Sjá fyrir sér mikil tækifæri í að auka erlenda kvikmyndaframleiðslu hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 14:13 Game of Thrones var tekið upp á Íslandi eins og frægt er. Vísir/Vilhelm Leifur Dagfinsson, framkvæmdastjóri True North, telur að Ísland sé nú í góðri stöðu til að trekkja að erlend kvikmyndaverkefni. Til þess þurfi þó að liðka fyrir uppbyggingu kvikmyndavers og hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Ísland hefur á undanförnum árum verið bakgrunnur í fjölmörgum þáttum og kvikmyndum, þættirnir ofurvinsælu Game of Thrones líklega nærtækasta dæmið. Leifur ræddi stöðu erlendra kvikmyndaverkefna hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt Þór Ómari Jónssyni, kvikmyndaleikstjóra. Leifur segist hafa fundið fyrir miklum áhuga frá erlendum kvikmyndagerðarmönnum vegna þess að hér á landi hefur gengið tiltölulega vel að glíma við Covid-19. „Ég hef fundið fyrir því næstu mánuði eftir að Covid byrjaði er að framleiðendur stórir út í heimi hafa verið að leita til mín og True North með það að finna leiðir að koma með þessar stúdíótökur sínar og færa þær í heild sinni yfir til Íslands,“ sagði Leifur. Þetta sé frábrugðið því sem var þegar framleiðendur komu hingað til þess að taka upp einstök atriði. Því sé tækifæri nú fyrir yfirvöld að hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar sem nú nemur allt 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. „Nú eru tækifæri að hækka endurgreiðsluna til þess að það sé grundvöllur að byggja hér stúdíó og bæta í það sem Baltasar hefur verið að gera út á Gufunesi. Bæta í bæði hjá honum og kannski meira til þess að fá þennan iðnað á heilsársvettvangi, þannig að þetta sé iðnaður sem er stöðugur en ekki háður verkefnum sem koma hérna í mýflugumynd. Skjóta hérna í viku af því að það vantar snjó upp á jökli,“ sagði Leifur. Þetta væri til dæmis tilvalin leið til þess að aðstoða ferðaþjónustuna hér á landi, enda færi þriðjungur þeirra fjármuna sem koma inn í landið vegna kvikmyndaverkefna til ferðaþjónustunnar, að sögn Leifs. Milljarðar myndu fylgja heilli þáttaröð Eftirspurnin sé mikil en aðstöðuleysi hái þeim sem starfi við að aðstoða erlenda kvikmyndaframleiðendur að koma hingað til lands. „Til þess að geta tekið á móti þessum stóru verkefnum þurfum við á milli sex til tíu þúsund fermetra pláss til þess að vinna þetta,“ sagði Leifur en kvikmyndaver Baltasars Kormáks á Gufunesi er um þrjú þúsund fermetrar. Þetta gæti skilað því að kvikmyndaframleiðendur ákveði að framleiða þætti eða kvikmyndir hér í heilu lag. „Þá erum við að tala um að ef heil sería kemur, þá erum við að tala um 50-100 milljónir dollara,“ sagði Leifur, það eru um 7-13 milljarðar á gengi dagsins í dag. Sagði Leifur að bæði erlendir og íslenskir aðilar hafi sýnt því áhuga að byggja hér kvikmyndaver, en til þess væri lykilatriði að hækka endurgreiðsluna, til dæmis í 35 prósent eins á Írlandi, sem hefur fengið til sín stór verkefni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Sprengisandur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Leifur Dagfinsson, framkvæmdastjóri True North, telur að Ísland sé nú í góðri stöðu til að trekkja að erlend kvikmyndaverkefni. Til þess þurfi þó að liðka fyrir uppbyggingu kvikmyndavers og hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Ísland hefur á undanförnum árum verið bakgrunnur í fjölmörgum þáttum og kvikmyndum, þættirnir ofurvinsælu Game of Thrones líklega nærtækasta dæmið. Leifur ræddi stöðu erlendra kvikmyndaverkefna hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt Þór Ómari Jónssyni, kvikmyndaleikstjóra. Leifur segist hafa fundið fyrir miklum áhuga frá erlendum kvikmyndagerðarmönnum vegna þess að hér á landi hefur gengið tiltölulega vel að glíma við Covid-19. „Ég hef fundið fyrir því næstu mánuði eftir að Covid byrjaði er að framleiðendur stórir út í heimi hafa verið að leita til mín og True North með það að finna leiðir að koma með þessar stúdíótökur sínar og færa þær í heild sinni yfir til Íslands,“ sagði Leifur. Þetta sé frábrugðið því sem var þegar framleiðendur komu hingað til þess að taka upp einstök atriði. Því sé tækifæri nú fyrir yfirvöld að hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar sem nú nemur allt 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. „Nú eru tækifæri að hækka endurgreiðsluna til þess að það sé grundvöllur að byggja hér stúdíó og bæta í það sem Baltasar hefur verið að gera út á Gufunesi. Bæta í bæði hjá honum og kannski meira til þess að fá þennan iðnað á heilsársvettvangi, þannig að þetta sé iðnaður sem er stöðugur en ekki háður verkefnum sem koma hérna í mýflugumynd. Skjóta hérna í viku af því að það vantar snjó upp á jökli,“ sagði Leifur. Þetta væri til dæmis tilvalin leið til þess að aðstoða ferðaþjónustuna hér á landi, enda færi þriðjungur þeirra fjármuna sem koma inn í landið vegna kvikmyndaverkefna til ferðaþjónustunnar, að sögn Leifs. Milljarðar myndu fylgja heilli þáttaröð Eftirspurnin sé mikil en aðstöðuleysi hái þeim sem starfi við að aðstoða erlenda kvikmyndaframleiðendur að koma hingað til lands. „Til þess að geta tekið á móti þessum stóru verkefnum þurfum við á milli sex til tíu þúsund fermetra pláss til þess að vinna þetta,“ sagði Leifur en kvikmyndaver Baltasars Kormáks á Gufunesi er um þrjú þúsund fermetrar. Þetta gæti skilað því að kvikmyndaframleiðendur ákveði að framleiða þætti eða kvikmyndir hér í heilu lag. „Þá erum við að tala um að ef heil sería kemur, þá erum við að tala um 50-100 milljónir dollara,“ sagði Leifur, það eru um 7-13 milljarðar á gengi dagsins í dag. Sagði Leifur að bæði erlendir og íslenskir aðilar hafi sýnt því áhuga að byggja hér kvikmyndaver, en til þess væri lykilatriði að hækka endurgreiðsluna, til dæmis í 35 prósent eins á Írlandi, sem hefur fengið til sín stór verkefni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Sprengisandur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira