Haukarnir unnu tvö undirbúningsmót í ágúst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 13:30 Aron Kristjánsson hefur unnið nokkra titlana á Ásvöllum og er að byrja vel með liðið núna. Vísir/Daníel Aron Kristjánsson er að byrja vel með Haukaliðið sem hefur unnið bæði undirbúningsmót sín fyrir komandi tímabil í Olís deild karla í handbolta. Haukar tryggðu sér sigur á æfingamóti aðra helgina í röð þegar liðið vann FH í lokaleik Hafnarfjarðarmótsins á Ásvöllum. Haukaliðið hafði helgina á undan unnið Aftureldingu í úrslitaleik Ragnarsmótsins á Selfossi. Aron Kristjánsson tók aftur við Haukaliðinu í vor en þetta er í þriðja skiptið sem hann tekur við liðinu. Í hin tvö skiptin hefur hann búið til meistaralið á Ásvöllum og það lítur út fyrir að hann sé á góðri leið með liðið nú líka. Haukar unnu tveggja marka sigur á FH, 30-28, í Hafnarfjarðarslagnum sem var eins og venjulega lokaleikur hin árlega Hafnarfjarðamóts í handbolta. Haukum nægði jafntefli í leiknum og máttu í raun tapa leiknum þökk sé stórsigri liðsins á Aftureldingu. Heimamenn í Haukum voru sterkari í byrjun og náðu fjögurra marka forskoti snemma í leiknum. FH-ingar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna áður en var flautað til hálfleiks þar sem staðan var 17-17. Jafnt var með liðunum í seinni en Haukamenn þó alltaf skrefi á undan og unnu að lokum tveggja marka sigur 30-28 í jöfnum og spennandi leik. Stjarnan vann 25-24 sigur á Aftureldingu í hinum leik dagsins. Mosfellingar voru í við sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 2 mörkum, 14-12 þegar flautað var til hálfleiks. Stjörnumönnum tókst að vinna sig inn í leikinn í seinni og unnu að lokum eins marks sigur 25-24. Haukar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og standa því uppi sem Hafnarfjarðarmótsmeistarar 2020. Afturelding. FH og Sjarnan unnu síðan öll einn leik hvert. Haukar unnu einnig sautján marka sigur á Aftureldingu og tveggja marka sigur á Stjörnunni. Að loknum leik var lið mótsins valið og er liðið skipað eftirfarandi leikmönnum. Meistarar Hauka áttu þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eða markvörðinn Björgvin Páll Gústavsson, leikstjórnandann Tjörva Þorgeirsson og hægri hornamanninn Kristófer Mána Jónasson. Stjörnumenn áttu einnig þrjá leikmenn í liðinu eða vinstri hornamanninn Dag Gautason, línumanninn Sverri Eyjólfsson og besta varnarmanninn í Tandra Má Konráðssyni. FH átti besti vinstri skyttuna í Ásbirni Friðrikssyni og besta hægri skyttan var Birkir Benediktsson úr Aftureldingu. Hafnarfjarðarmótinu lauk í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins áttust við Stjarnan og Afturelding....Posted by Haukar Topphandbolti on Laugardagur, 29. ágúst 2020 Olís-deild karla Haukar Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Aron Kristjánsson er að byrja vel með Haukaliðið sem hefur unnið bæði undirbúningsmót sín fyrir komandi tímabil í Olís deild karla í handbolta. Haukar tryggðu sér sigur á æfingamóti aðra helgina í röð þegar liðið vann FH í lokaleik Hafnarfjarðarmótsins á Ásvöllum. Haukaliðið hafði helgina á undan unnið Aftureldingu í úrslitaleik Ragnarsmótsins á Selfossi. Aron Kristjánsson tók aftur við Haukaliðinu í vor en þetta er í þriðja skiptið sem hann tekur við liðinu. Í hin tvö skiptin hefur hann búið til meistaralið á Ásvöllum og það lítur út fyrir að hann sé á góðri leið með liðið nú líka. Haukar unnu tveggja marka sigur á FH, 30-28, í Hafnarfjarðarslagnum sem var eins og venjulega lokaleikur hin árlega Hafnarfjarðamóts í handbolta. Haukum nægði jafntefli í leiknum og máttu í raun tapa leiknum þökk sé stórsigri liðsins á Aftureldingu. Heimamenn í Haukum voru sterkari í byrjun og náðu fjögurra marka forskoti snemma í leiknum. FH-ingar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna áður en var flautað til hálfleiks þar sem staðan var 17-17. Jafnt var með liðunum í seinni en Haukamenn þó alltaf skrefi á undan og unnu að lokum tveggja marka sigur 30-28 í jöfnum og spennandi leik. Stjarnan vann 25-24 sigur á Aftureldingu í hinum leik dagsins. Mosfellingar voru í við sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 2 mörkum, 14-12 þegar flautað var til hálfleiks. Stjörnumönnum tókst að vinna sig inn í leikinn í seinni og unnu að lokum eins marks sigur 25-24. Haukar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og standa því uppi sem Hafnarfjarðarmótsmeistarar 2020. Afturelding. FH og Sjarnan unnu síðan öll einn leik hvert. Haukar unnu einnig sautján marka sigur á Aftureldingu og tveggja marka sigur á Stjörnunni. Að loknum leik var lið mótsins valið og er liðið skipað eftirfarandi leikmönnum. Meistarar Hauka áttu þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eða markvörðinn Björgvin Páll Gústavsson, leikstjórnandann Tjörva Þorgeirsson og hægri hornamanninn Kristófer Mána Jónasson. Stjörnumenn áttu einnig þrjá leikmenn í liðinu eða vinstri hornamanninn Dag Gautason, línumanninn Sverri Eyjólfsson og besta varnarmanninn í Tandra Má Konráðssyni. FH átti besti vinstri skyttuna í Ásbirni Friðrikssyni og besta hægri skyttan var Birkir Benediktsson úr Aftureldingu. Hafnarfjarðarmótinu lauk í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins áttust við Stjarnan og Afturelding....Posted by Haukar Topphandbolti on Laugardagur, 29. ágúst 2020
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira