„Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2020 11:53 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, viðraði þessa hugmynd í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar ræddi hann hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár á meðan efnahagskerfið nær sér aftur á strik eftir Covid-kreppuna. Sigurður Ingi veltir upp hugmyndinni eftir um 15 mínútur í klippunni að neðan. Formaður Bandalags háskólamanna gefur ekki mikið fyrir þessa hugmynd. „Tillagan vekur fyrst og fremst furðu, kjarasamningar standa og þeir hafa verið gerðir til tiltölulega langs tíma. En ekki bara það heldur erum við í mikilli kreppu sannarlega. Þetta er eftirspurnarkreppa og það þarf að halda uppi eftirspurn í samfélaginu þannig að fyrirtækin lifi og við komumst sæmilega heil í gegnum þetta. Það eiginlega skiptir mestu máli núna. Ég hef ekki trú á efnahagslegu gildi þessarar hugmyndar,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún segir hugmyndina vanhugsaða. „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu. Við erum að ná sæmilegu taki á þessari veiru. Okkur hefur gengið betur en mörgum öðrum. Það er vissulega mjög mikill samdráttur í efnahagslífinu. En þetta er eftirspurnarkreppa og það að lækka laun dregur úr eftirspurn og það er einmitt ekki það sem við ættum að gera núna.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, viðraði þessa hugmynd í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar ræddi hann hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár á meðan efnahagskerfið nær sér aftur á strik eftir Covid-kreppuna. Sigurður Ingi veltir upp hugmyndinni eftir um 15 mínútur í klippunni að neðan. Formaður Bandalags háskólamanna gefur ekki mikið fyrir þessa hugmynd. „Tillagan vekur fyrst og fremst furðu, kjarasamningar standa og þeir hafa verið gerðir til tiltölulega langs tíma. En ekki bara það heldur erum við í mikilli kreppu sannarlega. Þetta er eftirspurnarkreppa og það þarf að halda uppi eftirspurn í samfélaginu þannig að fyrirtækin lifi og við komumst sæmilega heil í gegnum þetta. Það eiginlega skiptir mestu máli núna. Ég hef ekki trú á efnahagslegu gildi þessarar hugmyndar,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún segir hugmyndina vanhugsaða. „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu. Við erum að ná sæmilegu taki á þessari veiru. Okkur hefur gengið betur en mörgum öðrum. Það er vissulega mjög mikill samdráttur í efnahagslífinu. En þetta er eftirspurnarkreppa og það að lækka laun dregur úr eftirspurn og það er einmitt ekki það sem við ættum að gera núna.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira