Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 12:24 Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. Vísir/Vilhelm Baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar er hvergi nærri lokið og líklega stöndum við frammi fyrir dýpstu efnahagslægð í heila öld, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Þing kom saman eftir sumarfrí í morgun, sem hófst með munnlegri skýrslu Katrínar á stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Svokallaður þingstubbur fer fram á Alþingi í dag þar sem Covid-faraldurinn verður hvað fyrirferðamestur en til umræðu verður uppfærð fjármálastefna, ríkisábyrgð vegna Icelandair, tekjutenging atvinnuleysisbóta og framlenging hlutabótaleiðar. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. „Sú aðgerð og ákvörðun um að halda skólunum opnum var ein mikilvægasta samfélagslega aðgerðin sem stjórnvöld gripu til, til að mæta þessum faraldri,“ sagði Katrín. Þá ræddi hún einnig ferðatakmarkanir og vísaði í nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif á ferðaþjónustuna. „Ég hlýt að segja hér að þær ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna. Þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli þar sem Ísland hefur ýmist verið að færast nær rauðum listum annarra ríkja eða er beinlínis lent þar inni,“ sagði Katrín. Ferðavilji fólks dregist saman Forsætisráðherra sagði staðreyndinna vera þá að 120 milljónir starfa séu í hættu. „Sömuleiðis hefur ferðavilji fólks dregist saman, eðlilega, og þegar við skoðum stöðu ferðaþjónustunnar í heiminum er útlit fyrir að þeim sem ferðist í heiminum ferðist um rúman milljarð á þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna á ferðaþjónustuna. Þar kemur fram að millilandafarþegum hafi fækkað um 56 prósent fyrstu fimm mánuði ársins og í maí hafi fækkunin verið 98 prósent frá sama mánuði í fyrra. Að heildarfækkun verði á árinu 2020 allt að 58-78 prósent sem þýðir fækkun um rúman milljarð farþega. Það eru 120 milljónir starfa í hættu.“ Baráttunni við kórónuveiruna sé hvergi nærri lokið. „Það er ekki ofsögum sagt að við stöndum frammi fyrir líklega dýpstu efnahagslægð í heila öld,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar er hvergi nærri lokið og líklega stöndum við frammi fyrir dýpstu efnahagslægð í heila öld, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Þing kom saman eftir sumarfrí í morgun, sem hófst með munnlegri skýrslu Katrínar á stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Svokallaður þingstubbur fer fram á Alþingi í dag þar sem Covid-faraldurinn verður hvað fyrirferðamestur en til umræðu verður uppfærð fjármálastefna, ríkisábyrgð vegna Icelandair, tekjutenging atvinnuleysisbóta og framlenging hlutabótaleiðar. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. „Sú aðgerð og ákvörðun um að halda skólunum opnum var ein mikilvægasta samfélagslega aðgerðin sem stjórnvöld gripu til, til að mæta þessum faraldri,“ sagði Katrín. Þá ræddi hún einnig ferðatakmarkanir og vísaði í nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif á ferðaþjónustuna. „Ég hlýt að segja hér að þær ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna. Þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli þar sem Ísland hefur ýmist verið að færast nær rauðum listum annarra ríkja eða er beinlínis lent þar inni,“ sagði Katrín. Ferðavilji fólks dregist saman Forsætisráðherra sagði staðreyndinna vera þá að 120 milljónir starfa séu í hættu. „Sömuleiðis hefur ferðavilji fólks dregist saman, eðlilega, og þegar við skoðum stöðu ferðaþjónustunnar í heiminum er útlit fyrir að þeim sem ferðist í heiminum ferðist um rúman milljarð á þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna á ferðaþjónustuna. Þar kemur fram að millilandafarþegum hafi fækkað um 56 prósent fyrstu fimm mánuði ársins og í maí hafi fækkunin verið 98 prósent frá sama mánuði í fyrra. Að heildarfækkun verði á árinu 2020 allt að 58-78 prósent sem þýðir fækkun um rúman milljarð farþega. Það eru 120 milljónir starfa í hættu.“ Baráttunni við kórónuveiruna sé hvergi nærri lokið. „Það er ekki ofsögum sagt að við stöndum frammi fyrir líklega dýpstu efnahagslægð í heila öld,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira