Cristiano Ronaldo að plana annars konar endurkomu til Manchester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 12:00 Cristiano Ronaldo vann marga titla með Manchester United þar á meðal Meistaradeildina. Getty/ Etsuo Hara Margir stuðningsmenn Manchester United hafa eflaust dreymt lengi um að sjá Cristiano Ronaldo aftur í búningi Manchester United liðsins en Portúgalinn er aftrur á móti að skipuleggja endurkomu til Manchester borgar sem er af allt öðru tagi. Cristiano Ronaldo er sagður verið að plana það að opna 27 milljón punda lúxushótel á besta stað í Manchester borg. Daily Mail segir frá. Ronaldo er í samvinnu í þessu verkefni með ferðamanna- og frístundarfyrirtækinu Pestana frá Portúgal. Hótelið verður ellefu hæðir og meðal annars með bar á húsþakinu. Hótelið mun bera nafnið CR7 Pestana. Cristiano Ronaldo planning to open £27m four-star 'high end lifestyle hotel' with a rooftop bar in Manchester https://t.co/7qAvV6KcGq— MailOnline Sport (@MailSport) August 22, 2020 Cristiano Ronaldo er ekki lengur bara frábær fótboltamaður því hann er orðinn mikill viðskiptamaður og fjárfestir líka. Hótel Cristiano Ronaldo hafa risið í Madeira, Lissabon, Madrid, New York, Marrakesh og París og nú er stefnan sett á að nýjasta hótelið hans verði opnað í Manchester árið 2023. Ronaldo og samstarfsmenn hans hafa lagt inn beiðni til borgarstjórnar Manchester en verkefnið mun kosta 27 milljónir pund eða milljarða íslenskra króna. Stefnan er að endurnýt tvær byggingar á svæðinu og breyta þeim í hótel. 151 háklassa herbergi verða á hóteli auk helstu lúxusþjónustu. Það verður líkamsræktarstöð í kjallaranum og kaffihús og bar á jarðhæðinni. Svo má ekki gleyma fyrrnefndum lúxusbar upp á þaki. Cristiano Ronaldo yrði þá ekki eini fyrrum leikmaður Manchester með hótel á svæðinu því strákarnir úr „Class of 92“, Gary Neville, Phil Neville, Ryan Giggs, Nicky Butt og Paul Scholes, opnuðu „Hotel Football“ við hliðina á Old Trafford árið 2015. Það er vel við hæfi að hótel Ronaldo verði sett á laggirnar í Manchester. Þar hófst ferill hans fyrir alvöru og þar varð hann að besta knattspyrnumanni heims undir leiðsögn Sir Alex Ferguson. Cristiano Ronaldo eyddi sex árum á Old Trafford þar sem hann skoraði 119 mörk og vann níu titla. United seldi hann til Real Madrid sumarið fyrir 80 milljónir punda sem var þá nýtt heimsmet. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Margir stuðningsmenn Manchester United hafa eflaust dreymt lengi um að sjá Cristiano Ronaldo aftur í búningi Manchester United liðsins en Portúgalinn er aftrur á móti að skipuleggja endurkomu til Manchester borgar sem er af allt öðru tagi. Cristiano Ronaldo er sagður verið að plana það að opna 27 milljón punda lúxushótel á besta stað í Manchester borg. Daily Mail segir frá. Ronaldo er í samvinnu í þessu verkefni með ferðamanna- og frístundarfyrirtækinu Pestana frá Portúgal. Hótelið verður ellefu hæðir og meðal annars með bar á húsþakinu. Hótelið mun bera nafnið CR7 Pestana. Cristiano Ronaldo planning to open £27m four-star 'high end lifestyle hotel' with a rooftop bar in Manchester https://t.co/7qAvV6KcGq— MailOnline Sport (@MailSport) August 22, 2020 Cristiano Ronaldo er ekki lengur bara frábær fótboltamaður því hann er orðinn mikill viðskiptamaður og fjárfestir líka. Hótel Cristiano Ronaldo hafa risið í Madeira, Lissabon, Madrid, New York, Marrakesh og París og nú er stefnan sett á að nýjasta hótelið hans verði opnað í Manchester árið 2023. Ronaldo og samstarfsmenn hans hafa lagt inn beiðni til borgarstjórnar Manchester en verkefnið mun kosta 27 milljónir pund eða milljarða íslenskra króna. Stefnan er að endurnýt tvær byggingar á svæðinu og breyta þeim í hótel. 151 háklassa herbergi verða á hóteli auk helstu lúxusþjónustu. Það verður líkamsræktarstöð í kjallaranum og kaffihús og bar á jarðhæðinni. Svo má ekki gleyma fyrrnefndum lúxusbar upp á þaki. Cristiano Ronaldo yrði þá ekki eini fyrrum leikmaður Manchester með hótel á svæðinu því strákarnir úr „Class of 92“, Gary Neville, Phil Neville, Ryan Giggs, Nicky Butt og Paul Scholes, opnuðu „Hotel Football“ við hliðina á Old Trafford árið 2015. Það er vel við hæfi að hótel Ronaldo verði sett á laggirnar í Manchester. Þar hófst ferill hans fyrir alvöru og þar varð hann að besta knattspyrnumanni heims undir leiðsögn Sir Alex Ferguson. Cristiano Ronaldo eyddi sex árum á Old Trafford þar sem hann skoraði 119 mörk og vann níu titla. United seldi hann til Real Madrid sumarið fyrir 80 milljónir punda sem var þá nýtt heimsmet.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira