Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Birgir Olgeirsson skrifar 1. september 2020 18:53 Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. Í dómnum segir að þetta eigi sérstaklega við þegar horft sé til þess að almennir hjúkrunarfræðingar séu gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá séu þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum. Afar erfitt sé að henda reiður á nákvæmlega hversu mikið hallar á hjúkrunarfræðinga meðal annars vegna þess að mjög skortir á að til staðar séu samanburðarhæf gögn sem unnt er að draga ályktanir af um launakjör mismunandi starfshópa og virði starfa þeirra, segir í dómnum. Þá eru einnig borin saman meðaldagvinnulaun félagsmanna í nokkrum stéttarfélögum háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2015 til fyrstu mánaða 2020. Sá samanburður sýnir að meðaldagvinnulaun félagsmanna stéttarfélaga voru á bilinu 4-27 prósentum hærri en meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga árið 2015 en á bilinu 2 – 19 prósentum hærri á fyrri hluta árs 2020. Þessi samanburður sýnir einnig sterkt samband á milli meðaldagvinnulauna og kynjahlutfalls í stéttarfélagi. Eftir því sem fleiri karlar tilheyri stéttarfélagi, því hærri eru meðaldagvinnulaunin. Þar eru hjúkrunarfræðingar, sem er almennt talin kvennastétt, með lægstu meðaldagvinnulaunin en þeir sem tilheyra tæknifræðingafélagi Íslands, KTFÍ, með hæstu meðaldagvinnulaunin. „Hvort það er í samræmi við mat á virði starfa eða ábyrgð og álag liggur ekki fyrir,“ segir í gerðardómi. Formaður Félags hjúkrunarfræðingar segir til skoðunar hvort brugðist verði við þessu. „Ég þarf að skoða það, ég þarf að klára að lesa gögnin og fara yfir þau. Síðan sjáum við hvað setur,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH. Tengdar fréttir Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. Í dómnum segir að þetta eigi sérstaklega við þegar horft sé til þess að almennir hjúkrunarfræðingar séu gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá séu þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum. Afar erfitt sé að henda reiður á nákvæmlega hversu mikið hallar á hjúkrunarfræðinga meðal annars vegna þess að mjög skortir á að til staðar séu samanburðarhæf gögn sem unnt er að draga ályktanir af um launakjör mismunandi starfshópa og virði starfa þeirra, segir í dómnum. Þá eru einnig borin saman meðaldagvinnulaun félagsmanna í nokkrum stéttarfélögum háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2015 til fyrstu mánaða 2020. Sá samanburður sýnir að meðaldagvinnulaun félagsmanna stéttarfélaga voru á bilinu 4-27 prósentum hærri en meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga árið 2015 en á bilinu 2 – 19 prósentum hærri á fyrri hluta árs 2020. Þessi samanburður sýnir einnig sterkt samband á milli meðaldagvinnulauna og kynjahlutfalls í stéttarfélagi. Eftir því sem fleiri karlar tilheyri stéttarfélagi, því hærri eru meðaldagvinnulaunin. Þar eru hjúkrunarfræðingar, sem er almennt talin kvennastétt, með lægstu meðaldagvinnulaunin en þeir sem tilheyra tæknifræðingafélagi Íslands, KTFÍ, með hæstu meðaldagvinnulaunin. „Hvort það er í samræmi við mat á virði starfa eða ábyrgð og álag liggur ekki fyrir,“ segir í gerðardómi. Formaður Félags hjúkrunarfræðingar segir til skoðunar hvort brugðist verði við þessu. „Ég þarf að skoða það, ég þarf að klára að lesa gögnin og fara yfir þau. Síðan sjáum við hvað setur,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH.
Tengdar fréttir Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27
Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59