Vilt þú fjárfesta í vopnasölu og mansali? Alma Hafsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 15:30 Ég hef margoft spurt sjálfa mig hvernig forsvarsmenn góðagerðasamtaka og háskóla réttlæti fyrir sér að starfsemin græði á spilakössum. Hvaða málefni telja þeir svo mikilvægt að engar aðrar leiðir séu færar og hvaða neyð er svo stór að rekstur spilakassa sé siðferðislega réttlætanleg? Lengi hefur verið vitað að eina fólkið sem spilar í þessum spilakössum eru spilafíklar sem misst hafa tökin og eru ekki að leggja góðgerðamálum lið af fúsum og frjálsum vilja, heldur eru þetta fíklar sem í raun eru að berjast fyrir lífi sínu og tilvist. Þeir vilja ekki vera þarna í margar klukkustundir á dag og mata spilakassana með öllu sínu lífsviðurværi. Hvað fær formenn og forstjóra þessara góðgerðamála til að birtast opinberlega og réttlæta þessa fjáröflun? Af hverju þurfa forsvarsmenn þessara stofnana yfir höfuð að réttlæta spilakassarekstur sinn? Ef skaðinn er enginn? Af hverju mæta formenn þessara góðgerðasamtaka ekki með rannsóknir og kannanir uppi í erminni sem sýna fram á jákvæðar, heilsufarslega og samfélagslega bætandi áhrif þess að spila í spilakössum þeirra öllum stundum fyrir allt sem einstaklingurinn á? Er ekki líka stórundarlegt að góðagerðasamtök, björgunarsveit og meðferðarstofnun séu með almannatengil í vinnu við að skrifa fréttir og svara fyrir slíka fjáröflun? Getum við ekki gert þá kröfu að góðgerðasamtök og háskóli stundi eingöngu fjáröflun sem ekki þarf réttlætingar við, sem er ekki í besta falli siðferðislega vafasöm? En gleymum því ekki að ábyrgðin liggur ekki einvörðungu hjá formönnum þessara samtaka heldur stjórna þeirra. Að sitja í stjórn Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ er ekki bera eitthvað kúl sem lítur vel út á ferilskrá, heldur er ábyrgðin gríðarlega mikil, sér í lagi þegar kemur að því að ákveða með hvaða hætti fjármuna skuli aflað. Nú má vel vera að innan stjórna þessarra samtaka sitji fólk sem vill ekki afla fjár með spilakössum en það er bara ekki nóg að vilja eða hugsa – það þarf að framkvæma. Með því að framkvæma ekki er þetta fólk að taka afstöðu með græðgi,siðleysi og ábyrgðarleysi. Fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja góðgerðasamtökin eru einnig að taka afstöðu. Við heyrum reglulega að fyrirtæki og stofnanir setji sér siðareglur. Innan fjárfestingastefnu lífeyrissjóða okkar gildir til dæmis sú regla að ekki skuli fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða eða selja vopn. Af hverju? Vegna þess að það er siðferðislega rangt. Við sem samfélag státum af friði og því að hér er enginn her. Fæst okkar væru til í að samþykkja slíka fjárfestingu, jafnvel þó hún skilaði okkur betri ávöxtun. Það sama ætti að gilda um starfsemi sem bókstaflega rústar lífi fólks og heilu fjölskyldnanna. Og hvað þá fyrir góðgerðasamtök, sem eftir orðanna hljóðan ættu aðeins að státa af góðum gjörðum. Ýmsir, þar á meðal forsvarsmenn umræddra góðgerðasamtaka, beita iðulega fyrir sér þeim rökum að einhvers staðar frá þurfi peningarnir að koma. Hvers konar réttlæting er það? Ef þau rök eru tekin gild má réttlæta hvaða tegund fjáröflunar sem er. Værir þú tilbúinn að styrkja samtök sem öfluðu fjár með mansali, vopnasölu eða vændi? Af því einhvers staðar frá verða peningarnir að koma! Við svona spurningu myndu þeir sem beita fyrir sig ofangreindum rökum gjarnan segja: “Já en, þetta er löglegt. Mansal, vopnasala og vændi eru það ekki”. Þá vil ég minna á að það sama gilti um fjárhættuspil þegar meint leyfi fyrir spilakössum var veitt Rauða krossinum, Landsbjörg, SÁÁ og Happdrætti Háskóla Íslands. Það er í raun enn svo, sbr. 183 gr. hegningalaga sem leggur blátt bann við fjárhættuspilum og veðmálum. Leyfi sem góðagerðasamtökum þessum var veitt með lögum árið 1994 er fyrir rekstri söfnunarkassa og happdrættisvéla, ekki þeirri fjárhættuspilastarfsemi sem spilakassar eru. Þar og í umfjöllun um frumvarpið er lýst fjáröflun sem á lítið skylt við spilakassana sem starfræktir eru í dag Þú kannt að spyrja: “Hvað eru þá söfnunarkassar og happdrættisvélar?” Það er von þú spyrjir. Hingað til hefur enginn getað svarað þeirri spurningu. Peningum fylgir ábyrgð og þegar almenningur í landinu leggur til peninga til góðgerðamála hljótum við að gera þá kröfu að ekki sé verið að svipta fólk lífsgæðum, jafnvel lífinu sjálfu og að slík samtök séu ekki að skapa slíka eymd og skaða og sýnt hefur verið fram á að spilakassar eru valdir að. Ert þú eða fyrirtæki sem þú ert í forsvari fyrir að styðja við slík góðgerðasamtök? Eða vilt þú gera þá sjálfsögðu kröfu að góðgerðasamtökin sem þú styrkir standi undir nafni og stundi aðeins góðar gjörðir? Höfundur starfar sem fíkni og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef margoft spurt sjálfa mig hvernig forsvarsmenn góðagerðasamtaka og háskóla réttlæti fyrir sér að starfsemin græði á spilakössum. Hvaða málefni telja þeir svo mikilvægt að engar aðrar leiðir séu færar og hvaða neyð er svo stór að rekstur spilakassa sé siðferðislega réttlætanleg? Lengi hefur verið vitað að eina fólkið sem spilar í þessum spilakössum eru spilafíklar sem misst hafa tökin og eru ekki að leggja góðgerðamálum lið af fúsum og frjálsum vilja, heldur eru þetta fíklar sem í raun eru að berjast fyrir lífi sínu og tilvist. Þeir vilja ekki vera þarna í margar klukkustundir á dag og mata spilakassana með öllu sínu lífsviðurværi. Hvað fær formenn og forstjóra þessara góðgerðamála til að birtast opinberlega og réttlæta þessa fjáröflun? Af hverju þurfa forsvarsmenn þessara stofnana yfir höfuð að réttlæta spilakassarekstur sinn? Ef skaðinn er enginn? Af hverju mæta formenn þessara góðgerðasamtaka ekki með rannsóknir og kannanir uppi í erminni sem sýna fram á jákvæðar, heilsufarslega og samfélagslega bætandi áhrif þess að spila í spilakössum þeirra öllum stundum fyrir allt sem einstaklingurinn á? Er ekki líka stórundarlegt að góðagerðasamtök, björgunarsveit og meðferðarstofnun séu með almannatengil í vinnu við að skrifa fréttir og svara fyrir slíka fjáröflun? Getum við ekki gert þá kröfu að góðgerðasamtök og háskóli stundi eingöngu fjáröflun sem ekki þarf réttlætingar við, sem er ekki í besta falli siðferðislega vafasöm? En gleymum því ekki að ábyrgðin liggur ekki einvörðungu hjá formönnum þessara samtaka heldur stjórna þeirra. Að sitja í stjórn Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ er ekki bera eitthvað kúl sem lítur vel út á ferilskrá, heldur er ábyrgðin gríðarlega mikil, sér í lagi þegar kemur að því að ákveða með hvaða hætti fjármuna skuli aflað. Nú má vel vera að innan stjórna þessarra samtaka sitji fólk sem vill ekki afla fjár með spilakössum en það er bara ekki nóg að vilja eða hugsa – það þarf að framkvæma. Með því að framkvæma ekki er þetta fólk að taka afstöðu með græðgi,siðleysi og ábyrgðarleysi. Fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja góðgerðasamtökin eru einnig að taka afstöðu. Við heyrum reglulega að fyrirtæki og stofnanir setji sér siðareglur. Innan fjárfestingastefnu lífeyrissjóða okkar gildir til dæmis sú regla að ekki skuli fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða eða selja vopn. Af hverju? Vegna þess að það er siðferðislega rangt. Við sem samfélag státum af friði og því að hér er enginn her. Fæst okkar væru til í að samþykkja slíka fjárfestingu, jafnvel þó hún skilaði okkur betri ávöxtun. Það sama ætti að gilda um starfsemi sem bókstaflega rústar lífi fólks og heilu fjölskyldnanna. Og hvað þá fyrir góðgerðasamtök, sem eftir orðanna hljóðan ættu aðeins að státa af góðum gjörðum. Ýmsir, þar á meðal forsvarsmenn umræddra góðgerðasamtaka, beita iðulega fyrir sér þeim rökum að einhvers staðar frá þurfi peningarnir að koma. Hvers konar réttlæting er það? Ef þau rök eru tekin gild má réttlæta hvaða tegund fjáröflunar sem er. Værir þú tilbúinn að styrkja samtök sem öfluðu fjár með mansali, vopnasölu eða vændi? Af því einhvers staðar frá verða peningarnir að koma! Við svona spurningu myndu þeir sem beita fyrir sig ofangreindum rökum gjarnan segja: “Já en, þetta er löglegt. Mansal, vopnasala og vændi eru það ekki”. Þá vil ég minna á að það sama gilti um fjárhættuspil þegar meint leyfi fyrir spilakössum var veitt Rauða krossinum, Landsbjörg, SÁÁ og Happdrætti Háskóla Íslands. Það er í raun enn svo, sbr. 183 gr. hegningalaga sem leggur blátt bann við fjárhættuspilum og veðmálum. Leyfi sem góðagerðasamtökum þessum var veitt með lögum árið 1994 er fyrir rekstri söfnunarkassa og happdrættisvéla, ekki þeirri fjárhættuspilastarfsemi sem spilakassar eru. Þar og í umfjöllun um frumvarpið er lýst fjáröflun sem á lítið skylt við spilakassana sem starfræktir eru í dag Þú kannt að spyrja: “Hvað eru þá söfnunarkassar og happdrættisvélar?” Það er von þú spyrjir. Hingað til hefur enginn getað svarað þeirri spurningu. Peningum fylgir ábyrgð og þegar almenningur í landinu leggur til peninga til góðgerðamála hljótum við að gera þá kröfu að ekki sé verið að svipta fólk lífsgæðum, jafnvel lífinu sjálfu og að slík samtök séu ekki að skapa slíka eymd og skaða og sýnt hefur verið fram á að spilakassar eru valdir að. Ert þú eða fyrirtæki sem þú ert í forsvari fyrir að styðja við slík góðgerðasamtök? Eða vilt þú gera þá sjálfsögðu kröfu að góðgerðasamtökin sem þú styrkir standi undir nafni og stundi aðeins góðar gjörðir? Höfundur starfar sem fíkni og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun