Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2020 19:00 Um fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar er nú án atvinnu. Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. Bæjaryfirvöld ætla að bregðast við aukinni þörf eftir fjárhagsaðstoð. Atvinnulíf Suðurnesja hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins. Ástandið var slæmt fyrir vegna falls WOW air. Í ágúst er áætlað að 17,3 prósent hafi verið án atvinnu á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ einum voru 19,4 prósent atvinnulaus í ágúst. 133 var sagt upp hjá Isavia á föstudag. Áður hafði 100 verið sagt upp í vor. „Og ég veit ekki hvort að öll kurl séu komin til grafar. Við erum alveg viðbúin því að staðan verði ennþá verri en þetta,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Velferðarsjóður Suðurnesja beinir nú fólki frá sem óskar eftir aðstoð vegna skólamáltíðar barna. Var ásóknin of mikil. Kjartan segir bæinn ætla að veita þeim fjárhagsaðstoð sem þurfa. „Við erum viðbúin því að þeim fjölgi verulega sem þurfa á henni að halda,“ segir Kjartan. Í vor veitti ríkisstjórnin 250 milljónum króna í 17 aðgerðir á Suðurnesjum vegna ástandsins á Suðurnesjum. Ráðherra segir meira þurfa til. „Það sem er auðvitað lykilatriði á Suðurnesjum eins og á Íslandi er að skapa ný störf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Þar nefnir Sigurður Ingi hugmyndir um byggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað 250 til 350 störf á næstu þremur árum. Er ætlunin þar að taka á móti og þjónusta stærstu fiskiskip landsins. Reykjaneshöfn, Reykjanesbær og Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í vikunni. „Þetta eru áhugaverðar hugmyndir sem er verið að skoða því þarna verða til ný störf og störf til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Þó hertar aðgerðir á landamærunum bitni harkalega á Suðurnesjunum segir Sigurður Ingi það hafa verið óhjákvæmilegt til að ná tökum á veirunni innanlands. „Það eru allir á sama báti í þeim verkefnum og um leið og við höfum náð tökum á því verðum við að vera tilbúin að fara í hina áttina eins og við gerðum svo vel í sumar,“ segir Sigurður Ingi og vísar þar til þess að þegar flugsamgöngur komast aftur í eðlilegt horf þá muni atvinnuhorfur batna hratt á Suðurnesjum. Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Um fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar er nú án atvinnu. Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. Bæjaryfirvöld ætla að bregðast við aukinni þörf eftir fjárhagsaðstoð. Atvinnulíf Suðurnesja hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins. Ástandið var slæmt fyrir vegna falls WOW air. Í ágúst er áætlað að 17,3 prósent hafi verið án atvinnu á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ einum voru 19,4 prósent atvinnulaus í ágúst. 133 var sagt upp hjá Isavia á föstudag. Áður hafði 100 verið sagt upp í vor. „Og ég veit ekki hvort að öll kurl séu komin til grafar. Við erum alveg viðbúin því að staðan verði ennþá verri en þetta,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Velferðarsjóður Suðurnesja beinir nú fólki frá sem óskar eftir aðstoð vegna skólamáltíðar barna. Var ásóknin of mikil. Kjartan segir bæinn ætla að veita þeim fjárhagsaðstoð sem þurfa. „Við erum viðbúin því að þeim fjölgi verulega sem þurfa á henni að halda,“ segir Kjartan. Í vor veitti ríkisstjórnin 250 milljónum króna í 17 aðgerðir á Suðurnesjum vegna ástandsins á Suðurnesjum. Ráðherra segir meira þurfa til. „Það sem er auðvitað lykilatriði á Suðurnesjum eins og á Íslandi er að skapa ný störf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Þar nefnir Sigurður Ingi hugmyndir um byggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað 250 til 350 störf á næstu þremur árum. Er ætlunin þar að taka á móti og þjónusta stærstu fiskiskip landsins. Reykjaneshöfn, Reykjanesbær og Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í vikunni. „Þetta eru áhugaverðar hugmyndir sem er verið að skoða því þarna verða til ný störf og störf til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Þó hertar aðgerðir á landamærunum bitni harkalega á Suðurnesjunum segir Sigurður Ingi það hafa verið óhjákvæmilegt til að ná tökum á veirunni innanlands. „Það eru allir á sama báti í þeim verkefnum og um leið og við höfum náð tökum á því verðum við að vera tilbúin að fara í hina áttina eins og við gerðum svo vel í sumar,“ segir Sigurður Ingi og vísar þar til þess að þegar flugsamgöngur komast aftur í eðlilegt horf þá muni atvinnuhorfur batna hratt á Suðurnesjum.
Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira