Fótbolti

Carlo Ancelotti orðinn pirraður á kaupstefnu Everton

Ísak Hallmundarson skrifar
Carlo Ancelotti, þjálfari Everton.
Carlo Ancelotti, þjálfari Everton. Vísir/Getty

Carlo Ancelotti, þjálfari Everton, er sagður vera orðinn þreyttur á hófsemi Everton á félagsskiptamarkaðnum og vill sjá liðið fara að kaupa leikmenn.

Tottenham hafði betur gegn Everton í baráttunni um að kaupa Pierre-Emile Hojbjerg frá Southampton og þá virðist Arsenal vera líklegt til að landa varnarmanninum Gabriel Magalhaes eftir að Everton var orðað við leikmanninn.

Það að Everton hafi mistekist að landa þessum tveimur leikmönnum sem Ítalinn hafði mikinn áhuga á er byrjað að fara í taugarnar á honum. 

Everton lenti í 12. sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem voru mikil vonbrigði. Ancelotti var ráðinn í desember og voru bundnar miklar vonir við hann hjá Everton og stuðningsmönnum félagsins. Núna gæti framtíð hans hinsvegar verið í óvissu ef hann fær ekki þá leikmenn sem hann óskar eftir.

Ancelotti var lofað því áður en hann tók við liðinu að hann fengi að versla inn nýja leikmenn en það hefur ekki gengið eftir hingað til. Innanbúðarmaður hjá Everton segir að Ancelotti hefði ekki tekið starfinu án þessa loforðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×