Eyþór segir Dag ekki geta skrifað neikvæða milljarða á Covid Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2020 16:32 Foto: Vilhelm Gunnarsson Sex mánaða árshlutauppgjör Reykjavíkurborgar var afgreitt í borgarráði í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur er afar gagnrýninn á rekstur borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í tilkynningu á vef borgarinnar í dag að Reykjavíkurborg sæi nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Rekstur borgarinnar var neikvæður um sem nemur 4,5 milljörðum á fyrri hluta ársins. „Reykjavíkurborg sér nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ segir Dagur. Eyþór er gagnrýninn á útskýringar borgarstjóra. Segir enga viðleitni til hagræðingar „Ekki er hægt skrifa öll fjárhagsvandræði borgarinnar á heimsfaraldurinn eins og borgarstjóri gerir. Ríkið nýtti uppsveiflu síðustu ára til að greiða skuldir verulega niður, en á sama tíma hefur borgin aukið skuldir sínar um meira en milljarð á mánuði öll síðustu ár þrátt fyrir einstakt góðæri,“ segir Eyþór. Engin viðleitni hafi verið til að hagræða. „Kostnaður vex þrátt fyrir að við blasi mikill samdrátt ur í tekjum borgarinnar. Nauðsynlegt er að endurskoða fjárhagsáætlun borgarinnar miðað við þessa stöðu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir á að útgjöld borgarinnar halda áfram að vaxa og skuldasöfnun hafi aukist um 33 milljarða á aðeins sex mánuðum. Launakostnaður hækki um 9 prósent á milli ára og heildarskuldir borgarinnar auk skuldbindinga samstæðu borgarinnar nemi nú 378 milljarða króna. Þá segir Eyþór að það veki athygli hvernig staða dótturfyrirtækjanna hefur versnað. „Afkoma OR versnar um -127% milli ára og fer úr hagnaði í tap. Afkoma SORPU versnar um -90% frá áætlun og rekstrarniðurstaða Félagsbústaða hf. versnar um -98% frá áætlun. Endurmat fasteigna Félagsbústaða hf. mun duga skammt til að bæta stöðuna,“ segir Eyþór. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Sjá meira
Sex mánaða árshlutauppgjör Reykjavíkurborgar var afgreitt í borgarráði í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur er afar gagnrýninn á rekstur borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í tilkynningu á vef borgarinnar í dag að Reykjavíkurborg sæi nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Rekstur borgarinnar var neikvæður um sem nemur 4,5 milljörðum á fyrri hluta ársins. „Reykjavíkurborg sér nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ segir Dagur. Eyþór er gagnrýninn á útskýringar borgarstjóra. Segir enga viðleitni til hagræðingar „Ekki er hægt skrifa öll fjárhagsvandræði borgarinnar á heimsfaraldurinn eins og borgarstjóri gerir. Ríkið nýtti uppsveiflu síðustu ára til að greiða skuldir verulega niður, en á sama tíma hefur borgin aukið skuldir sínar um meira en milljarð á mánuði öll síðustu ár þrátt fyrir einstakt góðæri,“ segir Eyþór. Engin viðleitni hafi verið til að hagræða. „Kostnaður vex þrátt fyrir að við blasi mikill samdrátt ur í tekjum borgarinnar. Nauðsynlegt er að endurskoða fjárhagsáætlun borgarinnar miðað við þessa stöðu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir á að útgjöld borgarinnar halda áfram að vaxa og skuldasöfnun hafi aukist um 33 milljarða á aðeins sex mánuðum. Launakostnaður hækki um 9 prósent á milli ára og heildarskuldir borgarinnar auk skuldbindinga samstæðu borgarinnar nemi nú 378 milljarða króna. Þá segir Eyþór að það veki athygli hvernig staða dótturfyrirtækjanna hefur versnað. „Afkoma OR versnar um -127% milli ára og fer úr hagnaði í tap. Afkoma SORPU versnar um -90% frá áætlun og rekstrarniðurstaða Félagsbústaða hf. versnar um -98% frá áætlun. Endurmat fasteigna Félagsbústaða hf. mun duga skammt til að bæta stöðuna,“ segir Eyþór.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Sjá meira