Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 14:09 Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Eiginmaður eigandans er dómari við dómstólinn. vísir/vilhelm Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Lögmaður bílabúðarinnar segir skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum,“ þar að auki sé „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Dómurinn var kveðinn upp 20. júlí en var birtur á dögunum. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún er framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla má að það sé ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kröfðust þess að dómarinn viki Sem fyrr segir hyggst Bílabúð Benna áfrýja dómnum, að sögn Gunnars Inga Jóhannssonar sem varði hagsmuni fyrirtækisins. Aðspurður hvort þessi tengsl Ólafar og Helga við dómstólinn gefi tilefni til að efast um niðurstöðuna segir Gunnar Ingi að málinu sé fyrst og fremst áfrýjað þar sem forsvarsmenn bílabúðarinnar séu ósammála forsendum og niðurstöðu dómsins í öllum atriðum. „Hins vegar er það vissulega óheppilegt að málið hafi verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur, hvar eiginmaður stefnanda er starfandi héraðsdómari og að Dómstólasýslan, sem stefnandi er í fyrirsvari fyrir, hafi valið dómara til að dæma málið,“ segir Gunnar. Þar var um að ræða embættisdómara við Héraðsdóm Reykjaness, en málið var áfram rekið í Reykjavík. Gunnar segir að umbjóðandi sinn hafi krafist þess að fyrrnefndur embættisdómari sem dómstólasýslan valdi til að dæma málið viki sæti, en hann hafi talið rétt að fá aðila utan dómskerfisins til að dæma það. Dómarinn sem var valinn hafi hins vegar hafnað því að víkja. Dómarar leggja mat á eigið hæfi Gunnar segir umbjóðanda hans „vissulega hafa skilning á því að fólk innan dómskerfisins þurfi sjálft að leggja ágreiningsmál sín fyrir dómstóla en telji engu að síður óheppilegt að það skuli ekki gert með tilliti til þeirra tengsla sem aðilar hafa við dómskerfið.“ Þannig séu ákvæði í lögum um meðferð einkamála um hæfi dómara og ekki megi vera til staðar atvik sem séu til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni dómara. Það hafi verið mat forsvarsmanna Bílabúðar Benna að „þegar svona háttar til megi hugsanlega draga í efa óhlutdrægni embættisdómara, en dómarar leggja sjálfir mat á hæfi sitt.“ Gunnar telur þannig líklegt að reglur um hæfi dómara verði áréttaðar við meðferð málsins á áfrýjunarstigi, t.d. að mannréttindadómstóll Evópu hafi gert strangar kröfur hvað þetta varðar. Dómstólar Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Lögmaður bílabúðarinnar segir skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum,“ þar að auki sé „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Dómurinn var kveðinn upp 20. júlí en var birtur á dögunum. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún er framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla má að það sé ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kröfðust þess að dómarinn viki Sem fyrr segir hyggst Bílabúð Benna áfrýja dómnum, að sögn Gunnars Inga Jóhannssonar sem varði hagsmuni fyrirtækisins. Aðspurður hvort þessi tengsl Ólafar og Helga við dómstólinn gefi tilefni til að efast um niðurstöðuna segir Gunnar Ingi að málinu sé fyrst og fremst áfrýjað þar sem forsvarsmenn bílabúðarinnar séu ósammála forsendum og niðurstöðu dómsins í öllum atriðum. „Hins vegar er það vissulega óheppilegt að málið hafi verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur, hvar eiginmaður stefnanda er starfandi héraðsdómari og að Dómstólasýslan, sem stefnandi er í fyrirsvari fyrir, hafi valið dómara til að dæma málið,“ segir Gunnar. Þar var um að ræða embættisdómara við Héraðsdóm Reykjaness, en málið var áfram rekið í Reykjavík. Gunnar segir að umbjóðandi sinn hafi krafist þess að fyrrnefndur embættisdómari sem dómstólasýslan valdi til að dæma málið viki sæti, en hann hafi talið rétt að fá aðila utan dómskerfisins til að dæma það. Dómarinn sem var valinn hafi hins vegar hafnað því að víkja. Dómarar leggja mat á eigið hæfi Gunnar segir umbjóðanda hans „vissulega hafa skilning á því að fólk innan dómskerfisins þurfi sjálft að leggja ágreiningsmál sín fyrir dómstóla en telji engu að síður óheppilegt að það skuli ekki gert með tilliti til þeirra tengsla sem aðilar hafa við dómskerfið.“ Þannig séu ákvæði í lögum um meðferð einkamála um hæfi dómara og ekki megi vera til staðar atvik sem séu til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni dómara. Það hafi verið mat forsvarsmanna Bílabúðar Benna að „þegar svona háttar til megi hugsanlega draga í efa óhlutdrægni embættisdómara, en dómarar leggja sjálfir mat á hæfi sitt.“ Gunnar telur þannig líklegt að reglur um hæfi dómara verði áréttaðar við meðferð málsins á áfrýjunarstigi, t.d. að mannréttindadómstóll Evópu hafi gert strangar kröfur hvað þetta varðar.
Dómstólar Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira