Eiga rétt á afslætti vegna ferða sem enduðu fyrr vegna faraldursins Sylvía Hall skrifar 27. ágúst 2020 20:18 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem ferðalangar þurftu skyndilega að fljúga heim vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Var ferðaskrifstofunum gert að greiða hæfilegan afslátt með tilliti til þeirrar skerðingu sem varð á ferðinni. Neytendasamtökin telja úrskurðinn að öllum líkindum hafa mikið fordæmisgildi og skipta sköpum varðandi mál þeirra sem flugu heim í svokölluðum björgunarflugum um miðjan mars. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, rakti forsögu málsins í Reykjavík síðdegis í dag. „Það virðist vera svo rosalega langt síðan, þetta var um miðjan mars. Mig minnir að 16. mars hafi verið mánudagur, helgina fyrir og á föstudeginum bárust fréttir um það að það yrði útgöngubann á Spáni,“ sagði Breki. „Þá var haldinn neyðarfundur hérna þar sem ferðaskrifstofurnar fengu leyfi hjá Samkeppniseftirlitinu til þess að hittast og ræða málin og bjarga fólki heim, þar sem fólk fékk þær fréttir kannski nýkomið til útlanda. Við erum með dæmi um fólk sem var búið að vera í fjóra daga þegar það fékk fréttir að daginn eftir ætti að loka hótelinu og það ætti að koma sér út.“ Marklaust að afsala sér kröfurétti Að sögn Breka voru farþegar látnir skrifa undir plagg þar sem þeir samþykktu að þeir ættu engar frekari kröfur á hendur flugfélögunum. Fólk væri að stytta ferðir sínar af fúsum og frjálsum vilja. „Það er mikilvægt í úrskurðinum, þar segir að það megi ekki veita neytanda minni rétt en tryggður er í lögum. Þannig er þessi undirskrift fólks marklaus,“ segir Breki um samningana. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að vanefndir hafi orðið á framkvæmd pakkaferðanna sem mætti ekki rekja til þeirra sem keyptu þær og var því ferðaskrifstofum gert að greiða hæfilegan hlutfallslegan afslátt. Þó væri ekki réttur til frekari skaðabóta enda um „óvenjulegar og óviðráðanlegar“ aðstæður að ræða. „[Úrskurðurinn] gerir ferðaskrifstofunni að endurgreiða hlutfallslega til farþegans fyrir þá dvöl sem hann missti af af því að hann þurfti að stytta dvöl sína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem ferðalangar þurftu skyndilega að fljúga heim vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Var ferðaskrifstofunum gert að greiða hæfilegan afslátt með tilliti til þeirrar skerðingu sem varð á ferðinni. Neytendasamtökin telja úrskurðinn að öllum líkindum hafa mikið fordæmisgildi og skipta sköpum varðandi mál þeirra sem flugu heim í svokölluðum björgunarflugum um miðjan mars. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, rakti forsögu málsins í Reykjavík síðdegis í dag. „Það virðist vera svo rosalega langt síðan, þetta var um miðjan mars. Mig minnir að 16. mars hafi verið mánudagur, helgina fyrir og á föstudeginum bárust fréttir um það að það yrði útgöngubann á Spáni,“ sagði Breki. „Þá var haldinn neyðarfundur hérna þar sem ferðaskrifstofurnar fengu leyfi hjá Samkeppniseftirlitinu til þess að hittast og ræða málin og bjarga fólki heim, þar sem fólk fékk þær fréttir kannski nýkomið til útlanda. Við erum með dæmi um fólk sem var búið að vera í fjóra daga þegar það fékk fréttir að daginn eftir ætti að loka hótelinu og það ætti að koma sér út.“ Marklaust að afsala sér kröfurétti Að sögn Breka voru farþegar látnir skrifa undir plagg þar sem þeir samþykktu að þeir ættu engar frekari kröfur á hendur flugfélögunum. Fólk væri að stytta ferðir sínar af fúsum og frjálsum vilja. „Það er mikilvægt í úrskurðinum, þar segir að það megi ekki veita neytanda minni rétt en tryggður er í lögum. Þannig er þessi undirskrift fólks marklaus,“ segir Breki um samningana. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að vanefndir hafi orðið á framkvæmd pakkaferðanna sem mætti ekki rekja til þeirra sem keyptu þær og var því ferðaskrifstofum gert að greiða hæfilegan hlutfallslegan afslátt. Þó væri ekki réttur til frekari skaðabóta enda um „óvenjulegar og óviðráðanlegar“ aðstæður að ræða. „[Úrskurðurinn] gerir ferðaskrifstofunni að endurgreiða hlutfallslega til farþegans fyrir þá dvöl sem hann missti af af því að hann þurfti að stytta dvöl sína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira