Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 16:04 Áin er venjulega grænblá en er nú orðin gruggug og mórauð eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar. Vísir/Vilhelm - Aðsend/Stefanía Katrín Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar í Jöklu. Seint á laugardag fylltist lónið og var losað úr því á föstudag að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, eins landeigenda á Grund. Jökla sé því gruggug og mórauð líkt og aðrar jökulsár en ekki grænblá líkt og gilið hefur orðið frægt fyrir undanfarið. Náttúruperlan er orðin einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þó að ásýnd gilsins hafi ekki komið almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun. Finna fyrir minnkandi aðsókn „Íslendingarnir sprungu út í ferðalög frá 25. júní til 10. ágúst. Ég var þarna, kom heim fyrir viku síðan og hafði þá verið í tíu daga, þetta er alveg áberandi að Íslendingarnir eru fram í fyrstu vikuna í ágúst en það er slatti af erlendum ferðamönnum á landinu,“ segir Stefanía. Jökla er orðin mjög gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni í ána.Aðsend/Stefanía Katrín Karlsdóttir „Við finnum fyrir fækkun núna, sennilega út af því að það er erfiðara að koma hingað sem ferðamaður, sæta sóttkví og alls konar, þannig að það er alveg eitthvað fólk á ferðinni en það er færra núna.“ „Ég skynja það ekki að erlendir ferðamenn, auðvitað verða þeir fyrir vonbrigðum að sjá ekki græna vatnið, en þeir koma samt ef þeir eru á ferðinni. Íslendingar ákveða miklu frekar að koma seinna ef yfirfall er byrjað að flæða í ána úr lóninu. Erlendur ferðamaður sem reiknar ekki með að koma aftur til Íslands í bráð nýtir tækifærið og skoðar allt mögulegt,“ segir Stefanía. Mikil ásókn ferðamanna hefur verið að gilinu í sumar og er nú verið að reisa útsýnispall á Grundarlandi. Verkið er komið vel á veg að sögn Stefaníu og stendur til að verkinu verði lokið í september. Stefanía segir það ekki óvenjulegt að Hálslón fyllist á þessum tíma, það hafi jafnvel gerst fyrr en í fyrra flæddi úr lóninu rétt eftir verslunarmannahelgi. „Það getur alveg verið breytileiki á milli ára og breytileikinn undanfarin ár er þannig að okkur þykir snemmt þegar þetta er svona í byrjun ágúst og svo hafa komið einhver ár þar sem þetta gerist í lok ágúst. Núna þykir okkur þetta í seinna lagi.“ Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar í Jöklu. Seint á laugardag fylltist lónið og var losað úr því á föstudag að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, eins landeigenda á Grund. Jökla sé því gruggug og mórauð líkt og aðrar jökulsár en ekki grænblá líkt og gilið hefur orðið frægt fyrir undanfarið. Náttúruperlan er orðin einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þó að ásýnd gilsins hafi ekki komið almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun. Finna fyrir minnkandi aðsókn „Íslendingarnir sprungu út í ferðalög frá 25. júní til 10. ágúst. Ég var þarna, kom heim fyrir viku síðan og hafði þá verið í tíu daga, þetta er alveg áberandi að Íslendingarnir eru fram í fyrstu vikuna í ágúst en það er slatti af erlendum ferðamönnum á landinu,“ segir Stefanía. Jökla er orðin mjög gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni í ána.Aðsend/Stefanía Katrín Karlsdóttir „Við finnum fyrir fækkun núna, sennilega út af því að það er erfiðara að koma hingað sem ferðamaður, sæta sóttkví og alls konar, þannig að það er alveg eitthvað fólk á ferðinni en það er færra núna.“ „Ég skynja það ekki að erlendir ferðamenn, auðvitað verða þeir fyrir vonbrigðum að sjá ekki græna vatnið, en þeir koma samt ef þeir eru á ferðinni. Íslendingar ákveða miklu frekar að koma seinna ef yfirfall er byrjað að flæða í ána úr lóninu. Erlendur ferðamaður sem reiknar ekki með að koma aftur til Íslands í bráð nýtir tækifærið og skoðar allt mögulegt,“ segir Stefanía. Mikil ásókn ferðamanna hefur verið að gilinu í sumar og er nú verið að reisa útsýnispall á Grundarlandi. Verkið er komið vel á veg að sögn Stefaníu og stendur til að verkinu verði lokið í september. Stefanía segir það ekki óvenjulegt að Hálslón fyllist á þessum tíma, það hafi jafnvel gerst fyrr en í fyrra flæddi úr lóninu rétt eftir verslunarmannahelgi. „Það getur alveg verið breytileiki á milli ára og breytileikinn undanfarin ár er þannig að okkur þykir snemmt þegar þetta er svona í byrjun ágúst og svo hafa komið einhver ár þar sem þetta gerist í lok ágúst. Núna þykir okkur þetta í seinna lagi.“
Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40
Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44