Ráku eina stærstu fótboltastjörnuna í sögu þjóðarinnar eftir aðeins ellefu leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 11:36 Diego Forlan er nú atvinnulaus þjálfari eftir að Penarol lét hann taka pokann sinn. EPA-EFE/RAUL MARTINEZ Úrúgvæska knattspyrnugoðsögnin Diego Forlan entist ekki lengi í starfi hjá æskufélagi sínu í Úrúgvæ. Diego Forlan átti glæsilegan feril sem leikmaður en þjálfaraferill hans er að byrja mjög illa. Penarol ákvað að reka Diego Forlan úr starfi þjálfara liðsins eftir aðeins ellefu leiki. Diego Forlan er nú 41 árs gamall en hann lagði skóna á hilluna árið 2018. Diego Forlan kom heim til Úrúgvæ fyrir tímabilið 2015-16 og hjálpaði þá Penarol liðinu að vinna titilinn. Hann endaði síðan ferillinn hjá liði í Indlandi og liði í Hong Kong. Diego Forlan has been sacked by hometown club Penarol in Uruguay after only 11 games in charge.Full story: https://t.co/saHyVqnA4H pic.twitter.com/eASpLMGQEc— BBC Sport (@BBCSport) September 1, 2020 Diego Forlan hóf knattspyrnuferil sinn hjá Penarol ellefu ára gamall en fékk fyrsta tækifærið í meistaraflokki hjá Independiente. Þaðan fór hann síðan til Manchester United og vann meðal annars enska titilinn. Forlan fékk hins vegar mikla gagnrýni á tíma sínum á Old Trafford. Forlan átti eftir að finna sig best á Spáni með liðum Villarreal og Atlético Madrid en framherjinn spilaði á Spáni frá 2004 til 2011. Hann var kosinn besti leikmaðurinn á HM 2010 í Suður Afríku. Forlan ætlaði að vera enn einn lærisveinn Sir Alex Ferguson til að reyna fyrir sér sem knattspyrnustjóri. Nú er að sjá hvort fallið í upphafi verið fararheill í framtíðinni. Diego Forlan stýrði Penarol í aðeins ellefu leikjum en hann hefur engu að síður verið þjálfari liðsins síðan í desember. Liðið vann aðeins fjóra af þessum ellefu leikjum og kórónuveiran sá til þess að leikirnir voru ekki fleiri. Forlan þakkaði fyrir tækifærið á Twitter og stuðningsmönnum félagsins fyrir stuðninginn. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Svona er fótboltinn,“ skrifaði Diego Forlan. Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira
Úrúgvæska knattspyrnugoðsögnin Diego Forlan entist ekki lengi í starfi hjá æskufélagi sínu í Úrúgvæ. Diego Forlan átti glæsilegan feril sem leikmaður en þjálfaraferill hans er að byrja mjög illa. Penarol ákvað að reka Diego Forlan úr starfi þjálfara liðsins eftir aðeins ellefu leiki. Diego Forlan er nú 41 árs gamall en hann lagði skóna á hilluna árið 2018. Diego Forlan kom heim til Úrúgvæ fyrir tímabilið 2015-16 og hjálpaði þá Penarol liðinu að vinna titilinn. Hann endaði síðan ferillinn hjá liði í Indlandi og liði í Hong Kong. Diego Forlan has been sacked by hometown club Penarol in Uruguay after only 11 games in charge.Full story: https://t.co/saHyVqnA4H pic.twitter.com/eASpLMGQEc— BBC Sport (@BBCSport) September 1, 2020 Diego Forlan hóf knattspyrnuferil sinn hjá Penarol ellefu ára gamall en fékk fyrsta tækifærið í meistaraflokki hjá Independiente. Þaðan fór hann síðan til Manchester United og vann meðal annars enska titilinn. Forlan fékk hins vegar mikla gagnrýni á tíma sínum á Old Trafford. Forlan átti eftir að finna sig best á Spáni með liðum Villarreal og Atlético Madrid en framherjinn spilaði á Spáni frá 2004 til 2011. Hann var kosinn besti leikmaðurinn á HM 2010 í Suður Afríku. Forlan ætlaði að vera enn einn lærisveinn Sir Alex Ferguson til að reyna fyrir sér sem knattspyrnustjóri. Nú er að sjá hvort fallið í upphafi verið fararheill í framtíðinni. Diego Forlan stýrði Penarol í aðeins ellefu leikjum en hann hefur engu að síður verið þjálfari liðsins síðan í desember. Liðið vann aðeins fjóra af þessum ellefu leikjum og kórónuveiran sá til þess að leikirnir voru ekki fleiri. Forlan þakkaði fyrir tækifærið á Twitter og stuðningsmönnum félagsins fyrir stuðninginn. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Svona er fótboltinn,“ skrifaði Diego Forlan.
Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira