23 fjölmiðlar skipta 400 milljónum á milli sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2020 16:37 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er yfir málefnum fjölmiðla. Vísir/Vilhelm 23 einkareknir fjölmiðlar fá styrki frá ríkinu sem nema allt að hundrað milljónum króna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru. 23 fjölmiðlar uppfylltu skilyrði fyrir styrkveitingu en þremur umsóknum var hafnað. Árvakur sem gefur út Morgunblaðið, Mbl.is og K100 fékk hæsta styrkinn eða sem nemur um 100 milljónum króna. Sýn sem rekur Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna kemur næst á eftir með rúma 91 milljón króna. Þá Torg sem gefur út Fréttablaðið, DV og Hringbraut með tæpar 65 milljónir króna. Birtingur sem gefur út Mannlíf fær 24 milljónir króna, Stundin fær tæpar 18 milljónir króna og Kjarninn rúmar níu. Að neðan má sjá hvernig fjárhæðin skiptist. Forsaga málsins er sú að Alþingi samþykkti í vor að verja 400 milljónum króna í rekstrarstuðning fjölmiðla og fól ráðherra að setja reglugerð með stoð í 9. gr. laga nr. 37/2020. Þar var tilgreint að við ákvörðun um fjárhæð stuðnings yrði litið til tryggingagjalds vegna launagreiðslna til blaða- og fréttamanna, myndatökumanna, ljósmyndara, ritstjóra og aðstoðarritstjóra á árinu 2019 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni. Þá yrði tekið mið af beinum verktakagreiðslum til sambærilegra aðila, útgáfutíðni miðilsins og fjölbreytileika. Upplýsingarnar skyldu staðfestar af endurskoðanda. Fjölmiðlanefnd var falin umsýsla málsins og auglýsti eftir umsóknum í júlí síðastliðnum. Umsóknarfrestur rann út 7. ágúst. Alls bárust 26 umsóknir um sérstakan rekstrarstuðning, þar af 25 frá fjölmiðlaveitum og ein frá félagi sem ekki telst fjölmiðlaveita í skilningi laga um fjölmiðla. 23 fjölmiðlaveitur uppfylltu skilyrðin. Þremur umsóknum var hafnað. Í erindi fjölmiðlanefndar til ráðherra kemur fram að umsóknir fjölmiðlanna hafi í heild numið hærri upphæð en sem nam 400 milljónum króna. Fjárhæðin var því skert í jöfnum hlutföllum. Þá var litið til þess að stuðningur til hvers umsækjanda gæti ekki orðið hærri en sem nemur 25% af þeirri fjárveitingu sem Alþingi hefur úthlutað. Uppfylltu ekki skilyrðin Eiðfaxi ehf, Frjáls fjölmiðlun ehf og Úr vör ehf töldust ekki uppfylla skilyrði fyrir greiðslu frá ríkinu. Eiðfaxi fjallar eingöngu um íslenska hestinn og hestamennsku og uppfyllti því ekki skilyrði um almenn og fjölbreytt efnistök með breiða skírskotun. Vefmiðillinn Úr vör fjallar um menningu, listir, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni og taldist hvorki uppfylla fyrrnefnd skilyrði um efnistök né um miðlun efnis. Þá var umsókn Frjálsrar fjölmiðlunar ehf hafnað þar sem engir fjölmiðlar eru lengur starfræktir af hálfu félagsins. Skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði a. Um sé að ræða endurgreiðsluhæfan kostnað skv. 62. gr. h. b. Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar skv. IV. kafla og uppfylla að öðru leyti skilyrði laga þessara. c. Fjölmiðill skal hafa starfað með leyfi frá fjölmiðlanefnd sbr. 17. gr. eða skráningu, sbr. 14. gr. óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. d. Aðalmarkmið prent- og netmiðla skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla frá sjálfstæðri fréttastofu daglega nýjum fréttum eða fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. e. Efni sem birtist í fjölmiðli skal vera fjölbreytt og fyrir almenning á Íslandi. f. Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki fjörutíu og átta sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu daglega miðla nýju efni skv. d-lið. g. Ritstjórnarefni skal að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum og netmiðlum. Sömu skilyrði eiga við um staðbundna prent- og netmiðla, en áskilið er að minnst helmingur ritstjórnarefnis varði útbreiðslusvæði miðilsins með beinum eða óbeinum hætti. h. Einn sjötti hluti ritstjórnarefnis sem birtist í prent- og netmiðlum skal byggjast á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Sama gildir um fréttir, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni sem miðlað er af hljóð- og myndmiðlum og öðrum sambærilegum miðlum. i. Á fjölmiðli skulu starfa að lágmarki þrír starfsmenn í fullu starfi við að afla og miðla efni skv. d-lið en einn starfsmaður hjá staðbundnum fjölmiðli. j. Fjölmiðlaveita skal hafa staðið skil á árlegri skýrslugjöf til fjölmiðlanefndar skv. 23. gr. vegna næstliðins árs og hafa veitt fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald fjölmiðlaveitunnar skv. 17. gr., þar með talin gögn um raunverulegan eiganda og yfirráð samkvæmt skilgreiningu í 13. tölul. 3. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. k. Fjölmiðlaveita sé ekki í vanskilum vegna opinberra gjalda eða afdreginna lífeyrisiðgjalda. Leggja skal fram staðfestingu á skuldastöðu við opinbera aðila og lífeyrissjóði. Vísir er í eigu Sýnar sem fékk úthlutað rekstrarstyrk. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
23 einkareknir fjölmiðlar fá styrki frá ríkinu sem nema allt að hundrað milljónum króna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru. 23 fjölmiðlar uppfylltu skilyrði fyrir styrkveitingu en þremur umsóknum var hafnað. Árvakur sem gefur út Morgunblaðið, Mbl.is og K100 fékk hæsta styrkinn eða sem nemur um 100 milljónum króna. Sýn sem rekur Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna kemur næst á eftir með rúma 91 milljón króna. Þá Torg sem gefur út Fréttablaðið, DV og Hringbraut með tæpar 65 milljónir króna. Birtingur sem gefur út Mannlíf fær 24 milljónir króna, Stundin fær tæpar 18 milljónir króna og Kjarninn rúmar níu. Að neðan má sjá hvernig fjárhæðin skiptist. Forsaga málsins er sú að Alþingi samþykkti í vor að verja 400 milljónum króna í rekstrarstuðning fjölmiðla og fól ráðherra að setja reglugerð með stoð í 9. gr. laga nr. 37/2020. Þar var tilgreint að við ákvörðun um fjárhæð stuðnings yrði litið til tryggingagjalds vegna launagreiðslna til blaða- og fréttamanna, myndatökumanna, ljósmyndara, ritstjóra og aðstoðarritstjóra á árinu 2019 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni. Þá yrði tekið mið af beinum verktakagreiðslum til sambærilegra aðila, útgáfutíðni miðilsins og fjölbreytileika. Upplýsingarnar skyldu staðfestar af endurskoðanda. Fjölmiðlanefnd var falin umsýsla málsins og auglýsti eftir umsóknum í júlí síðastliðnum. Umsóknarfrestur rann út 7. ágúst. Alls bárust 26 umsóknir um sérstakan rekstrarstuðning, þar af 25 frá fjölmiðlaveitum og ein frá félagi sem ekki telst fjölmiðlaveita í skilningi laga um fjölmiðla. 23 fjölmiðlaveitur uppfylltu skilyrðin. Þremur umsóknum var hafnað. Í erindi fjölmiðlanefndar til ráðherra kemur fram að umsóknir fjölmiðlanna hafi í heild numið hærri upphæð en sem nam 400 milljónum króna. Fjárhæðin var því skert í jöfnum hlutföllum. Þá var litið til þess að stuðningur til hvers umsækjanda gæti ekki orðið hærri en sem nemur 25% af þeirri fjárveitingu sem Alþingi hefur úthlutað. Uppfylltu ekki skilyrðin Eiðfaxi ehf, Frjáls fjölmiðlun ehf og Úr vör ehf töldust ekki uppfylla skilyrði fyrir greiðslu frá ríkinu. Eiðfaxi fjallar eingöngu um íslenska hestinn og hestamennsku og uppfyllti því ekki skilyrði um almenn og fjölbreytt efnistök með breiða skírskotun. Vefmiðillinn Úr vör fjallar um menningu, listir, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni og taldist hvorki uppfylla fyrrnefnd skilyrði um efnistök né um miðlun efnis. Þá var umsókn Frjálsrar fjölmiðlunar ehf hafnað þar sem engir fjölmiðlar eru lengur starfræktir af hálfu félagsins. Skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði a. Um sé að ræða endurgreiðsluhæfan kostnað skv. 62. gr. h. b. Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar skv. IV. kafla og uppfylla að öðru leyti skilyrði laga þessara. c. Fjölmiðill skal hafa starfað með leyfi frá fjölmiðlanefnd sbr. 17. gr. eða skráningu, sbr. 14. gr. óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. d. Aðalmarkmið prent- og netmiðla skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla frá sjálfstæðri fréttastofu daglega nýjum fréttum eða fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. e. Efni sem birtist í fjölmiðli skal vera fjölbreytt og fyrir almenning á Íslandi. f. Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki fjörutíu og átta sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu daglega miðla nýju efni skv. d-lið. g. Ritstjórnarefni skal að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum og netmiðlum. Sömu skilyrði eiga við um staðbundna prent- og netmiðla, en áskilið er að minnst helmingur ritstjórnarefnis varði útbreiðslusvæði miðilsins með beinum eða óbeinum hætti. h. Einn sjötti hluti ritstjórnarefnis sem birtist í prent- og netmiðlum skal byggjast á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Sama gildir um fréttir, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni sem miðlað er af hljóð- og myndmiðlum og öðrum sambærilegum miðlum. i. Á fjölmiðli skulu starfa að lágmarki þrír starfsmenn í fullu starfi við að afla og miðla efni skv. d-lið en einn starfsmaður hjá staðbundnum fjölmiðli. j. Fjölmiðlaveita skal hafa staðið skil á árlegri skýrslugjöf til fjölmiðlanefndar skv. 23. gr. vegna næstliðins árs og hafa veitt fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald fjölmiðlaveitunnar skv. 17. gr., þar með talin gögn um raunverulegan eiganda og yfirráð samkvæmt skilgreiningu í 13. tölul. 3. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. k. Fjölmiðlaveita sé ekki í vanskilum vegna opinberra gjalda eða afdreginna lífeyrisiðgjalda. Leggja skal fram staðfestingu á skuldastöðu við opinbera aðila og lífeyrissjóði. Vísir er í eigu Sýnar sem fékk úthlutað rekstrarstyrk.
a. Um sé að ræða endurgreiðsluhæfan kostnað skv. 62. gr. h. b. Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar skv. IV. kafla og uppfylla að öðru leyti skilyrði laga þessara. c. Fjölmiðill skal hafa starfað með leyfi frá fjölmiðlanefnd sbr. 17. gr. eða skráningu, sbr. 14. gr. óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. d. Aðalmarkmið prent- og netmiðla skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla frá sjálfstæðri fréttastofu daglega nýjum fréttum eða fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. e. Efni sem birtist í fjölmiðli skal vera fjölbreytt og fyrir almenning á Íslandi. f. Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki fjörutíu og átta sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu daglega miðla nýju efni skv. d-lið. g. Ritstjórnarefni skal að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum og netmiðlum. Sömu skilyrði eiga við um staðbundna prent- og netmiðla, en áskilið er að minnst helmingur ritstjórnarefnis varði útbreiðslusvæði miðilsins með beinum eða óbeinum hætti. h. Einn sjötti hluti ritstjórnarefnis sem birtist í prent- og netmiðlum skal byggjast á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Sama gildir um fréttir, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni sem miðlað er af hljóð- og myndmiðlum og öðrum sambærilegum miðlum. i. Á fjölmiðli skulu starfa að lágmarki þrír starfsmenn í fullu starfi við að afla og miðla efni skv. d-lið en einn starfsmaður hjá staðbundnum fjölmiðli. j. Fjölmiðlaveita skal hafa staðið skil á árlegri skýrslugjöf til fjölmiðlanefndar skv. 23. gr. vegna næstliðins árs og hafa veitt fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald fjölmiðlaveitunnar skv. 17. gr., þar með talin gögn um raunverulegan eiganda og yfirráð samkvæmt skilgreiningu í 13. tölul. 3. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. k. Fjölmiðlaveita sé ekki í vanskilum vegna opinberra gjalda eða afdreginna lífeyrisiðgjalda. Leggja skal fram staðfestingu á skuldastöðu við opinbera aðila og lífeyrissjóði.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira