„Hefði ekki verið kjörið að hafa Sveindísi frammi á móti þessu miðvarðapari?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2020 12:30 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni í leik Breiðabliks og Selfoss á mánudaginn. vísir/vilhelm Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, hefði viljað sjá Þorstein Halldórsson, þjálfara Breiðabliks, nota Sveindísi Jane Jónsdóttur í fremstu víglínu í leiknum gegn Selfossi á mánudaginn. Selfyssingar unnu 1-2 sigur en þetta var fyrsta tap Blika í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna, er í sóttkví og gat því ekki leikið með Breiðabliki gegn Selfossi. Rakel Hönnudóttir tók stöðu hennar sem fremsti maður Blika. Bára segir að það hefði verið vænlegra til árangurs að færa Sveindísi af hægri kantinum og í fremstu víglínu. „Mig langar aðeins að setja spurningarmerki við uppleggið hans Steina. Hann var ekki Berglindi og ég velti fyrir mér hvort hún sé svona svakalega mikilvæg í þessu liði. En hefði þetta ekki verið kjörið tækifæri til að negla Sveindísi upp á topp?“ velti Bára fyrir sér í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Hún segir að Sveindís hefði hentað vel gegn miðvörðum Selfoss. „Anna Björk [Kristjánsdóttir] og Áslaug Dóra [Sigurbjörnsdóttir] eru báðar sterkar og góðar að skalla en ekki hraðar. Hefði ekki verið kjörið að hafa Sveindísi frammi á móti þessu miðvarðapari og sjá hvort hún gæti sótt eitthvað? Steini hefur talað um að hann sé íhaldssamur og mögulega var hann of íhaldssamur þarna. Mér fannst þetta ekki virka.“ Sveindís er framherji að upplagi en hefur leikið á hægri kantinum hjá Breiðabliki í sumar með góðum árangri. „Mér finnst svo mikilvægt fyrir hana að halda í þetta framherja „element“ í henni þótt hún sé að spila úti á kanti,“ sagði Bára. Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng. „Eins og hann [Þorsteinn] sagði í viðtali er ekkert undan Rakel að kvarta. En að sama skapi er Sveindís framherji og það er mikilvægt fyrir hana að finna að hún sé enn hugsuð þannig.“ Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Valur getur skotist á toppinn með sigri á Þór/KA í kvöld. Næsti leikur Breiðabliks er gegn ÍA í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn kemur. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Sveindísi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu mörkin sem Blikar fá á sig og konfektmola Birtu Það voru tólf mörk skoruð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gær og þau má sjá öll hér á Vísi. 25. ágúst 2020 15:00 Tvö ár og tveir mánuðir liðu án þess að Blikar töpuðu leik sem skipti máli Breiðablik náði að leika 27 leik í röð án þess að tapa í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, áður en Barbára Sól Gísladóttir tók til sinna ráða í gærkvöld. 25. ágúst 2020 13:15 „Ég var búin að ákveða að skora“ „Ég var búin að ákveða að skora. Ég var ekki búin að skora neitt í sumar og það kom loksins í dag,“ sagði hetja Selfyssinga, Barbára Sól Gísladóttir, rétt eftir að hafa skorað glæsilegt sigurmark gegn Breiðabliki í kvöld. 24. ágúst 2020 21:40 Umfjöllun: Breiðablik - Selfoss 1-2 | Barbára hetjan þegar toppliðið hrasaði í fyrsta sinn Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að skora gegn Breiðabliki í sumar, fyrsta liðið til að ná í stig gegn Blikakonum og fyrsta liðið til að vinna þær. 24. ágúst 2020 22:10 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, hefði viljað sjá Þorstein Halldórsson, þjálfara Breiðabliks, nota Sveindísi Jane Jónsdóttur í fremstu víglínu í leiknum gegn Selfossi á mánudaginn. Selfyssingar unnu 1-2 sigur en þetta var fyrsta tap Blika í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna, er í sóttkví og gat því ekki leikið með Breiðabliki gegn Selfossi. Rakel Hönnudóttir tók stöðu hennar sem fremsti maður Blika. Bára segir að það hefði verið vænlegra til árangurs að færa Sveindísi af hægri kantinum og í fremstu víglínu. „Mig langar aðeins að setja spurningarmerki við uppleggið hans Steina. Hann var ekki Berglindi og ég velti fyrir mér hvort hún sé svona svakalega mikilvæg í þessu liði. En hefði þetta ekki verið kjörið tækifæri til að negla Sveindísi upp á topp?“ velti Bára fyrir sér í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Hún segir að Sveindís hefði hentað vel gegn miðvörðum Selfoss. „Anna Björk [Kristjánsdóttir] og Áslaug Dóra [Sigurbjörnsdóttir] eru báðar sterkar og góðar að skalla en ekki hraðar. Hefði ekki verið kjörið að hafa Sveindísi frammi á móti þessu miðvarðapari og sjá hvort hún gæti sótt eitthvað? Steini hefur talað um að hann sé íhaldssamur og mögulega var hann of íhaldssamur þarna. Mér fannst þetta ekki virka.“ Sveindís er framherji að upplagi en hefur leikið á hægri kantinum hjá Breiðabliki í sumar með góðum árangri. „Mér finnst svo mikilvægt fyrir hana að halda í þetta framherja „element“ í henni þótt hún sé að spila úti á kanti,“ sagði Bára. Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng. „Eins og hann [Þorsteinn] sagði í viðtali er ekkert undan Rakel að kvarta. En að sama skapi er Sveindís framherji og það er mikilvægt fyrir hana að finna að hún sé enn hugsuð þannig.“ Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Valur getur skotist á toppinn með sigri á Þór/KA í kvöld. Næsti leikur Breiðabliks er gegn ÍA í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn kemur. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Sveindísi
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu mörkin sem Blikar fá á sig og konfektmola Birtu Það voru tólf mörk skoruð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gær og þau má sjá öll hér á Vísi. 25. ágúst 2020 15:00 Tvö ár og tveir mánuðir liðu án þess að Blikar töpuðu leik sem skipti máli Breiðablik náði að leika 27 leik í röð án þess að tapa í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, áður en Barbára Sól Gísladóttir tók til sinna ráða í gærkvöld. 25. ágúst 2020 13:15 „Ég var búin að ákveða að skora“ „Ég var búin að ákveða að skora. Ég var ekki búin að skora neitt í sumar og það kom loksins í dag,“ sagði hetja Selfyssinga, Barbára Sól Gísladóttir, rétt eftir að hafa skorað glæsilegt sigurmark gegn Breiðabliki í kvöld. 24. ágúst 2020 21:40 Umfjöllun: Breiðablik - Selfoss 1-2 | Barbára hetjan þegar toppliðið hrasaði í fyrsta sinn Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að skora gegn Breiðabliki í sumar, fyrsta liðið til að ná í stig gegn Blikakonum og fyrsta liðið til að vinna þær. 24. ágúst 2020 22:10 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Sjáðu fyrstu mörkin sem Blikar fá á sig og konfektmola Birtu Það voru tólf mörk skoruð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gær og þau má sjá öll hér á Vísi. 25. ágúst 2020 15:00
Tvö ár og tveir mánuðir liðu án þess að Blikar töpuðu leik sem skipti máli Breiðablik náði að leika 27 leik í röð án þess að tapa í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, áður en Barbára Sól Gísladóttir tók til sinna ráða í gærkvöld. 25. ágúst 2020 13:15
„Ég var búin að ákveða að skora“ „Ég var búin að ákveða að skora. Ég var ekki búin að skora neitt í sumar og það kom loksins í dag,“ sagði hetja Selfyssinga, Barbára Sól Gísladóttir, rétt eftir að hafa skorað glæsilegt sigurmark gegn Breiðabliki í kvöld. 24. ágúst 2020 21:40
Umfjöllun: Breiðablik - Selfoss 1-2 | Barbára hetjan þegar toppliðið hrasaði í fyrsta sinn Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að skora gegn Breiðabliki í sumar, fyrsta liðið til að ná í stig gegn Blikakonum og fyrsta liðið til að vinna þær. 24. ágúst 2020 22:10