Leikskóla lokað í þrjá daga Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:51 Álfaborg var lokað í gær og verður leikskólinn lokaður fram á föstudag. álfaborg Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðsströnd verður lokaður fram á föstudag meðan beðið er greiningar á sýnum vegna COVID-19. Sýnið var tekið af fjölskyldumeðlim starfsmanns leikskólans. Á vef leikskólans segir að lokun leikskólans, sem varir í þrjá daga í það heila, sé í samræmi við viðbragðsáætlun sveitarfélagsins. „Við viljum hafa varann á og lokum því leikskólanum þessa þrjá daga eða þar til niðurstaða fæst úr sýnatöku,“ segir í orðsendingu vegna málsins. „Í faraldri eins og þeim sem gengur nú yfir fellur það í hlut stjórnenda að meta hættuna, hvort skólum sé lokað og til hvaða ráðstafana er tekið í viðbrögðum vinnustaða. Vonandi eru þessi viðbrögð of hörð og of mikil en um leið erum við minnt á að slagnum er ekki lokið og veiran berst enn manna á milli.“ Í orðsendingunni er þess jafnframt getið að hlutfallslega fá smit af COVID-19 hafi greinst hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri. Á covid.is má þannig sjá að aðeins fjögur börn á aldrinum 0 til 5 ára hafi smitast í yfirstandandi bylgju faraldursins. Þar að auki hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að dæmin hér innanlands sýni að börn séu ólíklegri til að veikjast alvarlega eða smita út frá sér. Engu að síður vilja þau á Álfaborg á Svalbarðsströnd ekki taka óþarfa áhættu. „Með lokun leikskóla þessa daga viljum við koma í veg fyrir veikindi starfsmanna og foreldra. Mikilvægt er að þeir sem finna fyrir einkennum haldi sig heima og leiti sér hjálpar. Starfsmenn leikskólans halda sig í heimavið þessa daga og við vonum að hægt verði að snúa aftur til starfa í leikskólanum okkar á föstudaginn,“ segir í fyrrnefndri orðsendingu. Svalbarðsstrandarhreppur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur átti kollgátuna varðandi börnin Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni. 25. maí 2020 15:01 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðsströnd verður lokaður fram á föstudag meðan beðið er greiningar á sýnum vegna COVID-19. Sýnið var tekið af fjölskyldumeðlim starfsmanns leikskólans. Á vef leikskólans segir að lokun leikskólans, sem varir í þrjá daga í það heila, sé í samræmi við viðbragðsáætlun sveitarfélagsins. „Við viljum hafa varann á og lokum því leikskólanum þessa þrjá daga eða þar til niðurstaða fæst úr sýnatöku,“ segir í orðsendingu vegna málsins. „Í faraldri eins og þeim sem gengur nú yfir fellur það í hlut stjórnenda að meta hættuna, hvort skólum sé lokað og til hvaða ráðstafana er tekið í viðbrögðum vinnustaða. Vonandi eru þessi viðbrögð of hörð og of mikil en um leið erum við minnt á að slagnum er ekki lokið og veiran berst enn manna á milli.“ Í orðsendingunni er þess jafnframt getið að hlutfallslega fá smit af COVID-19 hafi greinst hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri. Á covid.is má þannig sjá að aðeins fjögur börn á aldrinum 0 til 5 ára hafi smitast í yfirstandandi bylgju faraldursins. Þar að auki hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að dæmin hér innanlands sýni að börn séu ólíklegri til að veikjast alvarlega eða smita út frá sér. Engu að síður vilja þau á Álfaborg á Svalbarðsströnd ekki taka óþarfa áhættu. „Með lokun leikskóla þessa daga viljum við koma í veg fyrir veikindi starfsmanna og foreldra. Mikilvægt er að þeir sem finna fyrir einkennum haldi sig heima og leiti sér hjálpar. Starfsmenn leikskólans halda sig í heimavið þessa daga og við vonum að hægt verði að snúa aftur til starfa í leikskólanum okkar á föstudaginn,“ segir í fyrrnefndri orðsendingu.
Svalbarðsstrandarhreppur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur átti kollgátuna varðandi börnin Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni. 25. maí 2020 15:01 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Þórólfur átti kollgátuna varðandi börnin Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni. 25. maí 2020 15:01