Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2020 12:26 Félagarnir Frederik Tillitz og Ólafur Steinar Gestsson reyndu að komast inn í Hvíta-Rússland sem venjulegir ferðamenn en voru gripnir glóðvolgir á flugvellinum. Enga blaðamenn hingað, takk fyrir, segir Lúkasjenkó. Ólafur Steinar Ólafur Steinar Gestsson fréttaljósmyndari og félagi hans, hinn danski blaðamaður Frederik Tillitz, lentu í miklum hremmingum á flugvellinum í Mínsk. Þeir höfðu vonast til að komast inn í landið með það fyrir augum að greina frá ástandinu í Hvíta-Rússlandi, þá út frá því sjónarhorni götunnar hvar hinum miklu mótmæli standa yfir. En voru gripnir glóðvolgir. Ólafur Steinar komst reyndar í gegnum vegabréfaeftirlitið en Frederik var gripinn, handtekinn og í kjölfarið var þeim snúið við. Þeir eru nú staddir í Póllandi. Ástandið í Hvíta-Rússlandi fer hríðversnandi dag frá degi. Mótmælaalda hefur risið í kjölfar forsetkosninganna, eftir að Alexander Lúkasjenkó forseti var endurkjörinn fimmta sinni fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt opinberum niðurstöðum hlaut Lúkasjenkó yfirburðakosningu og er sagður studdur af yfir 80 prósent kjósenda en andstæðingar Lúkasjenkó að úrslit þeirra hafi verið ráðin fyrir fram. Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur haldið neyðarfundi vegna ástandsins, Lúkasjenkó hefur sagst ætla sér að kveða mótmælin í kútinn með góðu eða illu og nýjustu fréttir herma að blaðamenn, sem vilja greina frá stöðu mála, hafi verið handteknir í Hvíta-Rússlandi. Amnesty International hefur vakið sérstaklega athygli á alvarleika þessa. Blaðamenn óvelkomnir í Hvíta-Rússlandi Ólafur Steinar, sem hefur starfað í Danmörku undanfarin ár og er verðlaunaður fréttaljósmyndari, segir að þetta hafi verið heilmikill hasar. Búið er að loka fyrir það að blaðamenn komist inn í landið á blaðamannapassa sínum, eða svokölluðu blaðamannavísa, þannig að þeir gripu til þess ráðs að reyna að komast inn í landið á túristavísa. Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir að niðurstöður forsetakosninganna sem fóru fram síðasta sunnudag voru kynntar.EPA-EFE/YAUHEN YERCHAK Þeir Ólafur Steinar og Frederik taka það fram að auðvitað vildu þeir fara til landsins á blaðamannavísa, að þeir þyrftu ekki að vera þarna á fölskum forsendum. En þeir gátu þó ekki séð að það væri siðferðilega rangt að teknu tilliti til vestrænna viðhorfa til blaðamennsku: Að greint sé frá því sem fyrir augu ber. En þeir gerðu sér hins vegar fulla grein fyrir því að þannig líta yfirvöld í Hvíta-Rússlandi, hvar Lúkasjenkó ræður ríkjum, ekki á málin. Þeir Ólafur Steinar og Frederik mátu það svo að helmings líkurnar væru á því að þeir kæmust inn og það kom á daginn. Ólafur Steinar komst í gegnum vegabréfaeftirlitið en þar var hins vegar Frederik gripinn. „Þeir vildu ekki trúa því að hann væri venjulegur túristi. Þeim fannst strax dularfullt að hann væri með nýtt vegabréf,“ segir Ólafur Steinar. Reyndu að líta út sem venjulegir túristar Þeir félagar flugu frá Kaupmannahöfn til Franfúrt í Þýskalandi og þaðan svo til Minsk. Þeir starfa sem sjálfstæðir blaðamenn en höfðu selt greinaflokk sinn fyrirfram til Dagbladed Information. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, ætlar sér að berja mótmælaölduna niður með góðu eða illu. Liður í því er að handtaka blaðamenn og eða meina þeim að koma til landsins.Getty/ Nikolai Petro „Ég komst inn. Ég var spurður um hvert erindi mitt væri og ég sagðist vera að fara í frí,“ segir Ólafur Steinar en þeir Frederik voru búnir að panta sér sérstaklega dvöl á heilsuhóteli svo það liti út sem svo að það væri erindi þeirra. En það gekk ekki eins vel fyrir Frederik að komast inn. „Þeir fóru að spyrja út í vegabréfið og vildu kanna hann nánar. Svo var hann tekinn á einhvern bás, vegabréfabás, og þaðan var hann leiddur inn í sérstakt yfirheyrsluherbergi þar sem hann var spurður fleiri spurninga,“ segir Ólafur Steinar. Komust að því að Frederik er blaðamaður Frederik segir að þar hafi lögreglan á flugvellinum tekið farsíma hans trausta taki og grandskoðað. Meðal annars fóru þeir í gegnum myndir sem á honum voru og svo símtalaskrá. Hann var búinn að eyða út öllum símtölum og símanúmerum á þá sem hann hafði verið í sambandi við í Hvíta-Rússlandi áður en þeir lögðu upp. Auk þess hafði hann eytt öllum þeim Hvít-Rússum sem hann hafði verið tengdur á samfélagsmiðlum. Hann vildi ekki koma heimildarmönnum sínum í vandræði og/eða setja í hættu. Þarna var Frederik Tillitz hafður í haldi, á flugvellinum. Hann segir að þar hafi ríkt afar sveitt karlastemming, eins og hann orðar það.Frederik Tillitz En allt kom fyrir ekki. Lögreglan á flugvellinum fann út að hann hafði verið í sambandi við aðila innan lands samkvæmt rakningu á símtölum. Frederik neitaði því hins vegar staðfastlega og hafði engan hug á að koma upp um heimildarmenn hans. Við svo búið var hann leiddur inn í þar til gert rými á flugvellinum hvar menn voru hafðir í haldi. „Svo googluðu hann og sáu að í síðustu viku hafði hann skrifað grein um Hvíta-Rússland. En við vorum þarna saman í desember, þannig að … þeir komust að því að hann var blaðamaður,“ segir Ólafur Steinar. Sveitt karlastemming í gæsluvarðhaldinu Að sögn Frederiks var sveitt karlastemmning í því rými þar sem hann var hafður í haldi. Hann var í klefa með manni frá Pakistana og öðrum blaðamanni en enginn kunni ensku. Og ekki verðirnir. Ef til lengri dvalar hefði komið, sem ekki var loku fyrir skotið en í gæsluvarðahaldsrýminu hitti Frederik Pakistana sem hafði verið þarna dögum saman, þá var þetta svefnaðstaðan.Frederik Tillitz En honum var svo afhent sérstakt synjunarbréf, þar sem honum var tilkynnt að hann fengi ekki að fara inn í landið. Meðan á þessu stóð, sem var í nokkra klukkutíma, var Ólafur Steinar á kaffihúsi á flugvellinum. Svo vel vildi til að Frederik fékk að halda síma sínum og tölvu, þrátt fyrir allt, og náði hann að upplýsa Ólaf Steinar um stöðu mála. Ólafur Steinar keypti því flugmiða til baka, í ljósi stöðunnar, og var nærtækast að kaupa miða til Póllands í snatri. Frederik fékk lögreglufylgd út í flugvél og þar eru þeir nú staddir. Ekki búnir að gefast upp Þeir Ólafur Steinar og Frederik segjast ætla að reyna að finna leið til að komast inn í landið; telja nauðsynlegt að komast í nálægt við þessa miklu atburði sem eiga sér stað – mikilvægt sé að segja þá sögu og af mótmælum fólksins á götunni. Þeir hafa ekki gefist upp. Ólafur Steinar segir reyndar, í ljósi nýjustu tíðinda af því að blaðamenn hafi verið handteknir í stórum stíl, meðal annars frá BBC, að þá megi þeir ef til vill prísa sig sæla að vera í Póllandi en ekki í landi Lúkasjenkós. En það er ekki spurt um slíkt. Hvíta-Rússland Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ólafur Steinar Gestsson fréttaljósmyndari og félagi hans, hinn danski blaðamaður Frederik Tillitz, lentu í miklum hremmingum á flugvellinum í Mínsk. Þeir höfðu vonast til að komast inn í landið með það fyrir augum að greina frá ástandinu í Hvíta-Rússlandi, þá út frá því sjónarhorni götunnar hvar hinum miklu mótmæli standa yfir. En voru gripnir glóðvolgir. Ólafur Steinar komst reyndar í gegnum vegabréfaeftirlitið en Frederik var gripinn, handtekinn og í kjölfarið var þeim snúið við. Þeir eru nú staddir í Póllandi. Ástandið í Hvíta-Rússlandi fer hríðversnandi dag frá degi. Mótmælaalda hefur risið í kjölfar forsetkosninganna, eftir að Alexander Lúkasjenkó forseti var endurkjörinn fimmta sinni fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt opinberum niðurstöðum hlaut Lúkasjenkó yfirburðakosningu og er sagður studdur af yfir 80 prósent kjósenda en andstæðingar Lúkasjenkó að úrslit þeirra hafi verið ráðin fyrir fram. Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur haldið neyðarfundi vegna ástandsins, Lúkasjenkó hefur sagst ætla sér að kveða mótmælin í kútinn með góðu eða illu og nýjustu fréttir herma að blaðamenn, sem vilja greina frá stöðu mála, hafi verið handteknir í Hvíta-Rússlandi. Amnesty International hefur vakið sérstaklega athygli á alvarleika þessa. Blaðamenn óvelkomnir í Hvíta-Rússlandi Ólafur Steinar, sem hefur starfað í Danmörku undanfarin ár og er verðlaunaður fréttaljósmyndari, segir að þetta hafi verið heilmikill hasar. Búið er að loka fyrir það að blaðamenn komist inn í landið á blaðamannapassa sínum, eða svokölluðu blaðamannavísa, þannig að þeir gripu til þess ráðs að reyna að komast inn í landið á túristavísa. Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir að niðurstöður forsetakosninganna sem fóru fram síðasta sunnudag voru kynntar.EPA-EFE/YAUHEN YERCHAK Þeir Ólafur Steinar og Frederik taka það fram að auðvitað vildu þeir fara til landsins á blaðamannavísa, að þeir þyrftu ekki að vera þarna á fölskum forsendum. En þeir gátu þó ekki séð að það væri siðferðilega rangt að teknu tilliti til vestrænna viðhorfa til blaðamennsku: Að greint sé frá því sem fyrir augu ber. En þeir gerðu sér hins vegar fulla grein fyrir því að þannig líta yfirvöld í Hvíta-Rússlandi, hvar Lúkasjenkó ræður ríkjum, ekki á málin. Þeir Ólafur Steinar og Frederik mátu það svo að helmings líkurnar væru á því að þeir kæmust inn og það kom á daginn. Ólafur Steinar komst í gegnum vegabréfaeftirlitið en þar var hins vegar Frederik gripinn. „Þeir vildu ekki trúa því að hann væri venjulegur túristi. Þeim fannst strax dularfullt að hann væri með nýtt vegabréf,“ segir Ólafur Steinar. Reyndu að líta út sem venjulegir túristar Þeir félagar flugu frá Kaupmannahöfn til Franfúrt í Þýskalandi og þaðan svo til Minsk. Þeir starfa sem sjálfstæðir blaðamenn en höfðu selt greinaflokk sinn fyrirfram til Dagbladed Information. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, ætlar sér að berja mótmælaölduna niður með góðu eða illu. Liður í því er að handtaka blaðamenn og eða meina þeim að koma til landsins.Getty/ Nikolai Petro „Ég komst inn. Ég var spurður um hvert erindi mitt væri og ég sagðist vera að fara í frí,“ segir Ólafur Steinar en þeir Frederik voru búnir að panta sér sérstaklega dvöl á heilsuhóteli svo það liti út sem svo að það væri erindi þeirra. En það gekk ekki eins vel fyrir Frederik að komast inn. „Þeir fóru að spyrja út í vegabréfið og vildu kanna hann nánar. Svo var hann tekinn á einhvern bás, vegabréfabás, og þaðan var hann leiddur inn í sérstakt yfirheyrsluherbergi þar sem hann var spurður fleiri spurninga,“ segir Ólafur Steinar. Komust að því að Frederik er blaðamaður Frederik segir að þar hafi lögreglan á flugvellinum tekið farsíma hans trausta taki og grandskoðað. Meðal annars fóru þeir í gegnum myndir sem á honum voru og svo símtalaskrá. Hann var búinn að eyða út öllum símtölum og símanúmerum á þá sem hann hafði verið í sambandi við í Hvíta-Rússlandi áður en þeir lögðu upp. Auk þess hafði hann eytt öllum þeim Hvít-Rússum sem hann hafði verið tengdur á samfélagsmiðlum. Hann vildi ekki koma heimildarmönnum sínum í vandræði og/eða setja í hættu. Þarna var Frederik Tillitz hafður í haldi, á flugvellinum. Hann segir að þar hafi ríkt afar sveitt karlastemming, eins og hann orðar það.Frederik Tillitz En allt kom fyrir ekki. Lögreglan á flugvellinum fann út að hann hafði verið í sambandi við aðila innan lands samkvæmt rakningu á símtölum. Frederik neitaði því hins vegar staðfastlega og hafði engan hug á að koma upp um heimildarmenn hans. Við svo búið var hann leiddur inn í þar til gert rými á flugvellinum hvar menn voru hafðir í haldi. „Svo googluðu hann og sáu að í síðustu viku hafði hann skrifað grein um Hvíta-Rússland. En við vorum þarna saman í desember, þannig að … þeir komust að því að hann var blaðamaður,“ segir Ólafur Steinar. Sveitt karlastemming í gæsluvarðhaldinu Að sögn Frederiks var sveitt karlastemmning í því rými þar sem hann var hafður í haldi. Hann var í klefa með manni frá Pakistana og öðrum blaðamanni en enginn kunni ensku. Og ekki verðirnir. Ef til lengri dvalar hefði komið, sem ekki var loku fyrir skotið en í gæsluvarðahaldsrýminu hitti Frederik Pakistana sem hafði verið þarna dögum saman, þá var þetta svefnaðstaðan.Frederik Tillitz En honum var svo afhent sérstakt synjunarbréf, þar sem honum var tilkynnt að hann fengi ekki að fara inn í landið. Meðan á þessu stóð, sem var í nokkra klukkutíma, var Ólafur Steinar á kaffihúsi á flugvellinum. Svo vel vildi til að Frederik fékk að halda síma sínum og tölvu, þrátt fyrir allt, og náði hann að upplýsa Ólaf Steinar um stöðu mála. Ólafur Steinar keypti því flugmiða til baka, í ljósi stöðunnar, og var nærtækast að kaupa miða til Póllands í snatri. Frederik fékk lögreglufylgd út í flugvél og þar eru þeir nú staddir. Ekki búnir að gefast upp Þeir Ólafur Steinar og Frederik segjast ætla að reyna að finna leið til að komast inn í landið; telja nauðsynlegt að komast í nálægt við þessa miklu atburði sem eiga sér stað – mikilvægt sé að segja þá sögu og af mótmælum fólksins á götunni. Þeir hafa ekki gefist upp. Ólafur Steinar segir reyndar, í ljósi nýjustu tíðinda af því að blaðamenn hafi verið handteknir í stórum stíl, meðal annars frá BBC, að þá megi þeir ef til vill prísa sig sæla að vera í Póllandi en ekki í landi Lúkasjenkós. En það er ekki spurt um slíkt.
Hvíta-Rússland Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45
Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent