Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Andri Eysteinsson skrifar 26. ágúst 2020 23:24 Íbúar á strandsvæðum hafa verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Vísir/AP Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna veðurofsans og vatnsyfirborðið í kjölfarið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. Yfir sex hundruð þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins í dag en samkvæmt fréttum AP fréttaveitunnar mælist vindhraði Láru nú um 61 m/s og enn er talið að vindhraði geti aukist nokkuð áður en að Lára nær landi. Þá er gert ráð fyrir mikilli úrkomu eða allt að fjörutíu sentimetrum á sumum stöðum. Eins og áður segir flokkast Lára nú sem fjórða stigs fellibylur en samkvæmt skilgreiningum birtum á vef AP segir að hörmulegar skemmdir geti orðið geti orðið vegna slíkra krafta. Búast megi við því að veggir húsa geti hrunið og þök rifnað af. Tré yrðu líklegast rifin upp með rótum og rafmagnsstaurar fallið. Rafmagnsleysið sem orsakist af slíkri eyðileggingu gæti varið í vikur eða mánuði. Stærsti hluti svæðis sem yrði slíku veðri að bráð yrði óbyggilegur í langan tíma. Yfirborð vatns hefur þegar tekið að rísa í strandbæjum Texas og Louisiana en flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út lengra inn til landsins. Búist er við því að fellibylurinn gangi yfir og muni valda mikilli úrkomu í ríkjum á borð við Missouri, Tennessee og Kentucky sem eru landlukt. Þá hefur fellibylurinn einnig mikil áhrif á orkuframleiðslu Bandaríkjanna en loka hefur þurft fyrir um 84% þeirrar olíuframleiðslu sem Bandaríkin standa fyrir í Mexíkóflóa og 300 olíu- og gasborpallar hafa verið rýmdir. Lára hefur ekki náð landi á meginland Ameríku en hefur fellibylurinn þegar kostað 23 lífið á eyjunni Hispaníólu þar sem að 20 létust á Haítí á vesturhluta eyjunnar og þrír í austurhlutanum, Dóminíkanska Lýðveldinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hvatt íbúa við strandlengjuna að fylgja fyrirmælum yfirvalda ríkjanna og yfirgefa heimili sín. Slíkt getur þó reynst íbúum erfitt með stuttum fyrirvara en AP hefur greint frá því að hótelherbergi hafi fyllst innar í landinu og einnig að fjárhagsstaða hefti möguleika margra íbúa svæðanna, sér í lagi eftir að atvinnuleysi jókst í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Búist er við því að Lára muni valda flóðum inn til landsins á leið sinni í gegnum Bandaríkin. Fellibylurinn er talinn það kraftmikill að hann muni enn teljast til hitabeltisstorms þegar á austurströndina er komið og gæti hann einnig valdið eyðileggingu á þeim slóðum. Bandaríkin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna veðurofsans og vatnsyfirborðið í kjölfarið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. Yfir sex hundruð þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins í dag en samkvæmt fréttum AP fréttaveitunnar mælist vindhraði Láru nú um 61 m/s og enn er talið að vindhraði geti aukist nokkuð áður en að Lára nær landi. Þá er gert ráð fyrir mikilli úrkomu eða allt að fjörutíu sentimetrum á sumum stöðum. Eins og áður segir flokkast Lára nú sem fjórða stigs fellibylur en samkvæmt skilgreiningum birtum á vef AP segir að hörmulegar skemmdir geti orðið geti orðið vegna slíkra krafta. Búast megi við því að veggir húsa geti hrunið og þök rifnað af. Tré yrðu líklegast rifin upp með rótum og rafmagnsstaurar fallið. Rafmagnsleysið sem orsakist af slíkri eyðileggingu gæti varið í vikur eða mánuði. Stærsti hluti svæðis sem yrði slíku veðri að bráð yrði óbyggilegur í langan tíma. Yfirborð vatns hefur þegar tekið að rísa í strandbæjum Texas og Louisiana en flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út lengra inn til landsins. Búist er við því að fellibylurinn gangi yfir og muni valda mikilli úrkomu í ríkjum á borð við Missouri, Tennessee og Kentucky sem eru landlukt. Þá hefur fellibylurinn einnig mikil áhrif á orkuframleiðslu Bandaríkjanna en loka hefur þurft fyrir um 84% þeirrar olíuframleiðslu sem Bandaríkin standa fyrir í Mexíkóflóa og 300 olíu- og gasborpallar hafa verið rýmdir. Lára hefur ekki náð landi á meginland Ameríku en hefur fellibylurinn þegar kostað 23 lífið á eyjunni Hispaníólu þar sem að 20 létust á Haítí á vesturhluta eyjunnar og þrír í austurhlutanum, Dóminíkanska Lýðveldinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hvatt íbúa við strandlengjuna að fylgja fyrirmælum yfirvalda ríkjanna og yfirgefa heimili sín. Slíkt getur þó reynst íbúum erfitt með stuttum fyrirvara en AP hefur greint frá því að hótelherbergi hafi fyllst innar í landinu og einnig að fjárhagsstaða hefti möguleika margra íbúa svæðanna, sér í lagi eftir að atvinnuleysi jókst í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Búist er við því að Lára muni valda flóðum inn til landsins á leið sinni í gegnum Bandaríkin. Fellibylurinn er talinn það kraftmikill að hann muni enn teljast til hitabeltisstorms þegar á austurströndina er komið og gæti hann einnig valdið eyðileggingu á þeim slóðum.
Bandaríkin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira