Fundu skýringu á brennisteinslykt af heita vatninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 10:57 Kórahverfi Kópavogs. vísir/vilhelm Uppfært klukkan 12: Veitur segjast hafa fundið skýringu á lyktinni, eins og rakið er í tilkynningu frá fyrirtækinu sem má lesa hér að neðan: Nú í morgunsárið fundu margir viðskiptavinir Veitna meiri lykt af heita vatninu en þeir eiga að venjast. Ástæðan er sú að verið var að færa framleiðslu á heitu vatni frá Nesjavallavirkjun, þar sem viðhaldsvinna er í gangi, yfir á Hellisheiðarvirkjun. Við yfirfærsluna varð brennisteinsstyrkur í vatninu of hár. Búið er að leiðrétta hann en það tekur tíma fyrir þá leiðréttingu að skila sér út í dreifikerfið, jafnvel allt að 12 tíma. Engin hætta er á ferðum, einungis aukin lykt. Heitt vatn frá Hellisheiðarvirkjun er nú í dreifingu í Grafarholti, Selási, Norðlingaholti, Kópavogi (nema Lundum), Garðabæ og Hafnarfirði. Hér að neðan má lesa upprunalegu fréttina af málinu: Fréttastofu hafa borist ábendingar um að töluverð brennisteinslykt sé af heita vatninu í Kópavogi og Hafnarfirði. Eftirlitsaðilar hafa að sama skapi fengið símhringingar frá fólki sem lýsir hveralykt. Málið er til skoðunar en ekki talin mikil hætta á ferðum. Heibrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar vaktar gæði neysluvatns á svæðinu og samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu er málið til skoðunar. Starfsmaður á vakt segir í samtali við Vísi að þeim hafi borist nokkrar símhringingar vegna brennisteinslyktar af heita vatninu og að búið sé að hafa samband við Veitur, sem kanni nú upptök og ástæður. Í samtali við vef Morgunblaðsins segir upplýsingafulltrúi Veitna svipaða sögu, þau hafi jafnframt fengið tilkynningar. Nú standi yfir viðhald á Nesjavallavirkjun þannig að allt heitt vatni renni nú frá Hellisheiðarvirkjun. Það kunni að skýra lyktina en upplýsingafulltrúinn segir það þó ekki hafa gerst þegar þetta fyrirkomulag hefur verið viðhaft áður. Veitur þurftu að loka fyrir Suðuræð á dögunum og fyrir vikið varð heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrrnefnt viðhald á Nesjavallavirkjun er ekki sagt tengjast þeirri lokun. Sem fyrr segir er málið til skoðunar og von er á frekari upplýsingum þegar líður á daginn. Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Uppfært klukkan 12: Veitur segjast hafa fundið skýringu á lyktinni, eins og rakið er í tilkynningu frá fyrirtækinu sem má lesa hér að neðan: Nú í morgunsárið fundu margir viðskiptavinir Veitna meiri lykt af heita vatninu en þeir eiga að venjast. Ástæðan er sú að verið var að færa framleiðslu á heitu vatni frá Nesjavallavirkjun, þar sem viðhaldsvinna er í gangi, yfir á Hellisheiðarvirkjun. Við yfirfærsluna varð brennisteinsstyrkur í vatninu of hár. Búið er að leiðrétta hann en það tekur tíma fyrir þá leiðréttingu að skila sér út í dreifikerfið, jafnvel allt að 12 tíma. Engin hætta er á ferðum, einungis aukin lykt. Heitt vatn frá Hellisheiðarvirkjun er nú í dreifingu í Grafarholti, Selási, Norðlingaholti, Kópavogi (nema Lundum), Garðabæ og Hafnarfirði. Hér að neðan má lesa upprunalegu fréttina af málinu: Fréttastofu hafa borist ábendingar um að töluverð brennisteinslykt sé af heita vatninu í Kópavogi og Hafnarfirði. Eftirlitsaðilar hafa að sama skapi fengið símhringingar frá fólki sem lýsir hveralykt. Málið er til skoðunar en ekki talin mikil hætta á ferðum. Heibrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar vaktar gæði neysluvatns á svæðinu og samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu er málið til skoðunar. Starfsmaður á vakt segir í samtali við Vísi að þeim hafi borist nokkrar símhringingar vegna brennisteinslyktar af heita vatninu og að búið sé að hafa samband við Veitur, sem kanni nú upptök og ástæður. Í samtali við vef Morgunblaðsins segir upplýsingafulltrúi Veitna svipaða sögu, þau hafi jafnframt fengið tilkynningar. Nú standi yfir viðhald á Nesjavallavirkjun þannig að allt heitt vatni renni nú frá Hellisheiðarvirkjun. Það kunni að skýra lyktina en upplýsingafulltrúinn segir það þó ekki hafa gerst þegar þetta fyrirkomulag hefur verið viðhaft áður. Veitur þurftu að loka fyrir Suðuræð á dögunum og fyrir vikið varð heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrrnefnt viðhald á Nesjavallavirkjun er ekki sagt tengjast þeirri lokun. Sem fyrr segir er málið til skoðunar og von er á frekari upplýsingum þegar líður á daginn.
Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01