Mörg vötnin ennþá ísilögð Karl Lúðvíksson skrifar 15. apríl 2020 08:54 Það hafa verið frekar erfiðar aðstæður við veiðistaðina þetta vorið. Mynd úr safni Þrátt fyrir að opnað hafi verið fyrir veiði í nokkrum vötnum er ekki beint veiðilegt við bakkana þessa dagana. Vötnin eru mörg hver ennþá ísilögð að hluta að öllu leiti og það er kannski algengara á norður og austurlandi en á suður og vesturlandi gerist þetta ekki oft á þessum árstíma. Það eru jú oft mörg vötnin lögð en staðan er ekki þannig að það heyri til undantekninga að hægt sé að veiða í þeim. Í nágrenni Reykjavíkur hefur verið hægt að að veiða í Vífilstaðavatni og þrátt fyrir kulda og trekk höfum við heyrt af einni og einni bleikju sem þar er að veiðast. Kleifarvatn er ennþá ísi lagt og þrátt fyrir að veiði sé hafin er ekki hægt að veiða. Það er sem betur fer að vora og það hlýnar smám saman þannig að það styttist vonandi hratt að það verði orðið veiðilegra 1. maí þegar öll vötnin eru meira og minna opnuð. Það er þó ljóst eins og vanir menn þekkja að þegar það er jafn kalt vor og núna þá fer lífríkið mun seinna í gang. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði
Þrátt fyrir að opnað hafi verið fyrir veiði í nokkrum vötnum er ekki beint veiðilegt við bakkana þessa dagana. Vötnin eru mörg hver ennþá ísilögð að hluta að öllu leiti og það er kannski algengara á norður og austurlandi en á suður og vesturlandi gerist þetta ekki oft á þessum árstíma. Það eru jú oft mörg vötnin lögð en staðan er ekki þannig að það heyri til undantekninga að hægt sé að veiða í þeim. Í nágrenni Reykjavíkur hefur verið hægt að að veiða í Vífilstaðavatni og þrátt fyrir kulda og trekk höfum við heyrt af einni og einni bleikju sem þar er að veiðast. Kleifarvatn er ennþá ísi lagt og þrátt fyrir að veiði sé hafin er ekki hægt að veiða. Það er sem betur fer að vora og það hlýnar smám saman þannig að það styttist vonandi hratt að það verði orðið veiðilegra 1. maí þegar öll vötnin eru meira og minna opnuð. Það er þó ljóst eins og vanir menn þekkja að þegar það er jafn kalt vor og núna þá fer lífríkið mun seinna í gang.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði