Meirihluti barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 13:30 Ein af hverjum þremur stúlkum og einn af hverjum fimm drengjum verða fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur hér á landi. Skjáskot Landssöfnun Barnaheilla fer fram um land allt dagana 24. ágúst til 6. September. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Blátt áfram voru með þessa söfnun í 10 ár og er þetta því ellefta árið sem ljósin eru seld fyrir þetta málefni. Eins og kom fram á Vísi í dag ber söfnunin í ár heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnafræðslu Verndara barna. „Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Samkvæmt því verða 1 af hverjum 3 stúlkum og 1 af hverjum 5 drengjum fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Um 90 % barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann. Það getur t.d. verið fjölskyldumeðlimur, vinur, nágranni eða kunningjar,“ segir í tilkynningu um herferðina. Barnahjálp herferðin Hjálpumst að við að vernda börnin, fór af stað í dag. Ljós eru seld til styrktar verkefninu.Getty/Carol Yepes Í kjölfar Covid-19 eru sterkar vísbendingar um að fjölmörg börn muni glíma við afleiðingar faraldursins. Fjöldi tilkynninga vegna heimilisofbeldis og annars ofbeldis hefur marktækt aukist undanfarna mánuði. Í maí 2020 bárust tilkynningar um alls 999 börn en á tímabilinu janúar 2019 - febrúar 2020 voru mest tilkynningar um 874 börn og minnst 622 börn á einum mánuði. „Sýnt hefur verið fram á að börn sem verða fyrir ofbeldi upplifa mikla vanlíðan, eru líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða, geta haft lélega sjálfsmynd og verið með sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál. Með fræðslu til fullorðinna um fyrirbyggjandi leiðir og rétt viðbrögð við einkennum um vanlíðan barna, getum við náð snemma til þessara barna og stuðlað að betri lífsgæðum. Með kaupum á ljósinu hjálpumst við að við að vernda börn.“ Myndband fyrir herferðina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Landssöfnun Barnaheilla fer fram um land allt dagana 24. ágúst til 6. September. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Blátt áfram voru með þessa söfnun í 10 ár og er þetta því ellefta árið sem ljósin eru seld fyrir þetta málefni. Eins og kom fram á Vísi í dag ber söfnunin í ár heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnafræðslu Verndara barna. „Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Samkvæmt því verða 1 af hverjum 3 stúlkum og 1 af hverjum 5 drengjum fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Um 90 % barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann. Það getur t.d. verið fjölskyldumeðlimur, vinur, nágranni eða kunningjar,“ segir í tilkynningu um herferðina. Barnahjálp herferðin Hjálpumst að við að vernda börnin, fór af stað í dag. Ljós eru seld til styrktar verkefninu.Getty/Carol Yepes Í kjölfar Covid-19 eru sterkar vísbendingar um að fjölmörg börn muni glíma við afleiðingar faraldursins. Fjöldi tilkynninga vegna heimilisofbeldis og annars ofbeldis hefur marktækt aukist undanfarna mánuði. Í maí 2020 bárust tilkynningar um alls 999 börn en á tímabilinu janúar 2019 - febrúar 2020 voru mest tilkynningar um 874 börn og minnst 622 börn á einum mánuði. „Sýnt hefur verið fram á að börn sem verða fyrir ofbeldi upplifa mikla vanlíðan, eru líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða, geta haft lélega sjálfsmynd og verið með sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál. Með fræðslu til fullorðinna um fyrirbyggjandi leiðir og rétt viðbrögð við einkennum um vanlíðan barna, getum við náð snemma til þessara barna og stuðlað að betri lífsgæðum. Með kaupum á ljósinu hjálpumst við að við að vernda börn.“ Myndband fyrir herferðina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
„Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00