. Niðurstaðan var að ríkið skuli leggja Landspítalanum til 900 milljónir króna og öðrum heilbrigðisstofnunum 200 milljónir króna til þess að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Samningar hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir frá því í lok mars í fyrra. Í ályktun stjórnar Fíh í dag lýsir hún vonbrigðum með niðurstöðuna. Hún taki ekki mið af rökum sem koma fram í greinargerð sem stjórnin telur að hefði mátt nýta til þess að bæta launasetningu hjúkrunarfræðinga og hækka laun þeirra umtalsvert. Í greinargerðinni kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt í launum og þeim væru ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Með því að láta ríkið veita heilbrigðisstofunum sem hjúkrunarfræðingar starfa fyrir fjármagn til endurskoðunar á stofnanasamningum telur stjórn Fíh að gerðardómur hafi „ýtt verkefninu til baka í nærumhverfið á stofnunum“. Fjármunirnir muni deilast á nærri 2.700 hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu og telur stjórn Fíh þá ekki duga til þess að leiðrétta laun vanmetinnar kvennastéttar til samræmis við aðrar viðmiðunarstéttir eða tryggja að hjúkrunarfræðingar fái laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Stór hluti af fjármagninu sé auk þess þegar bundinn í að tryggja þau sértæku úrræði sem einstaka stofnanir hafa gripið til síðustu ár. „Mun meira hefði þurft til og harmar stjórn Fíh að gerðardómur hafi ekki stigið það mikilvæga skref að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Heilbrigðismál Kjaramál Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. 1. september 2020 18:53 Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Rúmlega milljarður króna sem gerðardómur ákvað að ríkið skuli fá heilbrigðisstofnunum til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga dugar ekki til að leiðrétta launin til samræmis við viðmiðunarstéttir að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún harmar að gerðardómur hafi ekki leiðrétt laun hjúkrunarfræðinga. Greinargerð og niðurstaða gerðardóms sem var skipaður vegna kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins var gerð opinber í gær. Niðurstaðan var að ríkið skuli leggja Landspítalanum til 900 milljónir króna og öðrum heilbrigðisstofnunum 200 milljónir króna til þess að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Samningar hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir frá því í lok mars í fyrra. Í ályktun stjórnar Fíh í dag lýsir hún vonbrigðum með niðurstöðuna. Hún taki ekki mið af rökum sem koma fram í greinargerð sem stjórnin telur að hefði mátt nýta til þess að bæta launasetningu hjúkrunarfræðinga og hækka laun þeirra umtalsvert. Í greinargerðinni kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt í launum og þeim væru ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Með því að láta ríkið veita heilbrigðisstofunum sem hjúkrunarfræðingar starfa fyrir fjármagn til endurskoðunar á stofnanasamningum telur stjórn Fíh að gerðardómur hafi „ýtt verkefninu til baka í nærumhverfið á stofnunum“. Fjármunirnir muni deilast á nærri 2.700 hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu og telur stjórn Fíh þá ekki duga til þess að leiðrétta laun vanmetinnar kvennastéttar til samræmis við aðrar viðmiðunarstéttir eða tryggja að hjúkrunarfræðingar fái laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Stór hluti af fjármagninu sé auk þess þegar bundinn í að tryggja þau sértæku úrræði sem einstaka stofnanir hafa gripið til síðustu ár. „Mun meira hefði þurft til og harmar stjórn Fíh að gerðardómur hafi ekki stigið það mikilvæga skref að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir í ályktun stjórnarinnar.
Heilbrigðismál Kjaramál Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. 1. september 2020 18:53 Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. 1. september 2020 18:53
Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27
Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59