Áhorfendur knattspyrnuleikja eitt þeirra mála sem ekki náðist að klára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2020 20:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir (fyrir miðju) ásamt Víði Reynissyni og Ölmu D. Möller. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að reglur um áhorfendur á knattspyrnuleikjum kunni að hafa verið eitt þeirra atriða sem hefði mátt skoða betur. Þá sagðist Þórólfur ekki telja að misræmi í tölulegum upplýsingum skipti höfuðmáli. Yfirvöld væru fús til að viðurkenna ef þau gerðu mistök. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi dagsins. Þar sagði hann jafnframt að sóttvarnayfirvöldum hafi borist gríðarlegt magn fyrirspurna og beiðna um leiðbeiningar vegna þeirra takmarka sem í gildi eru vegna kórónuveirufaraldursins. Unnið hafi verið með fjölmörgum aðilum að útfærslu ýmissa atriða. Á dögunum voru hliðin opnuð fyrir knattspyrnuþyrsta áhorfendur, þó með takmörkunum, eftir nokkrar vikur af nánast áhorfendalausum leikjum hér á landi. „Ég held að þetta hafi verið einn af þessum hlutum sem fór upp á milli og náðist ekki að klára á réttum tíma. Það er ekkert óeðlilegt við það þegar svona mikið er undir og mikið er í gangi í einu að eitthvað aðeins fari úrskeiðis. Mér finnst það ekki vera stóra málið í þessu og við bara lagfærum það.“ Horfa verði á stóru myndina Þá sagðist Þórólfur ekki telja að smávægilegt misræmi í tölulegri upplýsingagjöf skipti höfuðmáli. Fólk yrði að líta á stóru myndina. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Kári Stefánsson að þrír hefðu greinst með kórónuveiruna við seinni landamæraskimun. Kamilla Jósefsdóttir, staðgenginn sóttvarnalæknis, sagði hins vegar að tveir hefðu greinst. „Við erum fús að viðurkenna ef við gerum einhver mistök og bara lagfærum það. Við reynum að vinna með öllum, gera okkar besta til þess, þannig að allir nái ásættanlegum niðurstöðum,“ sagði Þórólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fótbolti Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að reglur um áhorfendur á knattspyrnuleikjum kunni að hafa verið eitt þeirra atriða sem hefði mátt skoða betur. Þá sagðist Þórólfur ekki telja að misræmi í tölulegum upplýsingum skipti höfuðmáli. Yfirvöld væru fús til að viðurkenna ef þau gerðu mistök. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi dagsins. Þar sagði hann jafnframt að sóttvarnayfirvöldum hafi borist gríðarlegt magn fyrirspurna og beiðna um leiðbeiningar vegna þeirra takmarka sem í gildi eru vegna kórónuveirufaraldursins. Unnið hafi verið með fjölmörgum aðilum að útfærslu ýmissa atriða. Á dögunum voru hliðin opnuð fyrir knattspyrnuþyrsta áhorfendur, þó með takmörkunum, eftir nokkrar vikur af nánast áhorfendalausum leikjum hér á landi. „Ég held að þetta hafi verið einn af þessum hlutum sem fór upp á milli og náðist ekki að klára á réttum tíma. Það er ekkert óeðlilegt við það þegar svona mikið er undir og mikið er í gangi í einu að eitthvað aðeins fari úrskeiðis. Mér finnst það ekki vera stóra málið í þessu og við bara lagfærum það.“ Horfa verði á stóru myndina Þá sagðist Þórólfur ekki telja að smávægilegt misræmi í tölulegri upplýsingagjöf skipti höfuðmáli. Fólk yrði að líta á stóru myndina. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Kári Stefánsson að þrír hefðu greinst með kórónuveiruna við seinni landamæraskimun. Kamilla Jósefsdóttir, staðgenginn sóttvarnalæknis, sagði hins vegar að tveir hefðu greinst. „Við erum fús að viðurkenna ef við gerum einhver mistök og bara lagfærum það. Við reynum að vinna með öllum, gera okkar besta til þess, þannig að allir nái ásættanlegum niðurstöðum,“ sagði Þórólfur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fótbolti Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira