Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2020 19:23 Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Stöð 2 Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra héldu síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarps til fjáraukalaga, sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hitti meðal annars fjárlaganefnd á fundinum, þar sem hann fór yfir stöðina frá sjónarhóli flugfélagsins. Alþingi þarf að samþykkja ríkisábyrgðina en það kemur saman á morgun á svokölluðum þingsstubbi, þar sem meðal annars þarf að taka afstöðu til ríkisábyrgðar á lánalínu ti Icelandair. Oddný sat fundinn í dag og ræddi stöðina í Reykjavík síðdegis í dag, en þar sagði hún að skynsamlegt væri af hálfu stjórnvalda að skoða stöðu Icelandair, þó að mörgum spurningum væri ósvarað af hálfu ríkistjórnarinnar vegna málsins. „Félagið er umfangsmikið í hagkerfinu. Það eru verðmæti í orðsporinu, í leiðakerfinu, í þekkingu og reynslu starfsmannanna. En við þurfum líka að meta það frá öllum hliðum hver áhættan er að koma með ríkisaðstoð inn í flugfélag sem er í miklum þrengingum. Það er heilmargt sem við þurfum að fara yfir. Við þurfum að rýna ársreikninga félagsins, skoða hverjir eru raunverulegir eigendur þess og meta þessa stöðu alla hvernig gæti með þessari ríkisaðstoð samkeppnishæfni flugfélagsins verið til framtíðar,“ sagði Oddný. Aðspurð hvort að sú leið sem ríkisstjórnin hafi valið að fara sé besta leiðin sagðist Oddný ekki vera með forsendur til þess að svara spurningunni, enda hafi stjórnarandstaðan aðeins fyrst nú í dag fengið kynningu á því hvernig málin standa. Skýra þurfi meðal annars hvaða skilyrði fylgi lánalínunni, svo dæmi séu tekin. „Við þurfum að fá skýr svör við þessu. Það er svo margt sem við þurfum að spyrja um inn í fjárlaganefnd og inn í þingsal,“ sagði Oddný, sem er þó á því að vert sé að að skoða hvernig ríkið geti aðstoðað Icelandair. „Þess vegna segi ég að það er sannarlega þess virði að skoða með hvaða hætti ríkið getur komið félaginu til aðstoðar. Þetta er lending og hugmynd sem að ríkisstjórnin og félagið hafa sæst á fara. Nú þurfum við að skoða hana,“ sagði Oddný. Ekki eru margir dagar til stefnu en engu að síður segir Oddný að Alþingi þurfi að vanda vel til verka í málinu, þar sem háar fjárhæðir eru undir, um fimmtán milljarðar að mati ríkisstjórnarinnar. „Þetta fer ekkert smurt í gegn. Við þurfum að fá svör við mörgum spurningum. Það er sannarlega ábyrgðarhluti þegar við löggjafinn erum að ákveða að taka svona háa upphæð til að ábyrgjast fyrir félag á markaði. Það verður ekki hrist út úr erminu. Við þurfum öll, ekki bara stjórnarliðar, heldur líka stjórnarandstaðan að vera sannfærð um að þessi leið sé góð og ef að það þarf að gera á henni einhverjar bætur þá vinnum við þær saman í þinginu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra héldu síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarps til fjáraukalaga, sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hitti meðal annars fjárlaganefnd á fundinum, þar sem hann fór yfir stöðina frá sjónarhóli flugfélagsins. Alþingi þarf að samþykkja ríkisábyrgðina en það kemur saman á morgun á svokölluðum þingsstubbi, þar sem meðal annars þarf að taka afstöðu til ríkisábyrgðar á lánalínu ti Icelandair. Oddný sat fundinn í dag og ræddi stöðina í Reykjavík síðdegis í dag, en þar sagði hún að skynsamlegt væri af hálfu stjórnvalda að skoða stöðu Icelandair, þó að mörgum spurningum væri ósvarað af hálfu ríkistjórnarinnar vegna málsins. „Félagið er umfangsmikið í hagkerfinu. Það eru verðmæti í orðsporinu, í leiðakerfinu, í þekkingu og reynslu starfsmannanna. En við þurfum líka að meta það frá öllum hliðum hver áhættan er að koma með ríkisaðstoð inn í flugfélag sem er í miklum þrengingum. Það er heilmargt sem við þurfum að fara yfir. Við þurfum að rýna ársreikninga félagsins, skoða hverjir eru raunverulegir eigendur þess og meta þessa stöðu alla hvernig gæti með þessari ríkisaðstoð samkeppnishæfni flugfélagsins verið til framtíðar,“ sagði Oddný. Aðspurð hvort að sú leið sem ríkisstjórnin hafi valið að fara sé besta leiðin sagðist Oddný ekki vera með forsendur til þess að svara spurningunni, enda hafi stjórnarandstaðan aðeins fyrst nú í dag fengið kynningu á því hvernig málin standa. Skýra þurfi meðal annars hvaða skilyrði fylgi lánalínunni, svo dæmi séu tekin. „Við þurfum að fá skýr svör við þessu. Það er svo margt sem við þurfum að spyrja um inn í fjárlaganefnd og inn í þingsal,“ sagði Oddný, sem er þó á því að vert sé að að skoða hvernig ríkið geti aðstoðað Icelandair. „Þess vegna segi ég að það er sannarlega þess virði að skoða með hvaða hætti ríkið getur komið félaginu til aðstoðar. Þetta er lending og hugmynd sem að ríkisstjórnin og félagið hafa sæst á fara. Nú þurfum við að skoða hana,“ sagði Oddný. Ekki eru margir dagar til stefnu en engu að síður segir Oddný að Alþingi þurfi að vanda vel til verka í málinu, þar sem háar fjárhæðir eru undir, um fimmtán milljarðar að mati ríkisstjórnarinnar. „Þetta fer ekkert smurt í gegn. Við þurfum að fá svör við mörgum spurningum. Það er sannarlega ábyrgðarhluti þegar við löggjafinn erum að ákveða að taka svona háa upphæð til að ábyrgjast fyrir félag á markaði. Það verður ekki hrist út úr erminu. Við þurfum öll, ekki bara stjórnarliðar, heldur líka stjórnarandstaðan að vera sannfærð um að þessi leið sé góð og ef að það þarf að gera á henni einhverjar bætur þá vinnum við þær saman í þinginu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53
Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14
Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45