Staðan slæm á Suðurnesjum þar sem raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2020 18:30 Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. Isavia sagði 133 upp störfum í gær vegna samdráttar í flugi. Fyrir var staðan alvarleg á Suðurnesjum þar sem langflestir eru atvinnulausir, um 16,5 prósent og konur fleirri en karlar. Verkalýðsforingi segir stöðuna skelfilega. „Staðan er vægast sagt skelfileg. Annað hvort ertu atvinnulaus eða þekkir einhvern sem er atvinnulaus,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Staðan muni versna með haustinu þegar uppsagnarfrestur marga rennur út. Erfiður tími bíður þeirra sem detta brátt út af tekjutengdum bótum. „Þetta er náttúrlega mikið láglaunafólk sem er í mínu félagi og þetta er fólk sem lifir varla á milli mánaðamóta. Þegar sú staða kemur upp að þú ert að lækka meira í launum er fótunum kippt hressilega undan fólki,“ segir Guðbjörg. Margir nái ekki endum saman. „Og maður heyrir allskonar sögur núna þegar skólarnir eru að byrja. Fólk hafi ekki getað fatað börnin upp fyrir skólann og þegar leikskólarnir voru að byrja aftur. Það eru langar raðir hjá velferðarsjóði, kirkjunni og Fjölskylduhjálp. Það er greinilegt að þetta er að taka mikið í hjá fólki,“ segir Guðbjörg. Hún hefur talsverðar áhyggjur af stórum hópi sem er að missa vinnuna í fyrsta sinn eftir langan starfsferil. „Ég hef talsverðar áhyggjur af hópnum sem er á aldrinum 55 til 67 ára. Þetta er fólk sem er búið að vera í vinnu frá því það var 15, 16 og 17 ára. Hefur aldrei verið án vinnu og aldrei unnið önnur störf. Búin að vera í 20 til 30 ár hjá sama atvinnurekanda. Ég hef rosalegar áhyggjur af því að þessir einstaklingar festist á atvinnuleysisbótum vegna þess að þeir hafa kannski ekki aðra starfsreynslu eða telja sig ekki geta unnið við neitt annað. Það eru líka fordómar í atvinnulífinu gagnvart fólki sem er eldra en 55 ára. Ég hef áhyggjur af því að þessi hópur festist í kerfinu og fari ekki aftur út í atvinnulífið.“ Suðurnesjabær Reykjanesbær Vinnumarkaður Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vogar Tengdar fréttir Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. 29. ágúst 2020 22:54 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. Isavia sagði 133 upp störfum í gær vegna samdráttar í flugi. Fyrir var staðan alvarleg á Suðurnesjum þar sem langflestir eru atvinnulausir, um 16,5 prósent og konur fleirri en karlar. Verkalýðsforingi segir stöðuna skelfilega. „Staðan er vægast sagt skelfileg. Annað hvort ertu atvinnulaus eða þekkir einhvern sem er atvinnulaus,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Staðan muni versna með haustinu þegar uppsagnarfrestur marga rennur út. Erfiður tími bíður þeirra sem detta brátt út af tekjutengdum bótum. „Þetta er náttúrlega mikið láglaunafólk sem er í mínu félagi og þetta er fólk sem lifir varla á milli mánaðamóta. Þegar sú staða kemur upp að þú ert að lækka meira í launum er fótunum kippt hressilega undan fólki,“ segir Guðbjörg. Margir nái ekki endum saman. „Og maður heyrir allskonar sögur núna þegar skólarnir eru að byrja. Fólk hafi ekki getað fatað börnin upp fyrir skólann og þegar leikskólarnir voru að byrja aftur. Það eru langar raðir hjá velferðarsjóði, kirkjunni og Fjölskylduhjálp. Það er greinilegt að þetta er að taka mikið í hjá fólki,“ segir Guðbjörg. Hún hefur talsverðar áhyggjur af stórum hópi sem er að missa vinnuna í fyrsta sinn eftir langan starfsferil. „Ég hef talsverðar áhyggjur af hópnum sem er á aldrinum 55 til 67 ára. Þetta er fólk sem er búið að vera í vinnu frá því það var 15, 16 og 17 ára. Hefur aldrei verið án vinnu og aldrei unnið önnur störf. Búin að vera í 20 til 30 ár hjá sama atvinnurekanda. Ég hef rosalegar áhyggjur af því að þessir einstaklingar festist á atvinnuleysisbótum vegna þess að þeir hafa kannski ekki aðra starfsreynslu eða telja sig ekki geta unnið við neitt annað. Það eru líka fordómar í atvinnulífinu gagnvart fólki sem er eldra en 55 ára. Ég hef áhyggjur af því að þessi hópur festist í kerfinu og fari ekki aftur út í atvinnulífið.“
Suðurnesjabær Reykjanesbær Vinnumarkaður Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vogar Tengdar fréttir Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. 29. ágúst 2020 22:54 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. 29. ágúst 2020 22:54