Mikilvægt að hafa húmor og taka þessu ekki of alvarlega Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 10:00 Anna Aðsend mynd Söngkonan Anna Bergljót Böðvarsdóttir var að gefa út nýtt myndband við lagið sitt Addiction. Lagið gaf hún út undir nafninu Anna en hún er mikill kaffiunnandi og fjallar fyrsta lagið hennar einmitt um kaffi. Myndbandið er virkilega sumarlegt og skrautlegt, en það fæddist sem heimaverkefni fyrir skólann. „Ég stunda jazznám við Tónlistarskóla FÍH en hef dýft tánum í ótal atvinnugreinar og hvað þá lengst í kaffigeiranum,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún er úr Mosfellsbæ en er ættuð frá Laugavatni og kemur úr mjög músíkalskri fjölskyldu. „Ég byrjaði átta ára gömul að læra á fiðlu. Lauk miðprófi á fiðlu eftir tíu ár. Frá árunum 2010-2013 var ég í hljómsveitinni Tilviljun? og sú hljómsveit sérhæfði sig í að ná til ungs fólks með rokk/popp tónlist. Tilviljun? spilaði mest innan þjóðkirkjunnar, á æskulýðsmótum, á böllum, túraði um Noreg og gaf út eina EP plötu, en þar kom ég að laga- og textasmíðum. En þar á undan hafði ég sungið mikið í kirkjustarfi og í KFUM & KFUK frá unga aldri, var einnig tónlistarstjóri í KSS/KSF. Eftir það byrjaði ég í Kór Lindakirkju undir góðri stjórn Óskars Einarssonar. Ég hef einnig tekið þátt í sýningum hjá FÍH, sungið bakraddir hjá Hildi á Airwaves, sungið inná nokkur lög hjá Ingunni Huld og fleira svo eitthvað sé nefnt. Í dag er ég hluti af verkefnum eins og Ég & Hún með Erlu Ösp, ásamt litlum jazz böndum.“ Kaffi er í aðalhlutverki í myndbandinu Addiction.Aðsend mynd Textasmíðin erfið Anna flokkar lagið Addiction undir einhverskonar blöndu af nútíma popptónlist og 80’s fönk tónlist með áhrifum frá Stevie Wonder, Vulfpeck, Earth, Wind and Fire, Chaka Khan, Emiliana Torrini, Coldplay og Alicia Keys. Hún vildi að lagið væri grípandi og fengi hlustandann strax til þess að dansa. „Ég ætlaði mér aldrei að semja lög en Addiction fæddist haustið 2019 sem heimaverkefni fyrir lagasmíðar áfanga í Tónlistarskóla FÍH og kom ég sjálfri mér á óvart. Ég fiktaði eitthvað í tónlistar-appi með funktóna og þetta varð útkoman. Sköpunargleðin fékk að blómstra, laglínur komu til mín í tíma og ótíma, yfir morgunbollanum, í sturtu, út að keyra, í sundi og út að borða eða þegar ég síst bjóst við því. Textasmíðin fannst mér fyrst erfið en þegar ég kafaði inná við, rifjaði upp tímamót sem gleðja og kenndu manni hvað mest, þá var þetta minna mál. Það sem stóð upp úr var mikil kaffidrykkja, jólin, náttúruperlan Laugarvatn, erfið sambandslit, sjálfsvinna og úrvinnsla kvíða, því enginn getur skrifað jafn vel um mann sjálfan og maður sjálfur. Ég setti mér markmið á þrítugsafmælinu mínu að gefa út lag á þessu ári og þökk sé öllum sem hjálpuðu mér þá varð það að veruleika.“ Anna vildi að húmor væri í myndbandinuAðsend mynd Ástríða fyrir kaffi Lagið Addiction fjallar um óhóflega kaffidrykkju og sögu Önnu um kaffi, sem er stór og mikil, enda marg verðlaunuð fyrir kaffisgerð og hefur unnið í þeim bransa stóran hluta lífs síns. „Helst þykir mér vænst um kaffistundirnar með bróðir mínum, aðeins 15 ára gömul, en hann kenndi mér að drekka kaffi og útbúa fallega mjólkurlist í bolla, eins og heyra má í textanum í Addiction,“ segir Anna um innblásturinn að textanum. „Í framhaldi af því kviknaði þessi mikla ástríða á kaffiheiminum. Ég vann sem kaffibarþjónn í 12 ár, og kynntist yndislegu fólki á leið minni með Te&Kaffi. Reynslan mín og þekking þaðan, ásamt mikilli unun á kaffi, varð aðal innblásturinn fyrir textann. Kaffi spilar stórt hlutverk í lífi Önnu og í uppáhaldi er nýmöluð hæg uppáhelling eins og upp á gamla mátann. „Helst kaffibaunir frá Hondúras, Bólivíu, Guatemala eða Afríku. Svart, sykurlaust og leyfa bragðtónunum að leika við bragðlaukana.“ Skrautleg förðun og fljúgandi kaffibaunir.Aðsend mynd Draumurinn varð að veruleika Anna segir að sem tónlistarkona standi hún fyrir valdeflingu kvenna, frelsið til að vera maður sjálfur og taka aldrei neitt of alvarlega. Hugmyndin að myndbandinu kom út frá laginu sjálfu. „En mér fannst líka mikilvægt að hafa smá húmor í því, ekki taka neinu of alvarlega. Þetta er hresst funklag með grípandi takti svo mig langaði í eintóma stemningu, drekka fullt af kaffibollum og fá fólk til að grúva. Þema myndbandsins er retró 80's-90's, litríkt, enda er ég gömul sál og þrífst fyrir gamla tískustrauma, hvort sem við kemur tónlistarstefnu eða fatastíl. Mér þykir fátt betra en að versla í Wasteland Reykjavik og þræða Rauðakrossbúðirnar. Ég er afar þakklát Te&Kaffi og Wasteland fyrir dásamlegan stuðning, bróðir mínum, Eiríki Inga Böðvarssyni fyrir gerð tónlistarmyndbandsins og hljómsveitinni minni sem gerðu mér kleift að láta drauminn rætast.“ Anna er komin með efni í heila plötu og er meðeitt jólalag á leiðinni sem kemur út jólin 2020. Hún er einnig í litlu jazz tríói sem hún væri til í að gefa eitthvað út með. „Svo mest af öllu hlakkar mig til að loksins geta sungið á tónleikum aftur þegar COVID lætur sig hverfa á brott.“ Tónlist Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Söngkonan Anna Bergljót Böðvarsdóttir var að gefa út nýtt myndband við lagið sitt Addiction. Lagið gaf hún út undir nafninu Anna en hún er mikill kaffiunnandi og fjallar fyrsta lagið hennar einmitt um kaffi. Myndbandið er virkilega sumarlegt og skrautlegt, en það fæddist sem heimaverkefni fyrir skólann. „Ég stunda jazznám við Tónlistarskóla FÍH en hef dýft tánum í ótal atvinnugreinar og hvað þá lengst í kaffigeiranum,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún er úr Mosfellsbæ en er ættuð frá Laugavatni og kemur úr mjög músíkalskri fjölskyldu. „Ég byrjaði átta ára gömul að læra á fiðlu. Lauk miðprófi á fiðlu eftir tíu ár. Frá árunum 2010-2013 var ég í hljómsveitinni Tilviljun? og sú hljómsveit sérhæfði sig í að ná til ungs fólks með rokk/popp tónlist. Tilviljun? spilaði mest innan þjóðkirkjunnar, á æskulýðsmótum, á böllum, túraði um Noreg og gaf út eina EP plötu, en þar kom ég að laga- og textasmíðum. En þar á undan hafði ég sungið mikið í kirkjustarfi og í KFUM & KFUK frá unga aldri, var einnig tónlistarstjóri í KSS/KSF. Eftir það byrjaði ég í Kór Lindakirkju undir góðri stjórn Óskars Einarssonar. Ég hef einnig tekið þátt í sýningum hjá FÍH, sungið bakraddir hjá Hildi á Airwaves, sungið inná nokkur lög hjá Ingunni Huld og fleira svo eitthvað sé nefnt. Í dag er ég hluti af verkefnum eins og Ég & Hún með Erlu Ösp, ásamt litlum jazz böndum.“ Kaffi er í aðalhlutverki í myndbandinu Addiction.Aðsend mynd Textasmíðin erfið Anna flokkar lagið Addiction undir einhverskonar blöndu af nútíma popptónlist og 80’s fönk tónlist með áhrifum frá Stevie Wonder, Vulfpeck, Earth, Wind and Fire, Chaka Khan, Emiliana Torrini, Coldplay og Alicia Keys. Hún vildi að lagið væri grípandi og fengi hlustandann strax til þess að dansa. „Ég ætlaði mér aldrei að semja lög en Addiction fæddist haustið 2019 sem heimaverkefni fyrir lagasmíðar áfanga í Tónlistarskóla FÍH og kom ég sjálfri mér á óvart. Ég fiktaði eitthvað í tónlistar-appi með funktóna og þetta varð útkoman. Sköpunargleðin fékk að blómstra, laglínur komu til mín í tíma og ótíma, yfir morgunbollanum, í sturtu, út að keyra, í sundi og út að borða eða þegar ég síst bjóst við því. Textasmíðin fannst mér fyrst erfið en þegar ég kafaði inná við, rifjaði upp tímamót sem gleðja og kenndu manni hvað mest, þá var þetta minna mál. Það sem stóð upp úr var mikil kaffidrykkja, jólin, náttúruperlan Laugarvatn, erfið sambandslit, sjálfsvinna og úrvinnsla kvíða, því enginn getur skrifað jafn vel um mann sjálfan og maður sjálfur. Ég setti mér markmið á þrítugsafmælinu mínu að gefa út lag á þessu ári og þökk sé öllum sem hjálpuðu mér þá varð það að veruleika.“ Anna vildi að húmor væri í myndbandinuAðsend mynd Ástríða fyrir kaffi Lagið Addiction fjallar um óhóflega kaffidrykkju og sögu Önnu um kaffi, sem er stór og mikil, enda marg verðlaunuð fyrir kaffisgerð og hefur unnið í þeim bransa stóran hluta lífs síns. „Helst þykir mér vænst um kaffistundirnar með bróðir mínum, aðeins 15 ára gömul, en hann kenndi mér að drekka kaffi og útbúa fallega mjólkurlist í bolla, eins og heyra má í textanum í Addiction,“ segir Anna um innblásturinn að textanum. „Í framhaldi af því kviknaði þessi mikla ástríða á kaffiheiminum. Ég vann sem kaffibarþjónn í 12 ár, og kynntist yndislegu fólki á leið minni með Te&Kaffi. Reynslan mín og þekking þaðan, ásamt mikilli unun á kaffi, varð aðal innblásturinn fyrir textann. Kaffi spilar stórt hlutverk í lífi Önnu og í uppáhaldi er nýmöluð hæg uppáhelling eins og upp á gamla mátann. „Helst kaffibaunir frá Hondúras, Bólivíu, Guatemala eða Afríku. Svart, sykurlaust og leyfa bragðtónunum að leika við bragðlaukana.“ Skrautleg förðun og fljúgandi kaffibaunir.Aðsend mynd Draumurinn varð að veruleika Anna segir að sem tónlistarkona standi hún fyrir valdeflingu kvenna, frelsið til að vera maður sjálfur og taka aldrei neitt of alvarlega. Hugmyndin að myndbandinu kom út frá laginu sjálfu. „En mér fannst líka mikilvægt að hafa smá húmor í því, ekki taka neinu of alvarlega. Þetta er hresst funklag með grípandi takti svo mig langaði í eintóma stemningu, drekka fullt af kaffibollum og fá fólk til að grúva. Þema myndbandsins er retró 80's-90's, litríkt, enda er ég gömul sál og þrífst fyrir gamla tískustrauma, hvort sem við kemur tónlistarstefnu eða fatastíl. Mér þykir fátt betra en að versla í Wasteland Reykjavik og þræða Rauðakrossbúðirnar. Ég er afar þakklát Te&Kaffi og Wasteland fyrir dásamlegan stuðning, bróðir mínum, Eiríki Inga Böðvarssyni fyrir gerð tónlistarmyndbandsins og hljómsveitinni minni sem gerðu mér kleift að láta drauminn rætast.“ Anna er komin með efni í heila plötu og er meðeitt jólalag á leiðinni sem kemur út jólin 2020. Hún er einnig í litlu jazz tríói sem hún væri til í að gefa eitthvað út með. „Svo mest af öllu hlakkar mig til að loksins geta sungið á tónleikum aftur þegar COVID lætur sig hverfa á brott.“
Tónlist Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira