Meta neikvæð áhrif Covid-19 á fjárhag sveitafélaga á 33 milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2020 19:08 Áhrif Covid-19 faraldursins á fjárhag sveitarfélaga eru hlutfallslega mest þar sem umfang ferðaþjónustu er hlutfallslega stærst. Vísir/Vilhelm Gera má ráð fyrir að samanlögð rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna allra hér á landi verði 26,6 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum ársins 2020. Með auknum fjárfestingum upp á 6,5 milljarða nær talan rúmlega 33 milljörðum. Þetta er á meðal niðurstaðna sem finna má í skýrslu starfshóps um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir meðal annars að almennt sé hægt að segja að að áhrif Covid-19 faraldursins séu hlutfallslega mest þar sem umfang ferðaþjónustu er hlutfallslega stærst og þar sem ætla má að útgjöld vegna félagslegrar þjónustu og fjárhagsaðstoðar vegi þyngst. Þannig sé mörgum sveitarfélögum þröngur stakkur sniðinn hvað varðar viðbrögð við ástandinu, sérstaklega í ljósi þess hve reyna mun á framlög þeirra vegna lögbundinna verkefna, ekki síst í velferðar- og skólamálum. Í skýrslunni segir einnig að til að setja tölurnar sem nefndar voru í upphafi í samhengi hafi heildarútgjöld sveitarfélaganna árið 2019 verið rúmlega 390 milljarðar króna. Áhrifin nemi því 8,5 prósent af heildarútgjöldum sveitarfélaga frá árinu 2019 eða um 1,1 prósent af vergri landsframleiðslu sama ár. „Hér væru því um verulegar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu tilliti,“ segir á vef stjórnarráðsins. Starfshópurinn áætlar að útsvarstekjur sveitarfélaganna, stærsti einstaki tekjustofn þeirra, muni dragast verulega saman. Sveitarfélögin hafi gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlunum sínum að útsvarstekjur ársins myndu nema rúmlega 223 milljörðum króna en samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir má ætla að útsvarstekjurnar verði nokkuð minni eða um 212 milljarðar króna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Gera má ráð fyrir að samanlögð rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna allra hér á landi verði 26,6 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum ársins 2020. Með auknum fjárfestingum upp á 6,5 milljarða nær talan rúmlega 33 milljörðum. Þetta er á meðal niðurstaðna sem finna má í skýrslu starfshóps um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir meðal annars að almennt sé hægt að segja að að áhrif Covid-19 faraldursins séu hlutfallslega mest þar sem umfang ferðaþjónustu er hlutfallslega stærst og þar sem ætla má að útgjöld vegna félagslegrar þjónustu og fjárhagsaðstoðar vegi þyngst. Þannig sé mörgum sveitarfélögum þröngur stakkur sniðinn hvað varðar viðbrögð við ástandinu, sérstaklega í ljósi þess hve reyna mun á framlög þeirra vegna lögbundinna verkefna, ekki síst í velferðar- og skólamálum. Í skýrslunni segir einnig að til að setja tölurnar sem nefndar voru í upphafi í samhengi hafi heildarútgjöld sveitarfélaganna árið 2019 verið rúmlega 390 milljarðar króna. Áhrifin nemi því 8,5 prósent af heildarútgjöldum sveitarfélaga frá árinu 2019 eða um 1,1 prósent af vergri landsframleiðslu sama ár. „Hér væru því um verulegar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu tilliti,“ segir á vef stjórnarráðsins. Starfshópurinn áætlar að útsvarstekjur sveitarfélaganna, stærsti einstaki tekjustofn þeirra, muni dragast verulega saman. Sveitarfélögin hafi gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlunum sínum að útsvarstekjur ársins myndu nema rúmlega 223 milljörðum króna en samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir má ætla að útsvarstekjurnar verði nokkuð minni eða um 212 milljarðar króna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira