Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Rich Linley Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Jóhann Berg er að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hafa strítt honum alveg síðan á HM í Rússlandi sumarið 2018. Nú vildi hann fá fullt undirbúningstímabil með Burnley og tók því þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í landsleikina. Jóhann Berg Guðmundsson ræddi þess ákvörðun og komandi tímabil með Burnley við heimasíðu félagsins. Hann segist vonast til þess að ákvörðun sín að fórna þessum landsleikjum muni hjálpa honum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Ég ákvað að það væri betra fyrir mig að vera hérna og ná fullu undirbúningstímabili,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. WINGING IT: Johann Berg Gudmundsson sees a bright future at Turf Moor.Read: https://t.co/BxGN5il1pc pic.twitter.com/ufDctQwwFi— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 1, 2020 „Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma, sérstaklega ekki fyrir mig þar sem ég hef verið í vandræðum með meiðsli,“ sagði Jóhann Berg. „Ég taldi það vera það besta í stöðunni fyrir mig að ná fullu undirbúningstímabili með Burnley, ná að spila nokkra leiki og komast í eins gott form og ég gat fyrir tímabilið,“ sagði Jóhann Berg. „Ég er að leggja mikið á mig. Auðvitað verður maður þreyttur inn á milli en þannig er það bara. Ég horfi til framtíðar og ég sé hana vera bjarta fyrir mig,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Jóhann Berg spilaði í síðustu fimm leikjum Burnley í sumarhluta síðasta tímabils og þá skoraði hann í leik á móti Tranmere um helgina en hann var spilaður fyrir luktum dyrum. „Ég er að reyna að komast í mitt besta form. Við fengum nokkrar vikur í frí en ég hélt áfram að æfa. Ég fór heim til Íslands enda hafði það verið langur tími síðan ég hitti fjölskyldu og vini. Það var gott að slökkva á sér aðeins um stund,“ sagði Jóhann Berg. „Núna er maður mættur aftur til vinnu. Það voru nokkrar mjög erfiðar hlaupaæfingar og svo fyrsti leikurinn. Það var gott að fá nokkrar mínútur á laugardaginn og það er alltaf gott að skora,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Jóhann Berg er að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hafa strítt honum alveg síðan á HM í Rússlandi sumarið 2018. Nú vildi hann fá fullt undirbúningstímabil með Burnley og tók því þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í landsleikina. Jóhann Berg Guðmundsson ræddi þess ákvörðun og komandi tímabil með Burnley við heimasíðu félagsins. Hann segist vonast til þess að ákvörðun sín að fórna þessum landsleikjum muni hjálpa honum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Ég ákvað að það væri betra fyrir mig að vera hérna og ná fullu undirbúningstímabili,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. WINGING IT: Johann Berg Gudmundsson sees a bright future at Turf Moor.Read: https://t.co/BxGN5il1pc pic.twitter.com/ufDctQwwFi— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 1, 2020 „Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma, sérstaklega ekki fyrir mig þar sem ég hef verið í vandræðum með meiðsli,“ sagði Jóhann Berg. „Ég taldi það vera það besta í stöðunni fyrir mig að ná fullu undirbúningstímabili með Burnley, ná að spila nokkra leiki og komast í eins gott form og ég gat fyrir tímabilið,“ sagði Jóhann Berg. „Ég er að leggja mikið á mig. Auðvitað verður maður þreyttur inn á milli en þannig er það bara. Ég horfi til framtíðar og ég sé hana vera bjarta fyrir mig,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Jóhann Berg spilaði í síðustu fimm leikjum Burnley í sumarhluta síðasta tímabils og þá skoraði hann í leik á móti Tranmere um helgina en hann var spilaður fyrir luktum dyrum. „Ég er að reyna að komast í mitt besta form. Við fengum nokkrar vikur í frí en ég hélt áfram að æfa. Ég fór heim til Íslands enda hafði það verið langur tími síðan ég hitti fjölskyldu og vini. Það var gott að slökkva á sér aðeins um stund,“ sagði Jóhann Berg. „Núna er maður mættur aftur til vinnu. Það voru nokkrar mjög erfiðar hlaupaæfingar og svo fyrsti leikurinn. Það var gott að fá nokkrar mínútur á laugardaginn og það er alltaf gott að skora,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira