Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 15:18 Herjólfur. Vísir/vilhelm Öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar ná til allra starfsmanna fyrirtækisins í öllum deildum þess. Í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. sem send var fjölmiðlum seint á fjórða tímanum í dag segir að þann 20. ágúst hafi félagið byrjað ferli að hópuppsögn allra starfsmanna. Á þeim tímapunkti hafi endanleg niðurstaða þó ekki legið fyrir. Það hafi ekki verið fyrr en í dag, 31. ágúst, að stjórn Herjólfs tók „þá sársaukafullu ákvörðun“ að segja öllum starfsmönnum upp. „Er það gert í varúðarskyni þar sem stjórnin telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir missa vinnuna í uppsögnum dagsins en samkvæmt starfsmannalista á heimasíðu Herjólfs starfa hátt í sextíu manns hjá fyrirtækinu. Kórónuveira og meintar vanefndir ríkisins Í tilkynningu eru áhrif kórónuveirunnar á reksturinn sögð ein ástæðan að baki uppsögnunum. Ekki liggi heldur fyrir niðurstaða eða ákvörðun ríkisins um að „bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn.“ „Einnig telur stjórn félagsins að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja,“ segir í tilkynningu Herjólfs ohf. Þá sé vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er. Ekki hefur náðst í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra Herjólfs vegna málsins í dag. Í frétt Eyjafrétta um málið segir að tilkynnt hafi verið um uppsagnir starfsmanna á starfsmannafundi Herjólfs ohf. sem lauk nú síðdegis. Þá hafi starfsfólkið þriggja mánaða uppsagnarfrest og Herjólfur muni því sigla með óbreyttu sniði til 1. desember. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur verið rekin með miklu tapi undanfarin misseri, einkum vegna kórónuveirufaraldursins. Greint var frá því í Morgunblaðinu um helgina að Herjólfur ohf. hafi gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Fréttin hefur verið uppfærð. Herjólfur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar ná til allra starfsmanna fyrirtækisins í öllum deildum þess. Í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. sem send var fjölmiðlum seint á fjórða tímanum í dag segir að þann 20. ágúst hafi félagið byrjað ferli að hópuppsögn allra starfsmanna. Á þeim tímapunkti hafi endanleg niðurstaða þó ekki legið fyrir. Það hafi ekki verið fyrr en í dag, 31. ágúst, að stjórn Herjólfs tók „þá sársaukafullu ákvörðun“ að segja öllum starfsmönnum upp. „Er það gert í varúðarskyni þar sem stjórnin telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir missa vinnuna í uppsögnum dagsins en samkvæmt starfsmannalista á heimasíðu Herjólfs starfa hátt í sextíu manns hjá fyrirtækinu. Kórónuveira og meintar vanefndir ríkisins Í tilkynningu eru áhrif kórónuveirunnar á reksturinn sögð ein ástæðan að baki uppsögnunum. Ekki liggi heldur fyrir niðurstaða eða ákvörðun ríkisins um að „bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn.“ „Einnig telur stjórn félagsins að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja,“ segir í tilkynningu Herjólfs ohf. Þá sé vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er. Ekki hefur náðst í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra Herjólfs vegna málsins í dag. Í frétt Eyjafrétta um málið segir að tilkynnt hafi verið um uppsagnir starfsmanna á starfsmannafundi Herjólfs ohf. sem lauk nú síðdegis. Þá hafi starfsfólkið þriggja mánaða uppsagnarfrest og Herjólfur muni því sigla með óbreyttu sniði til 1. desember. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur verið rekin með miklu tapi undanfarin misseri, einkum vegna kórónuveirufaraldursins. Greint var frá því í Morgunblaðinu um helgina að Herjólfur ohf. hafi gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Fréttin hefur verið uppfærð.
Herjólfur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51