Sjá fyrir sér mikil tækifæri í að auka erlenda kvikmyndaframleiðslu hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 14:13 Game of Thrones var tekið upp á Íslandi eins og frægt er. Vísir/Vilhelm Leifur Dagfinsson, framkvæmdastjóri True North, telur að Ísland sé nú í góðri stöðu til að trekkja að erlend kvikmyndaverkefni. Til þess þurfi þó að liðka fyrir uppbyggingu kvikmyndavers og hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Ísland hefur á undanförnum árum verið bakgrunnur í fjölmörgum þáttum og kvikmyndum, þættirnir ofurvinsælu Game of Thrones líklega nærtækasta dæmið. Leifur ræddi stöðu erlendra kvikmyndaverkefna hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt Þór Ómari Jónssyni, kvikmyndaleikstjóra. Leifur segist hafa fundið fyrir miklum áhuga frá erlendum kvikmyndagerðarmönnum vegna þess að hér á landi hefur gengið tiltölulega vel að glíma við Covid-19. „Ég hef fundið fyrir því næstu mánuði eftir að Covid byrjaði er að framleiðendur stórir út í heimi hafa verið að leita til mín og True North með það að finna leiðir að koma með þessar stúdíótökur sínar og færa þær í heild sinni yfir til Íslands,“ sagði Leifur. Þetta sé frábrugðið því sem var þegar framleiðendur komu hingað til þess að taka upp einstök atriði. Því sé tækifæri nú fyrir yfirvöld að hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar sem nú nemur allt 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. „Nú eru tækifæri að hækka endurgreiðsluna til þess að það sé grundvöllur að byggja hér stúdíó og bæta í það sem Baltasar hefur verið að gera út á Gufunesi. Bæta í bæði hjá honum og kannski meira til þess að fá þennan iðnað á heilsársvettvangi, þannig að þetta sé iðnaður sem er stöðugur en ekki háður verkefnum sem koma hérna í mýflugumynd. Skjóta hérna í viku af því að það vantar snjó upp á jökli,“ sagði Leifur. Þetta væri til dæmis tilvalin leið til þess að aðstoða ferðaþjónustuna hér á landi, enda færi þriðjungur þeirra fjármuna sem koma inn í landið vegna kvikmyndaverkefna til ferðaþjónustunnar, að sögn Leifs. Milljarðar myndu fylgja heilli þáttaröð Eftirspurnin sé mikil en aðstöðuleysi hái þeim sem starfi við að aðstoða erlenda kvikmyndaframleiðendur að koma hingað til lands. „Til þess að geta tekið á móti þessum stóru verkefnum þurfum við á milli sex til tíu þúsund fermetra pláss til þess að vinna þetta,“ sagði Leifur en kvikmyndaver Baltasars Kormáks á Gufunesi er um þrjú þúsund fermetrar. Þetta gæti skilað því að kvikmyndaframleiðendur ákveði að framleiða þætti eða kvikmyndir hér í heilu lag. „Þá erum við að tala um að ef heil sería kemur, þá erum við að tala um 50-100 milljónir dollara,“ sagði Leifur, það eru um 7-13 milljarðar á gengi dagsins í dag. Sagði Leifur að bæði erlendir og íslenskir aðilar hafi sýnt því áhuga að byggja hér kvikmyndaver, en til þess væri lykilatriði að hækka endurgreiðsluna, til dæmis í 35 prósent eins á Írlandi, sem hefur fengið til sín stór verkefni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Sprengisandur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Leifur Dagfinsson, framkvæmdastjóri True North, telur að Ísland sé nú í góðri stöðu til að trekkja að erlend kvikmyndaverkefni. Til þess þurfi þó að liðka fyrir uppbyggingu kvikmyndavers og hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Ísland hefur á undanförnum árum verið bakgrunnur í fjölmörgum þáttum og kvikmyndum, þættirnir ofurvinsælu Game of Thrones líklega nærtækasta dæmið. Leifur ræddi stöðu erlendra kvikmyndaverkefna hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt Þór Ómari Jónssyni, kvikmyndaleikstjóra. Leifur segist hafa fundið fyrir miklum áhuga frá erlendum kvikmyndagerðarmönnum vegna þess að hér á landi hefur gengið tiltölulega vel að glíma við Covid-19. „Ég hef fundið fyrir því næstu mánuði eftir að Covid byrjaði er að framleiðendur stórir út í heimi hafa verið að leita til mín og True North með það að finna leiðir að koma með þessar stúdíótökur sínar og færa þær í heild sinni yfir til Íslands,“ sagði Leifur. Þetta sé frábrugðið því sem var þegar framleiðendur komu hingað til þess að taka upp einstök atriði. Því sé tækifæri nú fyrir yfirvöld að hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar sem nú nemur allt 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. „Nú eru tækifæri að hækka endurgreiðsluna til þess að það sé grundvöllur að byggja hér stúdíó og bæta í það sem Baltasar hefur verið að gera út á Gufunesi. Bæta í bæði hjá honum og kannski meira til þess að fá þennan iðnað á heilsársvettvangi, þannig að þetta sé iðnaður sem er stöðugur en ekki háður verkefnum sem koma hérna í mýflugumynd. Skjóta hérna í viku af því að það vantar snjó upp á jökli,“ sagði Leifur. Þetta væri til dæmis tilvalin leið til þess að aðstoða ferðaþjónustuna hér á landi, enda færi þriðjungur þeirra fjármuna sem koma inn í landið vegna kvikmyndaverkefna til ferðaþjónustunnar, að sögn Leifs. Milljarðar myndu fylgja heilli þáttaröð Eftirspurnin sé mikil en aðstöðuleysi hái þeim sem starfi við að aðstoða erlenda kvikmyndaframleiðendur að koma hingað til lands. „Til þess að geta tekið á móti þessum stóru verkefnum þurfum við á milli sex til tíu þúsund fermetra pláss til þess að vinna þetta,“ sagði Leifur en kvikmyndaver Baltasars Kormáks á Gufunesi er um þrjú þúsund fermetrar. Þetta gæti skilað því að kvikmyndaframleiðendur ákveði að framleiða þætti eða kvikmyndir hér í heilu lag. „Þá erum við að tala um að ef heil sería kemur, þá erum við að tala um 50-100 milljónir dollara,“ sagði Leifur, það eru um 7-13 milljarðar á gengi dagsins í dag. Sagði Leifur að bæði erlendir og íslenskir aðilar hafi sýnt því áhuga að byggja hér kvikmyndaver, en til þess væri lykilatriði að hækka endurgreiðsluna, til dæmis í 35 prósent eins á Írlandi, sem hefur fengið til sín stór verkefni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Sprengisandur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent