Staðan slæm á Suðurnesjum þar sem raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2020 18:30 Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. Isavia sagði 133 upp störfum í gær vegna samdráttar í flugi. Fyrir var staðan alvarleg á Suðurnesjum þar sem langflestir eru atvinnulausir, um 16,5 prósent og konur fleirri en karlar. Verkalýðsforingi segir stöðuna skelfilega. „Staðan er vægast sagt skelfileg. Annað hvort ertu atvinnulaus eða þekkir einhvern sem er atvinnulaus,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Staðan muni versna með haustinu þegar uppsagnarfrestur marga rennur út. Erfiður tími bíður þeirra sem detta brátt út af tekjutengdum bótum. „Þetta er náttúrlega mikið láglaunafólk sem er í mínu félagi og þetta er fólk sem lifir varla á milli mánaðamóta. Þegar sú staða kemur upp að þú ert að lækka meira í launum er fótunum kippt hressilega undan fólki,“ segir Guðbjörg. Margir nái ekki endum saman. „Og maður heyrir allskonar sögur núna þegar skólarnir eru að byrja. Fólk hafi ekki getað fatað börnin upp fyrir skólann og þegar leikskólarnir voru að byrja aftur. Það eru langar raðir hjá velferðarsjóði, kirkjunni og Fjölskylduhjálp. Það er greinilegt að þetta er að taka mikið í hjá fólki,“ segir Guðbjörg. Hún hefur talsverðar áhyggjur af stórum hópi sem er að missa vinnuna í fyrsta sinn eftir langan starfsferil. „Ég hef talsverðar áhyggjur af hópnum sem er á aldrinum 55 til 67 ára. Þetta er fólk sem er búið að vera í vinnu frá því það var 15, 16 og 17 ára. Hefur aldrei verið án vinnu og aldrei unnið önnur störf. Búin að vera í 20 til 30 ár hjá sama atvinnurekanda. Ég hef rosalegar áhyggjur af því að þessir einstaklingar festist á atvinnuleysisbótum vegna þess að þeir hafa kannski ekki aðra starfsreynslu eða telja sig ekki geta unnið við neitt annað. Það eru líka fordómar í atvinnulífinu gagnvart fólki sem er eldra en 55 ára. Ég hef áhyggjur af því að þessi hópur festist í kerfinu og fari ekki aftur út í atvinnulífið.“ Suðurnesjabær Reykjanesbær Vinnumarkaður Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vogar Tengdar fréttir Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. 29. ágúst 2020 22:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. Isavia sagði 133 upp störfum í gær vegna samdráttar í flugi. Fyrir var staðan alvarleg á Suðurnesjum þar sem langflestir eru atvinnulausir, um 16,5 prósent og konur fleirri en karlar. Verkalýðsforingi segir stöðuna skelfilega. „Staðan er vægast sagt skelfileg. Annað hvort ertu atvinnulaus eða þekkir einhvern sem er atvinnulaus,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Staðan muni versna með haustinu þegar uppsagnarfrestur marga rennur út. Erfiður tími bíður þeirra sem detta brátt út af tekjutengdum bótum. „Þetta er náttúrlega mikið láglaunafólk sem er í mínu félagi og þetta er fólk sem lifir varla á milli mánaðamóta. Þegar sú staða kemur upp að þú ert að lækka meira í launum er fótunum kippt hressilega undan fólki,“ segir Guðbjörg. Margir nái ekki endum saman. „Og maður heyrir allskonar sögur núna þegar skólarnir eru að byrja. Fólk hafi ekki getað fatað börnin upp fyrir skólann og þegar leikskólarnir voru að byrja aftur. Það eru langar raðir hjá velferðarsjóði, kirkjunni og Fjölskylduhjálp. Það er greinilegt að þetta er að taka mikið í hjá fólki,“ segir Guðbjörg. Hún hefur talsverðar áhyggjur af stórum hópi sem er að missa vinnuna í fyrsta sinn eftir langan starfsferil. „Ég hef talsverðar áhyggjur af hópnum sem er á aldrinum 55 til 67 ára. Þetta er fólk sem er búið að vera í vinnu frá því það var 15, 16 og 17 ára. Hefur aldrei verið án vinnu og aldrei unnið önnur störf. Búin að vera í 20 til 30 ár hjá sama atvinnurekanda. Ég hef rosalegar áhyggjur af því að þessir einstaklingar festist á atvinnuleysisbótum vegna þess að þeir hafa kannski ekki aðra starfsreynslu eða telja sig ekki geta unnið við neitt annað. Það eru líka fordómar í atvinnulífinu gagnvart fólki sem er eldra en 55 ára. Ég hef áhyggjur af því að þessi hópur festist í kerfinu og fari ekki aftur út í atvinnulífið.“
Suðurnesjabær Reykjanesbær Vinnumarkaður Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vogar Tengdar fréttir Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. 29. ágúst 2020 22:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. 29. ágúst 2020 22:54