Kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaleiðinni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 19:00 Félagsmálaráðherra kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaúrræði stjórnvalda og mögulega hækkun atvinnuleysisbóta. Hann kynnir eftir helgi aðgerðir þar sem langtíma atvinnulausum verður heimilt að fara í nám án þess að missa atvinnuleysisbætur. Almennt atvinnuleysi í júlí var 7,9% samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. 6400 manns hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur og 2500 manns eru á hlutabótaleið stjórnvalda. Það úrræði rennur að óbreyttu út um mánaðarmótin. Alþýðusamband Íslands sendi í gær frá sér ályktun þar sem meðal annars er lagt er til að atvinnuleysisbætur hækki í 318 þúsund krónur á mánuði og hlutabótaleið stjórnvalda verði framlengt til 1. júní á næsta ári. „Við erum núna að fara yfir gagnvart atvinnuleysistryggingum atriði eins og hlutabætur og framhald þeirra. Í kjölfarið verða ýmis önnur atriði til skoðunar eins og til dæmis hækkun atvinnuleysisbóta. Það kann að vera að þetta verði sett fram á haustþingi“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Ásmundur segir jafnframt að verið sé að undirbúa aðgerðir þar sem langtímaatvinnulausir geti farið í nám án þess að missa bætur. Um er að ræða atvinnu-og menntaúrræði sem nefnist Nám er vinnandi vegur II en eftir bankahrunið var farið í sams konar átak. Þar verða atvinnuleitiendur hvattir til að hefja formlegt starfs og tækninám í framhaldsskólum og skólum á háskólastigi. „Það hefur verið fullur einhugur í ríkisstjórninni um þetta og við eigum von á því að þetta verði kynnt í næstu viku,“ segir Ásmundur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Félagsmálaráðherra kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaúrræði stjórnvalda og mögulega hækkun atvinnuleysisbóta. Hann kynnir eftir helgi aðgerðir þar sem langtíma atvinnulausum verður heimilt að fara í nám án þess að missa atvinnuleysisbætur. Almennt atvinnuleysi í júlí var 7,9% samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. 6400 manns hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur og 2500 manns eru á hlutabótaleið stjórnvalda. Það úrræði rennur að óbreyttu út um mánaðarmótin. Alþýðusamband Íslands sendi í gær frá sér ályktun þar sem meðal annars er lagt er til að atvinnuleysisbætur hækki í 318 þúsund krónur á mánuði og hlutabótaleið stjórnvalda verði framlengt til 1. júní á næsta ári. „Við erum núna að fara yfir gagnvart atvinnuleysistryggingum atriði eins og hlutabætur og framhald þeirra. Í kjölfarið verða ýmis önnur atriði til skoðunar eins og til dæmis hækkun atvinnuleysisbóta. Það kann að vera að þetta verði sett fram á haustþingi“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Ásmundur segir jafnframt að verið sé að undirbúa aðgerðir þar sem langtímaatvinnulausir geti farið í nám án þess að missa bætur. Um er að ræða atvinnu-og menntaúrræði sem nefnist Nám er vinnandi vegur II en eftir bankahrunið var farið í sams konar átak. Þar verða atvinnuleitiendur hvattir til að hefja formlegt starfs og tækninám í framhaldsskólum og skólum á háskólastigi. „Það hefur verið fullur einhugur í ríkisstjórninni um þetta og við eigum von á því að þetta verði kynnt í næstu viku,“ segir Ásmundur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira