Þarf að greiða 20 milljóna reikning eftir „gáleysi“ við undirritun Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2020 10:58 Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Vísir/getty Byggingarfélagið Katla ehf. hefur verið dæmt til að greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring 20,8 milljónir króna vegna reiknings sem félagið neitaði að greiða undirverktaka sínum. Forsvarsmaður Kötlu skrifaði undir reikninginn og taldi dómurinn undirskriftina fela í sér samþykki á greiðslu. Forsvarsmaðurinn hefði jafnframt sýnt af sér gáleysi með undirrituninni. Félagið sagði hana þó aðeins gefa til kynna viðurkenningu á tilvist reikningsins en ekki samþykki. Forsaga málsins er sú að Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Verklok skyldu vera í lok október 2019 og greiðsla fyrir verkið nema rúmum 195 milljónum króna. Katla samdi við annað félag, Birki byggingarfélag, sem undirverktaka og samningur þar um var undirritaður í lok febrúar 2019. Verktakinn skyldi fá rúmar 160 milljónir fyrir verkið. Sögðust hafa hætt við allt Fyrir liggur að byggingafélagið greiddi verktakanum fimm reikninga árið 2019. Í málinu er deilt um reikning sem verktakinn gaf út í september 2019 að fjárhæð um 20,8 milljóna króna, sem framseldur var til reikningakaupafyrirtækisins A faktoring. Á reikningnum eru skilmálar hans samþykktir með undirskrift forsvarsmanns Kötlu. Katla lýsti því svo yfir með bréfi lögmanns í október 2019 að verksamningnum hefði verið rift. Í bréfinu kemur fram að forsvarsmaður Birkis hafi tilkynnt í votta viðurvist á fundi með fulltrúum Kötlu að hætt verði við framkvæmd á grundvelli samningsins. Því hafi verið fylgt eftir með því að hætta framkvæmdum á verkstað. Riftunin kom verulega á óvart Birki hélt því fram fyrir dómi að andvirði reikningsins hafi verið notað til að greiða fyrir efni vegna verksamningsins. Efnið hafi verið afhent Kötlu. Riftunaryfirlýsingin hafi komið Birki mjög á óvart og félaginu fundist sem svo að verið væri að reyna að hagnast með ólögmætum hætti á kostnað þess. Félagið hafi talið nauðsynlegt að tryggja hagsmuni sína með kyrrsetningu fasteignar Kötlu í nóvember 2019. Katla hélt því fram að framkvæmdirnar hjá Birki hafi gengið illa og „því ítrekað hótað að ganga frá verkinu“, að því er segir í dómi. Þeir reikningar sem Katla hafði greitt félaginu um haustið 2019 hafi verið langt umfram raunverulegt vinnuframlag. Þá hélt Katla því fram að undirritun forsvarsmanns á reikninginn hafi aðeins falið í sér staðfestingu á vitneskju um að reikningurinn hafi verið framseldur til reikningakaupafyrirtækisins – ekki samþykki á honum. Um þetta var deilt í málinu, þ.e. hvort Katla hafi með áritun sinni samþykkt reikninginn og um leið misst rétt til þess að hafa uppi mótbárur við greiðslu hans. Dómurinn áleit það svo að áritunin hafi gefið Birki tilefni til að treysta því að reikningurinn hafi verið samþykktur. „Þá hlaut fyrirsvarsmanni stefnda að vera það ljóst að til stæði að nota yfirlýsingu hans sem skilríki í lögskiptum við þriðja mann. Eins og að framan greinir segir í greinargerð stefnda að greitt hafi verið umfram framvindu og það hafi átt að gera upp síðar,“ segir í dómnum. Forsvarsmaðurinn hafi því sýnt af sér gáleysi með því að undirrita reikninginn. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Katla skuli greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring skuld samkvæmt umræddum reikningi, um 20,8 milljónir króna. Hins vegar var felld úr gildi kyrrsetning á fasteign Kötlu á Dalvík. Þá var Kötlu gert að greiða A faktoring 750 þúsund krónur í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Dalvíkurbyggð Dómsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Byggingarfélagið Katla ehf. hefur verið dæmt til að greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring 20,8 milljónir króna vegna reiknings sem félagið neitaði að greiða undirverktaka sínum. Forsvarsmaður Kötlu skrifaði undir reikninginn og taldi dómurinn undirskriftina fela í sér samþykki á greiðslu. Forsvarsmaðurinn hefði jafnframt sýnt af sér gáleysi með undirrituninni. Félagið sagði hana þó aðeins gefa til kynna viðurkenningu á tilvist reikningsins en ekki samþykki. Forsaga málsins er sú að Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Verklok skyldu vera í lok október 2019 og greiðsla fyrir verkið nema rúmum 195 milljónum króna. Katla samdi við annað félag, Birki byggingarfélag, sem undirverktaka og samningur þar um var undirritaður í lok febrúar 2019. Verktakinn skyldi fá rúmar 160 milljónir fyrir verkið. Sögðust hafa hætt við allt Fyrir liggur að byggingafélagið greiddi verktakanum fimm reikninga árið 2019. Í málinu er deilt um reikning sem verktakinn gaf út í september 2019 að fjárhæð um 20,8 milljóna króna, sem framseldur var til reikningakaupafyrirtækisins A faktoring. Á reikningnum eru skilmálar hans samþykktir með undirskrift forsvarsmanns Kötlu. Katla lýsti því svo yfir með bréfi lögmanns í október 2019 að verksamningnum hefði verið rift. Í bréfinu kemur fram að forsvarsmaður Birkis hafi tilkynnt í votta viðurvist á fundi með fulltrúum Kötlu að hætt verði við framkvæmd á grundvelli samningsins. Því hafi verið fylgt eftir með því að hætta framkvæmdum á verkstað. Riftunin kom verulega á óvart Birki hélt því fram fyrir dómi að andvirði reikningsins hafi verið notað til að greiða fyrir efni vegna verksamningsins. Efnið hafi verið afhent Kötlu. Riftunaryfirlýsingin hafi komið Birki mjög á óvart og félaginu fundist sem svo að verið væri að reyna að hagnast með ólögmætum hætti á kostnað þess. Félagið hafi talið nauðsynlegt að tryggja hagsmuni sína með kyrrsetningu fasteignar Kötlu í nóvember 2019. Katla hélt því fram að framkvæmdirnar hjá Birki hafi gengið illa og „því ítrekað hótað að ganga frá verkinu“, að því er segir í dómi. Þeir reikningar sem Katla hafði greitt félaginu um haustið 2019 hafi verið langt umfram raunverulegt vinnuframlag. Þá hélt Katla því fram að undirritun forsvarsmanns á reikninginn hafi aðeins falið í sér staðfestingu á vitneskju um að reikningurinn hafi verið framseldur til reikningakaupafyrirtækisins – ekki samþykki á honum. Um þetta var deilt í málinu, þ.e. hvort Katla hafi með áritun sinni samþykkt reikninginn og um leið misst rétt til þess að hafa uppi mótbárur við greiðslu hans. Dómurinn áleit það svo að áritunin hafi gefið Birki tilefni til að treysta því að reikningurinn hafi verið samþykktur. „Þá hlaut fyrirsvarsmanni stefnda að vera það ljóst að til stæði að nota yfirlýsingu hans sem skilríki í lögskiptum við þriðja mann. Eins og að framan greinir segir í greinargerð stefnda að greitt hafi verið umfram framvindu og það hafi átt að gera upp síðar,“ segir í dómnum. Forsvarsmaðurinn hafi því sýnt af sér gáleysi með því að undirrita reikninginn. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Katla skuli greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring skuld samkvæmt umræddum reikningi, um 20,8 milljónir króna. Hins vegar var felld úr gildi kyrrsetning á fasteign Kötlu á Dalvík. Þá var Kötlu gert að greiða A faktoring 750 þúsund krónur í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dalvíkurbyggð Dómsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira