Eiga rétt á afslætti vegna ferða sem enduðu fyrr vegna faraldursins Sylvía Hall skrifar 27. ágúst 2020 20:18 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem ferðalangar þurftu skyndilega að fljúga heim vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Var ferðaskrifstofunum gert að greiða hæfilegan afslátt með tilliti til þeirrar skerðingu sem varð á ferðinni. Neytendasamtökin telja úrskurðinn að öllum líkindum hafa mikið fordæmisgildi og skipta sköpum varðandi mál þeirra sem flugu heim í svokölluðum björgunarflugum um miðjan mars. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, rakti forsögu málsins í Reykjavík síðdegis í dag. „Það virðist vera svo rosalega langt síðan, þetta var um miðjan mars. Mig minnir að 16. mars hafi verið mánudagur, helgina fyrir og á föstudeginum bárust fréttir um það að það yrði útgöngubann á Spáni,“ sagði Breki. „Þá var haldinn neyðarfundur hérna þar sem ferðaskrifstofurnar fengu leyfi hjá Samkeppniseftirlitinu til þess að hittast og ræða málin og bjarga fólki heim, þar sem fólk fékk þær fréttir kannski nýkomið til útlanda. Við erum með dæmi um fólk sem var búið að vera í fjóra daga þegar það fékk fréttir að daginn eftir ætti að loka hótelinu og það ætti að koma sér út.“ Marklaust að afsala sér kröfurétti Að sögn Breka voru farþegar látnir skrifa undir plagg þar sem þeir samþykktu að þeir ættu engar frekari kröfur á hendur flugfélögunum. Fólk væri að stytta ferðir sínar af fúsum og frjálsum vilja. „Það er mikilvægt í úrskurðinum, þar segir að það megi ekki veita neytanda minni rétt en tryggður er í lögum. Þannig er þessi undirskrift fólks marklaus,“ segir Breki um samningana. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að vanefndir hafi orðið á framkvæmd pakkaferðanna sem mætti ekki rekja til þeirra sem keyptu þær og var því ferðaskrifstofum gert að greiða hæfilegan hlutfallslegan afslátt. Þó væri ekki réttur til frekari skaðabóta enda um „óvenjulegar og óviðráðanlegar“ aðstæður að ræða. „[Úrskurðurinn] gerir ferðaskrifstofunni að endurgreiða hlutfallslega til farþegans fyrir þá dvöl sem hann missti af af því að hann þurfti að stytta dvöl sína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem ferðalangar þurftu skyndilega að fljúga heim vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Var ferðaskrifstofunum gert að greiða hæfilegan afslátt með tilliti til þeirrar skerðingu sem varð á ferðinni. Neytendasamtökin telja úrskurðinn að öllum líkindum hafa mikið fordæmisgildi og skipta sköpum varðandi mál þeirra sem flugu heim í svokölluðum björgunarflugum um miðjan mars. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, rakti forsögu málsins í Reykjavík síðdegis í dag. „Það virðist vera svo rosalega langt síðan, þetta var um miðjan mars. Mig minnir að 16. mars hafi verið mánudagur, helgina fyrir og á föstudeginum bárust fréttir um það að það yrði útgöngubann á Spáni,“ sagði Breki. „Þá var haldinn neyðarfundur hérna þar sem ferðaskrifstofurnar fengu leyfi hjá Samkeppniseftirlitinu til þess að hittast og ræða málin og bjarga fólki heim, þar sem fólk fékk þær fréttir kannski nýkomið til útlanda. Við erum með dæmi um fólk sem var búið að vera í fjóra daga þegar það fékk fréttir að daginn eftir ætti að loka hótelinu og það ætti að koma sér út.“ Marklaust að afsala sér kröfurétti Að sögn Breka voru farþegar látnir skrifa undir plagg þar sem þeir samþykktu að þeir ættu engar frekari kröfur á hendur flugfélögunum. Fólk væri að stytta ferðir sínar af fúsum og frjálsum vilja. „Það er mikilvægt í úrskurðinum, þar segir að það megi ekki veita neytanda minni rétt en tryggður er í lögum. Þannig er þessi undirskrift fólks marklaus,“ segir Breki um samningana. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að vanefndir hafi orðið á framkvæmd pakkaferðanna sem mætti ekki rekja til þeirra sem keyptu þær og var því ferðaskrifstofum gert að greiða hæfilegan hlutfallslegan afslátt. Þó væri ekki réttur til frekari skaðabóta enda um „óvenjulegar og óviðráðanlegar“ aðstæður að ræða. „[Úrskurðurinn] gerir ferðaskrifstofunni að endurgreiða hlutfallslega til farþegans fyrir þá dvöl sem hann missti af af því að hann þurfti að stytta dvöl sína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira