„Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins?“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2020 17:30 Valgeir Valgeirsson með boltann í leik gegn KR. VÍSIR/HAG Sérfræðingarnir í Pepsi Max-stúkunni veltu fyrir sér vali Arnars Þórs Viðarssonar á U21-landsliðshópi Íslands í fótbolta. Nokkur umræða var á samfélagsmiðlum eftir að hópurinn var tilkynntur á föstudag, sérstaklega vegna fjarveru Valgeirs Valgeirssonar úr HK og Valgeirs Lunddal Friðrikssonar úr Val. Þeir komu hins vegar inn í hópinn eftir að Daníel Hafsteinsson og Finnur Tómas Pálmason meiddust. „Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins, að þeir séu komnir inn?“ spurði Gummi Ben léttur í bragði. „Ég veit það ekki. Heldur þú ekki að þeir hafi hugsað með sér; „Við höfum áhrif! Höldum áfram!“ Og þeir verði bara endalaust að röfla,“ svaraði Þorkell Máni Pétursson. Hefði verið galið að henda Herði út „En gagnrýnin var alveg réttmæt. Menn mega ekki vera viðkvæmir fyrir því að menn hafa alls konar skoðanir á því hverjir eiga að vera í landsliðinu og hverjir ekki. En sumt af þessu var á þá leið að þetta væri einhver klíkumyndun – að Hörður Ingi [Gunnarsson] fengi bara að vera í landsliðinu af því að hann væri í FH. Það er bara ekki rétt. Hann var í liðinu þegar hann var á Skaganum og er búinn að spila einhverja fimm leiki í þessari undankeppni. Það hefði verið galið ef honum hefði verið hent út,“ sagði Máni. Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þótt leika afar vel fyrir topplið Vals í Pepsi Max-deildinni.VÍSIR/DANÍEL Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins en einnig annar aðalþjálfara FH, sem átti fjóra fulltrúa í upprunalega hópnum áður en Daníel datt út. Sérfræðingarnir höfðu þó lítið út á valið að setja, og Gummi spurði Tómas Inga Tómasson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara U21-landsliðsins, hvort ekki væri eðlilegt að velja leikmann sem maður þekkti og treysti fram yfir annan svipaðan úr öðru liði: „Alveg klárlega, og það gefur þeim leikmönnum sem eru í FH örlítinn neista fram yfir þá sem eru svipaðir. En ég vil nú meina að báðir þjálfararnir hjá Íslandi velji bara þá leikmenn sem þeim finnst bestir á hverjum tíma. Hörður var skotspónn einhverra á þessum samfélagsmiðlum, sem ég les nú aldrei, en hann var í hópnum þegar ég og Eyjólfur [Sverrisson] vorum með liðið. Þetta voru ódýr skot,“ sagði Tómsa Ingi. „Þetta var bara algjört þvaður en fólk var að teygja sig í eitthvað vegna þess að þeirra maður var ekki valinn,“ sagði Máni. Tómas Ingi setti þó spurningamerki við þann fjölda bakvarða sem væru í hópnum á meðan að þar væri bara einn hreinræktaður miðvörður, Ísak Óli Ólafsson, eftir að Finnur Tómas meiddist. Umræðuna alla má sjá hér að neðan. Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni EM á föstudaginn kl. 16.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Stúkan - Umræða um U21-liðið Fótbolti Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Sérfræðingarnir í Pepsi Max-stúkunni veltu fyrir sér vali Arnars Þórs Viðarssonar á U21-landsliðshópi Íslands í fótbolta. Nokkur umræða var á samfélagsmiðlum eftir að hópurinn var tilkynntur á föstudag, sérstaklega vegna fjarveru Valgeirs Valgeirssonar úr HK og Valgeirs Lunddal Friðrikssonar úr Val. Þeir komu hins vegar inn í hópinn eftir að Daníel Hafsteinsson og Finnur Tómas Pálmason meiddust. „Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins, að þeir séu komnir inn?“ spurði Gummi Ben léttur í bragði. „Ég veit það ekki. Heldur þú ekki að þeir hafi hugsað með sér; „Við höfum áhrif! Höldum áfram!“ Og þeir verði bara endalaust að röfla,“ svaraði Þorkell Máni Pétursson. Hefði verið galið að henda Herði út „En gagnrýnin var alveg réttmæt. Menn mega ekki vera viðkvæmir fyrir því að menn hafa alls konar skoðanir á því hverjir eiga að vera í landsliðinu og hverjir ekki. En sumt af þessu var á þá leið að þetta væri einhver klíkumyndun – að Hörður Ingi [Gunnarsson] fengi bara að vera í landsliðinu af því að hann væri í FH. Það er bara ekki rétt. Hann var í liðinu þegar hann var á Skaganum og er búinn að spila einhverja fimm leiki í þessari undankeppni. Það hefði verið galið ef honum hefði verið hent út,“ sagði Máni. Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þótt leika afar vel fyrir topplið Vals í Pepsi Max-deildinni.VÍSIR/DANÍEL Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins en einnig annar aðalþjálfara FH, sem átti fjóra fulltrúa í upprunalega hópnum áður en Daníel datt út. Sérfræðingarnir höfðu þó lítið út á valið að setja, og Gummi spurði Tómas Inga Tómasson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara U21-landsliðsins, hvort ekki væri eðlilegt að velja leikmann sem maður þekkti og treysti fram yfir annan svipaðan úr öðru liði: „Alveg klárlega, og það gefur þeim leikmönnum sem eru í FH örlítinn neista fram yfir þá sem eru svipaðir. En ég vil nú meina að báðir þjálfararnir hjá Íslandi velji bara þá leikmenn sem þeim finnst bestir á hverjum tíma. Hörður var skotspónn einhverra á þessum samfélagsmiðlum, sem ég les nú aldrei, en hann var í hópnum þegar ég og Eyjólfur [Sverrisson] vorum með liðið. Þetta voru ódýr skot,“ sagði Tómsa Ingi. „Þetta var bara algjört þvaður en fólk var að teygja sig í eitthvað vegna þess að þeirra maður var ekki valinn,“ sagði Máni. Tómas Ingi setti þó spurningamerki við þann fjölda bakvarða sem væru í hópnum á meðan að þar væri bara einn hreinræktaður miðvörður, Ísak Óli Ólafsson, eftir að Finnur Tómas meiddist. Umræðuna alla má sjá hér að neðan. Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni EM á föstudaginn kl. 16.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Stúkan - Umræða um U21-liðið
Fótbolti Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27