Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 14:41 Katrín Jakobsdóttir mun þurfa í tvöfalda skimun og smitgát eftir kvöldverð með ríkisstjórninni á Hótel Rangá. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel hafa verið gætt að sóttvarnaráðstöfunum á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem og í kvöldverðinum á Hótel Rangá. Átta smit hafa komið upp á hótelinu en ríkisstjórnin snæddi þar á þriðjudagskvöld. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins að mikill fjöldi fólks þurfi í sóttkví vegna smitanna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir endanlega tölu ekki liggja fyrir en ljóst er að það geti verið hundruð manns sem þurfi í sóttkví. Raðgreining á veirunum liggi ekki enn fyrir. Engin tengsl voru á milli þeirra sem smituðust önnur en þau að öll voru staðsett á hótelinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni ítrekar Katrín að ríkisstjórnin teljist til ytri hring mögulegs smithóps og því ekki líklegt að þau séu í mikilli hættu á að hafa smitast. Tveir ráðherrar voru fjarverandi, Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, og munu því ekki þurfa í tvöfalda skimun og smitgát. „Vel var gætt að sóttvarnaráðstöfunum bæði á vinnufundi og um kvöldið en þessi fjöldi smita á þessum stað sýnir auðvitað hve skæð og bráðsmitandi veiran er,“ skrifar Katrín. Hún segir sóttvarnayfirvöld hafa brugðist við með „skýrum og fumlausum hætti“ en fjöldi fólks þurfi í sóttkví eða skimun. Hún óskar þeim sem reyndust smitaðir góðs bata og vonar að allt fari vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Sjö smituð á Hótel Rangá Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. 21. ágúst 2020 12:27 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel hafa verið gætt að sóttvarnaráðstöfunum á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem og í kvöldverðinum á Hótel Rangá. Átta smit hafa komið upp á hótelinu en ríkisstjórnin snæddi þar á þriðjudagskvöld. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins að mikill fjöldi fólks þurfi í sóttkví vegna smitanna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir endanlega tölu ekki liggja fyrir en ljóst er að það geti verið hundruð manns sem þurfi í sóttkví. Raðgreining á veirunum liggi ekki enn fyrir. Engin tengsl voru á milli þeirra sem smituðust önnur en þau að öll voru staðsett á hótelinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni ítrekar Katrín að ríkisstjórnin teljist til ytri hring mögulegs smithóps og því ekki líklegt að þau séu í mikilli hættu á að hafa smitast. Tveir ráðherrar voru fjarverandi, Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, og munu því ekki þurfa í tvöfalda skimun og smitgát. „Vel var gætt að sóttvarnaráðstöfunum bæði á vinnufundi og um kvöldið en þessi fjöldi smita á þessum stað sýnir auðvitað hve skæð og bráðsmitandi veiran er,“ skrifar Katrín. Hún segir sóttvarnayfirvöld hafa brugðist við með „skýrum og fumlausum hætti“ en fjöldi fólks þurfi í sóttkví eða skimun. Hún óskar þeim sem reyndust smitaðir góðs bata og vonar að allt fari vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Sjö smituð á Hótel Rangá Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. 21. ágúst 2020 12:27 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17
Sjö smituð á Hótel Rangá Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. 21. ágúst 2020 12:27