Mörg vötnin ennþá ísilögð Karl Lúðvíksson skrifar 15. apríl 2020 08:54 Það hafa verið frekar erfiðar aðstæður við veiðistaðina þetta vorið. Mynd úr safni Þrátt fyrir að opnað hafi verið fyrir veiði í nokkrum vötnum er ekki beint veiðilegt við bakkana þessa dagana. Vötnin eru mörg hver ennþá ísilögð að hluta að öllu leiti og það er kannski algengara á norður og austurlandi en á suður og vesturlandi gerist þetta ekki oft á þessum árstíma. Það eru jú oft mörg vötnin lögð en staðan er ekki þannig að það heyri til undantekninga að hægt sé að veiða í þeim. Í nágrenni Reykjavíkur hefur verið hægt að að veiða í Vífilstaðavatni og þrátt fyrir kulda og trekk höfum við heyrt af einni og einni bleikju sem þar er að veiðast. Kleifarvatn er ennþá ísi lagt og þrátt fyrir að veiði sé hafin er ekki hægt að veiða. Það er sem betur fer að vora og það hlýnar smám saman þannig að það styttist vonandi hratt að það verði orðið veiðilegra 1. maí þegar öll vötnin eru meira og minna opnuð. Það er þó ljóst eins og vanir menn þekkja að þegar það er jafn kalt vor og núna þá fer lífríkið mun seinna í gang. Stangveiði Mest lesið Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Fékk fjóra laxa og alla yfir 90 sm í Víðidalsá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Ágætis veðurspá fyrstu rjúpnahelgina Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði 70 sm bleikja úr Þingvallavatni Veiði
Þrátt fyrir að opnað hafi verið fyrir veiði í nokkrum vötnum er ekki beint veiðilegt við bakkana þessa dagana. Vötnin eru mörg hver ennþá ísilögð að hluta að öllu leiti og það er kannski algengara á norður og austurlandi en á suður og vesturlandi gerist þetta ekki oft á þessum árstíma. Það eru jú oft mörg vötnin lögð en staðan er ekki þannig að það heyri til undantekninga að hægt sé að veiða í þeim. Í nágrenni Reykjavíkur hefur verið hægt að að veiða í Vífilstaðavatni og þrátt fyrir kulda og trekk höfum við heyrt af einni og einni bleikju sem þar er að veiðast. Kleifarvatn er ennþá ísi lagt og þrátt fyrir að veiði sé hafin er ekki hægt að veiða. Það er sem betur fer að vora og það hlýnar smám saman þannig að það styttist vonandi hratt að það verði orðið veiðilegra 1. maí þegar öll vötnin eru meira og minna opnuð. Það er þó ljóst eins og vanir menn þekkja að þegar það er jafn kalt vor og núna þá fer lífríkið mun seinna í gang.
Stangveiði Mest lesið Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Fékk fjóra laxa og alla yfir 90 sm í Víðidalsá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Ágætis veðurspá fyrstu rjúpnahelgina Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði 70 sm bleikja úr Þingvallavatni Veiði